Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 6
WWW.SKJARGOLF.IS
Vefsíður CCP opnaðar á ný eftir netárás
Allar vefsíður CCP eru orðnar virkar
á ný eftir að leikjaþjónninn sem hýsir
EVE Online-tölvuleikinn og tengdar
vefþjónustur varð fyrir sanhæfðri
netárás á þriðjudaginn. Árásin var
svokölluð DDoS-árás, eða „denial of
service attack“, sem miðar að því að
ofhlaða nettengingar að því marki
að þær hætti að anna eftirspurn,
að því er fram kemur í tilkynningu
fyrirtækisins. Vegna árásarinnar var ákveðið að taka niður alla vefþjónustu og rjúfa
nettengsl fyrirtækisins á meðan rannsókn færi fram. Það var gert til að tryggja sem
best öryggi persónu- og greiðsluupplýsinga viðskiptavina. Öryggisteymi fyrirtækisins
úrskurðaði síðan að hvorki gagnagrunnur EVE Online né innviðir CCP hefðu verið í
hættu. Þá staðfesti fyrirtækið að engar persónuupplýsingar, greiðsluupplýsingar né
önnur gögn hefðu lekið eða verið opin utanaðkomandi. -jh
H jónin Sveinn Rögnvaldsson og Signý Gunnars-dóttir eiga soninn Gunnar Hrafn sem greindist með bráðahvítblæði í janúar á síðasta ári. Hann
hefur gengist undir erfiða krabbameinsmeðferð og er
nú á batavegi. Þau fengu hugmyndina að því að hlaupa
hringveginn til styrktar krabbameinssjúkum börnum
og fengu systur Sveins, Ölmu Maríu Rögnvaldsdóttur
og eiginmann hennar, Guðmund Gunnarsson, í lið með
sér. Átakið kallaðist „Meðan fæturnir bera mig“ og var
lagt af stað frá Barnaspítala Hringsins 2. júní síðastlið-
inn. Síðan þá hefur hópurinn lagt að baki rétt tæplega
1.350 kílómetra og mætt snjókomu og öskufoki. Þau
luku hringnum við Vodafone-höllina á Hlíðarenda í
gær og tók múgur og margmenni á móti þeim með Jón
Gnarr borgarstjóra í fararbroddi. Nokkur munur var á
undirbúningi hlauparanna fyrir ofurhlaupið hringinn í
kringum landið. Alma María og Guðmundur eru þaul-
vanir hlauparar og hafa lokið fjölmörgum maraþon-
hlaupum. Sveinn hafði einu sinni lokið maraþonhlaupi
en Signý átti við meiðsl og veikindi að stríða í vetur og
gat því lítið undirbúið sig. Þrátt fyrir það báru fæturnir
hana og hlaupafélaga hennar hringinn til styrktar
frábæru málefni. Ekki var þreytu að sjá á hlaupurunum
þegar þau komust á leiðarenda í gær, heldur einvörð-
ungu gleði og þakklæti til allra þeirra fjölmörgu sem
studdu þau og lögðu málefninu lið.
Átakið hafði skilað rúmlega ellefu milljónum króna
þegar Frétttatíminn fór í prentun í gær.
Óskar Hrafn Þorvaldsson
oskar@frettatiminn.is
Söfnun fyrir krabbameinSSjúk börn
Hlaupararnir Guðmundur Guðnason, Alma María Rögnvaldsdóttir, Sveinn Rögn-
valdsson og Signý Gunnarsdóttir fengu höfðinglegar móttökur í Mosfellsbæ þegar
þau hlupu þar í gegn um hádegisbilið í gær.
Rúmlega
11 milljónir
hafa safnast
Hjónin Sveinn Rögnvaldsson og Signý Gunnarsdóttir hafa,
ásamt öðrum hjónum, lagt að baki 1.344 kílómetra á rétt
rúmum tveimur vikum. Hlaupið var til styrktar krabbameins-
sjúkum börnum í átakinu „Meðan fæturnir bera mig.“
Þrátt
fyrir það
báru
fæturnir
hana og
hlaupa-
félaga
hennar
hring-
inn til
styrktar
frábæru
málefni
Helgin 17.-19. júní 2011