Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.06.2011, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 17.06.2011, Qupperneq 22
Eyþór Helgi Birgisson, 22 ára Ferðalögin innan- lands í sumar Ferðalagið: Býst ekki við að fara til útlanda í sumar. Verð rosalega upptekinn í fótboltanum og því verða ferðalögin aðallega innanlands. Skemmtistaðurinn: B5 stendur alltaf fyrir sínu. Góð tónlist og skemmtilegt fólk. Tónlistin: Er rosa alæta en er mest fyrir RnB og popp. Nú hlusta ég mikið á Kanye West. Hann er alveg snillingur. Verslunin: Síðast keypti ég mér ljósbláa G-star skyrtu í Sautján. Sjónvarpsþátturinn: Horfi mikið á How I met your mother og Big bang Theory. Þeir eru í algjöru uppáhaldi. Bókin: Les frekar lítið af bókum. Fletti aðallega í gegnum fréttamiðlana á morgnana. Það er það eina. Birna Arnardóttir, 20 ára Eyddi aleigunni í H&M Ferðalagið: Ég var að koma úr tíu daga útskriftarferð Versló til Costa del Sol og fer svo með vinkonunum til Danmerkur í ágúst á Kanye West. Skemmtistaðurinn: Einhvern veginn enda ég alltaf á því að heimsækja B5 þegar ég fer í bæinn. Skemmtileg tónlist og mikið stuð. Tónlistin: Nýi diskurinn með GusGus er snilld og ég er búin að hlusta á hann stanslaust síðan ég kom heim úr útskriftarferðinni. Verslunin: Ég hugsa að H&M standi alltaf fyrir sínu og ég eyddi eflaust aleigunni á Spáni fyrir nokkrum dögum. Því miður keypti ég þó aðeins sumarföt svo að ég sé ekki fram á að geta notað þau mikið hérna heima. Sjónvarpsþátturinn: Ég var að byrja að horfa á alla Sex and the city-þættina frá byrjun. Svo fylgist ég alltaf með Gossip Girl. Bókin: Ég hef því miður ekki opnað bók síðan ég kláraði stúd- entsprófin en stefni á að lesa Water for Elephants. Magnea Ýr Gylfadóttir, 20 ára Adele í miklu uppáhaldi Ferðalagið: Ég er að fara til Kaupmanna- hafnar með vinkonum mínum í byrjun ágúst. Skemmtistaðurinn: Ég heimsæki B5 líklega mest. Tónlistin: Adele er í miklu uppáhaldi núna. Sjónvarpsþátturinn: Modern Family er að koma sterkt inn hjá mér núna en Friends og Sex and the city stendur alltaf fyrir sínu. Bókin: Er að reyna að klára bókina Ösku eftir Yrsu en það gengur eitthvað hægt. Andri Már Birgisson, 23 ára Lætur hljóðbókina rúlla í vinnunni Sumarfríið: Það verður ekki mikið um frí hjá mér í sumar en ég er að fara til Vopna- fjarðar að vinna og mun leita uppi ævintýri þaðan. Skemmtistaðurinn: Að mínu mati er langbesta tónlistin á Prikinu svo að ég er mikið þar. Tónlistin: Allt með Odd Future er hrein snilld. Hlusta mikið á þá. Sjónvarpsþátturinn: Game of Thrones eru fáránlega góðir þættir sem ég horfi mikið á. Bob’s Burgers eru líka mjög fyndnir og skemmtilegir þættir sem maður skemmtir sér yfir. Bókin: Er kominn í sumarfrí frá því að lesa. Það er þó ekkert betra en að láta góða hljóðbók rúlla í vinnunni eða göngutúrnum. Embla Örk Hölludóttir, 19 ára Með fjölbreyttan tónlistarsmekk Ferðalagið: Ég er að spá í að komast annaðhvort til New York eða Boston í verslunarferð einhvern tíma í sumar. Skemmtistaðurinn: Það er mjög misjafnt hvert ég fer. Líklega mest á Prikið eða B5. Tónlistin: Ég hlusta á mjög mismunandi tónlist en núna er líklega Jessie J mest spiluð. Sjónvarpsþátturinn: Ég horfi mest á sjónvarpsþættina Skins. Þeir eru í algjöru uppáhaldi. Bókin: Les ekki mikið af bókum en fyrir ekki svo löngu las ég Tímaþjófinn eftir Steinunni Sigurðardóttur. 22 núna Helgin 17.-19. júní 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.