Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 22
Eyþór Helgi Birgisson, 22 ára Ferðalögin innan- lands í sumar Ferðalagið: Býst ekki við að fara til útlanda í sumar. Verð rosalega upptekinn í fótboltanum og því verða ferðalögin aðallega innanlands. Skemmtistaðurinn: B5 stendur alltaf fyrir sínu. Góð tónlist og skemmtilegt fólk. Tónlistin: Er rosa alæta en er mest fyrir RnB og popp. Nú hlusta ég mikið á Kanye West. Hann er alveg snillingur. Verslunin: Síðast keypti ég mér ljósbláa G-star skyrtu í Sautján. Sjónvarpsþátturinn: Horfi mikið á How I met your mother og Big bang Theory. Þeir eru í algjöru uppáhaldi. Bókin: Les frekar lítið af bókum. Fletti aðallega í gegnum fréttamiðlana á morgnana. Það er það eina. Birna Arnardóttir, 20 ára Eyddi aleigunni í H&M Ferðalagið: Ég var að koma úr tíu daga útskriftarferð Versló til Costa del Sol og fer svo með vinkonunum til Danmerkur í ágúst á Kanye West. Skemmtistaðurinn: Einhvern veginn enda ég alltaf á því að heimsækja B5 þegar ég fer í bæinn. Skemmtileg tónlist og mikið stuð. Tónlistin: Nýi diskurinn með GusGus er snilld og ég er búin að hlusta á hann stanslaust síðan ég kom heim úr útskriftarferðinni. Verslunin: Ég hugsa að H&M standi alltaf fyrir sínu og ég eyddi eflaust aleigunni á Spáni fyrir nokkrum dögum. Því miður keypti ég þó aðeins sumarföt svo að ég sé ekki fram á að geta notað þau mikið hérna heima. Sjónvarpsþátturinn: Ég var að byrja að horfa á alla Sex and the city-þættina frá byrjun. Svo fylgist ég alltaf með Gossip Girl. Bókin: Ég hef því miður ekki opnað bók síðan ég kláraði stúd- entsprófin en stefni á að lesa Water for Elephants. Magnea Ýr Gylfadóttir, 20 ára Adele í miklu uppáhaldi Ferðalagið: Ég er að fara til Kaupmanna- hafnar með vinkonum mínum í byrjun ágúst. Skemmtistaðurinn: Ég heimsæki B5 líklega mest. Tónlistin: Adele er í miklu uppáhaldi núna. Sjónvarpsþátturinn: Modern Family er að koma sterkt inn hjá mér núna en Friends og Sex and the city stendur alltaf fyrir sínu. Bókin: Er að reyna að klára bókina Ösku eftir Yrsu en það gengur eitthvað hægt. Andri Már Birgisson, 23 ára Lætur hljóðbókina rúlla í vinnunni Sumarfríið: Það verður ekki mikið um frí hjá mér í sumar en ég er að fara til Vopna- fjarðar að vinna og mun leita uppi ævintýri þaðan. Skemmtistaðurinn: Að mínu mati er langbesta tónlistin á Prikinu svo að ég er mikið þar. Tónlistin: Allt með Odd Future er hrein snilld. Hlusta mikið á þá. Sjónvarpsþátturinn: Game of Thrones eru fáránlega góðir þættir sem ég horfi mikið á. Bob’s Burgers eru líka mjög fyndnir og skemmtilegir þættir sem maður skemmtir sér yfir. Bókin: Er kominn í sumarfrí frá því að lesa. Það er þó ekkert betra en að láta góða hljóðbók rúlla í vinnunni eða göngutúrnum. Embla Örk Hölludóttir, 19 ára Með fjölbreyttan tónlistarsmekk Ferðalagið: Ég er að spá í að komast annaðhvort til New York eða Boston í verslunarferð einhvern tíma í sumar. Skemmtistaðurinn: Það er mjög misjafnt hvert ég fer. Líklega mest á Prikið eða B5. Tónlistin: Ég hlusta á mjög mismunandi tónlist en núna er líklega Jessie J mest spiluð. Sjónvarpsþátturinn: Ég horfi mest á sjónvarpsþættina Skins. Þeir eru í algjöru uppáhaldi. Bókin: Les ekki mikið af bókum en fyrir ekki svo löngu las ég Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur. 22 núna Helgin 17.-19. júní 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.