Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 6
WWW.SKJARGOLF.IS Vefsíður CCP opnaðar á ný eftir netárás Allar vefsíður CCP eru orðnar virkar á ný eftir að leikjaþjónninn sem hýsir EVE Online-tölvuleikinn og tengdar vefþjónustur varð fyrir sanhæfðri netárás á þriðjudaginn. Árásin var svokölluð DDoS-árás, eða „denial of service attack“, sem miðar að því að ofhlaða nettengingar að því marki að þær hætti að anna eftirspurn, að því er fram kemur í tilkynningu fyrirtækisins. Vegna árásarinnar var ákveðið að taka niður alla vefþjónustu og rjúfa nettengsl fyrirtækisins á meðan rannsókn færi fram. Það var gert til að tryggja sem best öryggi persónu- og greiðsluupplýsinga viðskiptavina. Öryggisteymi fyrirtækisins úrskurðaði síðan að hvorki gagnagrunnur EVE Online né innviðir CCP hefðu verið í hættu. Þá staðfesti fyrirtækið að engar persónuupplýsingar, greiðsluupplýsingar né önnur gögn hefðu lekið eða verið opin utanaðkomandi. -jh H jónin Sveinn Rögnvaldsson og Signý Gunnars-dóttir eiga soninn Gunnar Hrafn sem greindist með bráðahvítblæði í janúar á síðasta ári. Hann hefur gengist undir erfiða krabbameinsmeðferð og er nú á batavegi. Þau fengu hugmyndina að því að hlaupa hringveginn til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fengu systur Sveins, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur og eiginmann hennar, Guðmund Gunnarsson, í lið með sér. Átakið kallaðist „Meðan fæturnir bera mig“ og var lagt af stað frá Barnaspítala Hringsins 2. júní síðastlið- inn. Síðan þá hefur hópurinn lagt að baki rétt tæplega 1.350 kílómetra og mætt snjókomu og öskufoki. Þau luku hringnum við Vodafone-höllina á Hlíðarenda í gær og tók múgur og margmenni á móti þeim með Jón Gnarr borgarstjóra í fararbroddi. Nokkur munur var á undirbúningi hlauparanna fyrir ofurhlaupið hringinn í kringum landið. Alma María og Guðmundur eru þaul- vanir hlauparar og hafa lokið fjölmörgum maraþon- hlaupum. Sveinn hafði einu sinni lokið maraþonhlaupi en Signý átti við meiðsl og veikindi að stríða í vetur og gat því lítið undirbúið sig. Þrátt fyrir það báru fæturnir hana og hlaupafélaga hennar hringinn til styrktar frábæru málefni. Ekki var þreytu að sjá á hlaupurunum þegar þau komust á leiðarenda í gær, heldur einvörð- ungu gleði og þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem studdu þau og lögðu málefninu lið. Átakið hafði skilað rúmlega ellefu milljónum króna þegar Frétttatíminn fór í prentun í gær. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Söfnun fyrir krabbameinSSjúk börn Hlaupararnir Guðmundur Guðnason, Alma María Rögnvaldsdóttir, Sveinn Rögn- valdsson og Signý Gunnarsdóttir fengu höfðinglegar móttökur í Mosfellsbæ þegar þau hlupu þar í gegn um hádegisbilið í gær. Rúmlega 11 milljónir hafa safnast Hjónin Sveinn Rögnvaldsson og Signý Gunnarsdóttir hafa, ásamt öðrum hjónum, lagt að baki 1.344 kílómetra á rétt rúmum tveimur vikum. Hlaupið var til styrktar krabbameins- sjúkum börnum í átakinu „Meðan fæturnir bera mig.“ Þrátt fyrir það báru fæturnir hana og hlaupa- félaga hennar hring- inn til styrktar frábæru málefni Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.