Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 56
Sigríður Benediktsdóttir kennir við HR Háskólinn í Reykjavík hefur fengið liðsauka við kennslu í mastersnámi í fjármálahagfræði frá haustinu. Sigríður Bene- diktsdóttir mun kenna á námskeiði fyrir meistaranema á námsbrautum sem kallast fjár- mál fyrirtækja og fjárfest- ingastjórnun. Sigríður er kennari við Yale-háskóla í Bandaríkjunum og er sennilega þekktust fyrir störf sín með rann- sóknarnefnd Alþingis og einn af höfundum hinnar frægu skýrslu hennar. -þt Bubbi og Bruno á toppnum Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að Bubbi Morthens fer beint í efsta sætið á Tónlist- anum, lista Félags hljóm- plötuframleið- enda yfir mest seldu diskana, í síðustu viku með disk sinn Ég trúi á þig. Hann veltir úr sessi arabískum hesti Gus Gus sem vermdi topp- sætið í síðustu viku. Á lagalistan- um gerðust hins vegar þau undur og stórmerki að breska söngkonan Adele datt úr efsta sætinu með lag sitt, Someone like you, eftir 15 vikur á toppnum. Bruno Mars skaut henni af toppnum með Lazy Song. Framlag Dana í Eurovision, New tomorrow, er í öðru sæti og Bubbi í því þriðja, sæti á undan Adele, með Blik augna þinna. -óhþ Skákhátíð á Ströndum Fjöldi keppenda er skráður til leiks á Skákhátíð í Árneshreppi á Strönd- um um helgina. Hátíðin hefst með tvískákmóti í Djúpavík að kvöldi 17. júní kl. 20. Daginn eftir kl. 13 er komið að atskákmóti í Djúpavík og á sunnudaginn kl. 13 verður að vanda hraðskákmót í Kaffi Norður- firði. Keppendum er í sjálfsvald sett hvort þeir taka þátt í einum, tveim- ur eða þremur viðburðum. Þátttaka er í öllum tilvikum ókeypis. Meðal keppenda eru Jóhann Hjartarson stórmeistari, Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands, og meistararnir Róbert Lagerman og Stefán Bergsson. Auk taflmennsku geta gestir hátíðarinnar notið nátt- úru og mannlífs í afskekktustu sveit landsins. HELGARBLAÐ Hrósið … ... fær séra Baldur Kristjánsson sem sýndi, ólíkt flestum öðrum kirkj- unnar mönnum, fullkomna iðrun eftir útkomu skýrslu rannsóknarnefndar kirkjunnar fyrir sinn þátt í máli Ólafs Skúlasonar.Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Lýðveldiskveðjur við landsmönnum færum með lúðrahljómi, björtum og tærum. Megi framtíð fögur liggja fyrir þeim sem landið byggja. Okkar hlutverk er að tryggja. Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is Fréttir og fréttaskýringar Áskriftarsími: 445 9000 www.goggur.is Útvegsblaðið G o G G u r ú t G á f u f é l a G Nýtt blað komið út Ókeypis eintak um land allt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.