Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 20
á RútstúniFjölskylduhátíð Kópavogi 17. júní í www.kopavogur.is B IR G IR M A R .C O M // 11 0 6 12 Blaz Roca Friðrik Dór Jón Jónsson Björgvin Franz Götuleikhús ...og margt fleira Hoppukastalar 17. júní hlaup Raggi Bjarna Skrúðganga Andlitsmálun Hljómsveitin Bu ƒ Nánar á www.kopavogur.is H lutverk fag-ráðsins er að hafa heildar- sýn yfir málaflokk- inn og hvað sé að gerast innan hans. Kveikjan að stofnun ráðsins var kynferð- isbrotamál tengd trú- félögum sem bárust inn á borð ráðherra. Við Björgvin Björg- vinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeild- ar lögreglunnar, og Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, vorum skipuð í ráðið sem heyrir undir innan- ríkisráðuneytið. Vinnan hefst því á að skoða trúfélögin,“ segir Guðrún en viðurkennir að enn sé að koma mynd á starfsemina. „Trúfélög fá fjár- framlög frá ríkinu og eru með börn og ungmenni innan sinna vébanda. Þar af leiðandi er enn mikil- vægara að þar sé rétt viðbragð ef eitthvað gerist. Uppi eru hug- myndir um laga- breytingar þess efnis að öll trúfélög setji sér fagráð og fagráð- in setji sér siðareglur til að vinna eftir. Þá er hægt að horfa til þeirrar góðu vinnu sem unnin er í fagráði þjóðkirkjunnar.“ Guðrún segir ekkert einsdæmi að kynferðisbrot komi upp í trúfélögum og því þurfi fyrirbyggjandi aðgerðir til að reyna að tryggja að rétt sé brugðist við þeim. „Við sjáum núna málin sem koma upp í Krossinum. Þar er ekkert batterí sem tekur við, því miður. Þau mál væru í öðrum farvegi ef svo hefði verið. Það er heldur ekki langt síðan upp komu mál sem tengdust Vottum Jehóva. Þá sást að þeir höfðu komið sér upp vinnureglum.“ Engin viðbrögð frá kaþólsku kirkjunni Fyrir nokkru komu tvö kynferðisbrotamál inn á borð Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra en hann vísaði málunum til fagráðsins. „Málin tvö varða alvarlegt kynferðislegt ofbeldi gegn drengjum innan kaþólska safnaðarins í Reykjavík. Ofbeldið átti sér stað bæði í Landakotsskóla og í Riftúni sem var sumardvalarstaður þeirra kaþólikka. Þetta eru gömul og fyrnd mál og gerendur eru látnir. Það þýðir ekki að málin þurfi kyrr að liggja. Af og frá. Einstakling- unum sem urðu fyrir ofbeldinu var bent á að fara til lög- reglu og gefa skýrslu. Komið var á fundi með fagráðinu, ráðherra og biskupi kaþólsku kirkjunnar til að gera biskupi grein fyrir málinu. Síðan eru liðnir tveir mánuðir og ekkert viðbragð hefur komið frá kirkjunni.“ Hvernig viðbragði var kallað eftir frá kirkjunni á fund- inum? „Kirkjan hefði getað sýnt margs konar viðbrögð við þessu. Stundum vilja þolendur bara það eitt að fá afsök- unarbeiðni. Uppreisn æru. Það er aldrei verið að tala um peninga í þessum málum heldur að fólki sé trúað. Yfirleitt er það mikilvægast. Kirkjan hefði getað kallað einstak- lingana sem málið snertir á sinn fund, beðist afsökunar á því sem gerðist eða sýnt að hún taki þetta alvarlega. Kirkjan hefur ekkert brugðist við þessu máli,“ segir Guð- rún og viðurkennir að hún sé hissa á dræmum undirtekt- um. Hún segir ástæðu til að fylgjast með trúarsöfnuðum á Íslandi. „Það má vel búast við fleiri málum frá kaþólsku kirkjunni. Við höfum heyrt af tveimur málum til viðbótar sem við eigum von á inn á borð til okkar.“ Kaþólska kirkjan í vandræðum víða Eins og margsinnis hefur komið fram í fréttum hafa mörg mál um kynferðisbrot og skipulagða yfirhylmingu þeirra vegna komið upp innan kaþólsku kirkjunnar í Evrópu og Bandaríkjunum. „Kaþólska kirkjan hefur þurft að sópa upp eftir sig víða og auðvitað kom að því að það gerðist hér líka. Það var alveg vitað og bara tíma- spursmál.