Fréttatíminn - 17.06.2011, Síða 56
Sigríður Benediktsdóttir
kennir við HR
Háskólinn í Reykjavík hefur fengið
liðsauka við kennslu í mastersnámi
í fjármálahagfræði frá haustinu.
Sigríður Bene-
diktsdóttir
mun kenna á
námskeiði fyrir
meistaranema
á námsbrautum
sem kallast fjár-
mál fyrirtækja
og fjárfest-
ingastjórnun.
Sigríður er kennari við Yale-háskóla
í Bandaríkjunum og er sennilega
þekktust fyrir störf sín með rann-
sóknarnefnd Alþingis og einn af
höfundum hinnar frægu skýrslu
hennar. -þt
Bubbi og Bruno á
toppnum
Það þarf kannski ekki að koma
mörgum á óvart að Bubbi Morthens
fer beint í efsta sætið á Tónlist-
anum, lista
Félags hljóm-
plötuframleið-
enda yfir mest
seldu diskana,
í síðustu viku
með disk sinn
Ég trúi á þig.
Hann veltir úr
sessi arabískum
hesti Gus Gus sem vermdi topp-
sætið í síðustu viku. Á lagalistan-
um gerðust hins vegar þau undur
og stórmerki að breska söngkonan
Adele datt úr efsta sætinu með
lag sitt, Someone like you, eftir 15
vikur á toppnum. Bruno Mars skaut
henni af toppnum með Lazy Song.
Framlag Dana í Eurovision, New
tomorrow, er í öðru sæti og Bubbi í
því þriðja, sæti á undan Adele, með
Blik augna þinna. -óhþ
Skákhátíð á Ströndum
Fjöldi keppenda er skráður til leiks
á Skákhátíð í Árneshreppi á Strönd-
um um helgina. Hátíðin hefst með
tvískákmóti í Djúpavík að kvöldi
17. júní kl. 20. Daginn eftir kl. 13
er komið að atskákmóti í Djúpavík
og á sunnudaginn kl. 13 verður að
vanda hraðskákmót í Kaffi Norður-
firði. Keppendum er í sjálfsvald sett
hvort þeir taka þátt í einum, tveim-
ur eða þremur viðburðum. Þátttaka
er í öllum tilvikum ókeypis. Meðal
keppenda eru Jóhann Hjartarson
stórmeistari, Gunnar Björnsson,
forseti Skáksambands Íslands, og
meistararnir Róbert Lagerman og
Stefán Bergsson. Auk taflmennsku
geta gestir hátíðarinnar notið nátt-
úru og mannlífs í afskekktustu sveit
landsins.
HELGARBLAÐ Hrósið …
... fær séra Baldur Kristjánsson
sem sýndi, ólíkt flestum öðrum kirkj-
unnar mönnum, fullkomna iðrun eftir
útkomu skýrslu rannsóknarnefndar
kirkjunnar fyrir sinn þátt í máli Ólafs
Skúlasonar.Austurströnd 3, 170 Seltjarnarnesi. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is
Lýðveldiskveðjur við landsmönnum færum
með lúðrahljómi, björtum og tærum.
Megi framtíð fögur liggja
fyrir þeim sem landið byggja.
Okkar hlutverk er að tryggja.
Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is
Fréttir og
fréttaskýringar
Áskriftarsími: 445 9000
www.goggur.is
Útvegsblaðið
G o G G u r ú t G á f u f é l a G
Nýtt blað komið út
Ókeypis eintak um land allt