“ Guðrún segist margsinnis hafa reynt að vekja athygli á því í gegnum tíðina hve algengt sé að strákar séu misnot- aðir kynferðislega. „Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að kynferðis- legt ofbeldi gagnvart drengjum er jafnvel meira en talið hefur verið. Það er eitt af þessum tabúum sem hefur verið mjög erf- itt að hreyfa við. Mér finnst bara frábært að menn séu nú í aukum mæli að stíga fram og segja sínar sögur.“ Stefnt er að því að einstaklingar sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi innan trúfélaga eða í æskulýðsstarfi geti sent tölvupósta til fagráðsins og fengið þar viðtöl, sé óskað eftir því. Guðrún hvetur fólk einnig til að leita til lög- reglunnar með mál sín, jafnvel þótt þau séu fyrnd samkvæmt lögum. „Ég vil endilega hvetja fólk, sem er með svona gömul mál í farteskinu, til að fara til lögreglunnar og gefa skýrslu. Þá er fyrsta hindrunin í raun úr vegi. Síðan er spurning um leiðina til ákæruvaldsins. Ef málin eru fyrnd þá geta þau komið á borð fagráðsins, við gætum hitt við- komandi einstaklinga og hlustað á þeirra mál. Rætt hefur verið um, meðal annars við starfsmann bótanefndar, að breyta lögum þannig að þessir einstaklingar geti fengið stuðning til að vinna úr svona trámatískri reynslu. Vinnan hjá fagráðinu í sumar felst líka í að skoða aðra lagabálka og hvort ekki ættu að vera fagráð í öllu íþrótta- og æskulýðsstarfi.“ Er ekkert viðkvæmt að ætla litlum félögum eða hópum að hafa sitt eigið viðbragðsteymi eða fagráð? „Það þarf ekki að vera. Þetta er spurning um að finna málunum réttan farveg. Mál þar sem börn eiga í hlut fara að sjálfsögðu sína barnaverndarleið, annað væri ekki boðlegt. Við erum líka að búa til farveg fyrir fyrnd mál og önnur þau mál sem fólk hefur ekki treyst sér með í gegnum kerfið. Það er gríðarleg þörf fyrir slíkt. Skýrsl- urnar sem unnar voru um vistheimilin og sýndu fram á hvað þar fór fram, voru meðal þess sem kom þessu af stað. Andrúmsloftið er líka orðið þannig í samfélaginu að það þarf víða að laga til. Það er eitt af því jákvæða við þetta hrun. Þetta gildir bæði á persónulegu og faglegu plani, sem og í stjórnsýslunni.“ Guðrún segir fagráð ekki þurfa að kosta nokkurn skap- aðan hlut og því sé ekkert úr vegi fyrir félög að koma sér upp þriggja manna teymi sem geti gegnt því hlutverki að bregðast við ef kynferðisbrotamál koma upp. En þegar fullyrt er að meira að segja æðsti maður þjóð- kirkjunnar, Karl Sigurbjörnsson biskup, hafi gert mistök og ekki brugðist rétt við ásökunum um kynferðisbrot, er þá ekki erfitt að fela fólki í söfnuðum hér og þar að taka á þessum málum? „Við viljum að fagráðin hafi þann tilgang að tryggja að rétt verði brugðist við. Ég held að það sé eina leiðin. Að minnsta kosti ætti alls staðar að setja siðareglur sem vinna ber eftir þegar slík mál koma upp. Síðan er auðvitað hægt að beina málum til okkar fagráðs um kynferðisbrot. Guðrún segir hins vegar ótal margt hafa gerst í kyn- ferðisbrotamálum á undanförnum árum. „Við erum bara komin á þann stað að fólki er trúað.“ thora@frettatiminn.is Nú er fólki trúað Guðrún Ögmundsdóttir stýrir nýju fagráði um kynferðisbrot og furðar sig á að engin við- brögð hafi komið frá kaþólska biskupnum, Pétri Bürcher, við þeim alvarlegu kynferðis- brotamálum sem upp hafa komið og varða kaþólsku kirkjuna. Fagráðið og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra héldu fund með Pétri biskupi fyrir tveimur mánuðum og gerðu honum grein fyrir brotunum. Þóra Tómasdóttir ræddi við Guðrúnu Ögmundsdóttur um vinnu fagráðsins við að fara ofan í saumana á trúfélögum á Íslandi. Guðrún Ögmundsdóttir segir kaþólska biskupinn í Reykjavík hafa ótal mögu- legar leiðir til að bregðast við kynferðisbrotunum sem nú eru til rannsóknar. Hún undrast dræmar undirtektir við alvarlegum málum. HELGARBLAÐ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is 20 úttekt Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.