Fréttatíminn - 17.06.2011, Blaðsíða 8
TILBOÐ
á 1 lítra
Kókómjólk
Nýjar
og betri
umbúðir!
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • AKUREYRI
ellingsen.is
grillum
í sumar
PIPA
R\TBW
A
• SÍA
• 111362
Grillflötur 450x600 mm
3 brennarar
Fullt verð 84.500 kr.
14.083 kr.
léttgreiðsla í 6 mán.
GASGRILL ELLINGSEN
Máttur krónunnar
fremur lítill
Gengi krónunnar hefur lækkað nokkuð
á síðustu dögum og hefur hún ekki verið
jafn veik gagnvart helstu viðskiptamynt-
um síðan í lok maí á síðasta ári. Krónan
er nú rúmlega 5% veikari en hún var um
síðustu áramót. Á sama tímabili í fyrra
styrktist krónan hins vegar um rúm 8%
miðað við gengisvísitöluna. Að hluta til
má rekja þessa þróun til veikingar á gengi
evrunnar á þessum tíma en svo virðist
sem máttur krónunnar sé fremur lítill um
þessar mundir og þar með að krónan sé
sjálf undir töluverðum lækkunarþrýstingi,
að því er fram kemur hjá Greiningu Ís-
landsbanka. Evran, sem vegur rúmlega
40% gengisvísitölunnar, kostar nú um
rétt rúmar 166 krónur á innlendum
millibankamarkaði en um síðustu áramót
var evran á um 153 krónur. Dollarinn er
á svipuðu róli og hann var um áramótin,
um 116 krónur, en pundið hefur hækkað
úr tæpum 180 krónum í 189 krónur. -jh
Óbreyttir stýrivextir í
takt við spár
Stýrivextir
Seðlabankans
eru óbreyttir,
samkvæmt
ákvörðun
peninga-
stefnunefndar
bankans á miðvikudag. Vextir á viðskipta-
reikningum innlánsstofnana verða áfram
3,25%, hámarksvextir á 28 daga inn-
stæðubréfum 4,0%, vextir á lánum gegn
veði til sjö daga 4,25% og daglánavextir
5,25%. Ákvörðunin kom ekki á óvart,
enda í takt við væntingar markaðarins
og opinberar spár. Vaxtahækkun var
þó ekki útilokuð enda hafa verðbóga og
verðbólguvæntingar aukist að undanförnu
og gengi krónunnar gefið nokkuð eftir.
Nefndin segir að hugsanlega þurfi að auka
aðhald peningastefnunnar á næstunni til
þess að draga úr líkum á því að langtíma-
verðbólguvæntingar aukist. - jh
2. október 2008
Lögmennirnir Ragn ar
Aðalsteinsson og
Sigríður Rut Júlíus
dóttir óska eftir því við
ríkissaksóknara að hafin
verði opinber rannsókn
á meintum lögbrotum
við rannsókn Hafskips-
málsins í kjölfar þess
að félagið fór í þrot
1985. Er krafan lögð
fram fyrir hönd fyrr-
verandi forsvarsmanna
Hafskips, Björgólfs
Guðmundssonar, Páls
Braga Kristjónssonar,
Helgu Thomsen, ekkju
Ragnars Kjartans
sonar, Þórðar H.
Hilmarssonar og
Helga Magnússonar.
Hin ætluðu, hartnær
aldarfjóðungs gömlu,
brot áttu að hafa verið
framin af ýmsum þá-
verandi opinberum
starfsmönnum. Nafn-
greindir sem hugsan-
legir sakborningar í
málinu eru Gunnlaugur
Claessen, hæstaréttar-
dómari og fyrrverandi
ríkislögmaður, Hall
varður Einvarðsson,
hæstaréttarlögmaður og
fyrrverandi rannsóknar-
lögreglustjóri ríkisins,
Markús Sigurbjörns
son, hæstaréttardómari
og fyrrverandi borgar-
fógeti í skiptarétti,
og Ragnar H. Hall,
hæstaréttarlögmaður og
fyrrverandi borgarfógeti
í skiptarétti.
8. október 2008
Í svari frá Valtý Sig
urðssyni, þáverandi
ríkissaksóknara, kemur
fram að lögreglustjóra
verði falið að annast
rannsóknina eftir nánari
fyrirmælum.
29. janúar 2009
Ríkissaksóknari tilkynnir
að við nánari skoðun
hafi embættið komist
að þeirri niðurstöðu að
frekari rannsóknar á
meintum brotum sé ekki
þörf. Eftir ríkissaksókn-
ara er haft í fjölmiðlum
að „rannsóknarbeiðnin
hefði ekki leitt neitt í
ljós sem gæfi til kynna
refsiverð brot hjá þeim
sem átti að rannsaka“.
7. mars 2009
Fyrrum Hafskipsmenn-
irnir kæra til dóms-
málaráðherra ákvörðun
ríkissaksóknara um að
rannsaka ekki meint
brot opinberra starfs-
manna í tengslum við
Hafskipsmálið. Ragna
Árnadóttir er þá
nýtekin við sem dóms-
málaráðherra.
8. júní 2009
Dómsmálaráðuneytið
fellir þann úrskurð að
kærunni skuli vísað frá.
4. maí 2010
Ríkissaksóknara berst
tilkynning um að dóms-
málaráðuneytið hafi
ákveðið að endurupp-
taka málið í ráðuneytinu.
Tilefni endurupptök-
unnar er bréf umboðs-
manns Alþingis sem
hann ritaði ráðuneytinu
í framhaldi af kvörtun
Ragnars Aðalsteinssonar
hrl. fyrir hönd rann-
sóknarbeiðenda, vegna
úrskurðar ráðuneytisins
frá 8. júní 2009.
13. júlí 2010
Dómsmálaráðuneytið
fellir úr gildi ákvörðun
ríkissaksóknara frá
29. janúar 2009 um
að rannsóknar sé ekki
þörf. Samkvæmt úr-
skurðarorði stendur því
óhögguð sú ákvörðun
ríkissaksóknara frá 8.
október 2008 að fallast
á beiðni kærenda frá 2.
október 2008 um rann-
sókn. Jafnframt hefur
ráðuneytið þar með fellt
úr gildi eigin úrskurð frá
8. júní 2009.
5. ágúst 2010
Ríkissaksóknari tilkynn ir
með bréfi til dómsmála
ráðuneytis að emb-
ættið muni endurskoða
ákvörðun sína frá 29.
janúar 2009 enda hafði
hún verið felld úr gildi.
15. september 2010
Ríkissaksóknari tilkynnir
á nýjan leik að ekki sé
hægt að mæla fyrir um
rannsókn. Í bréfi Valtýs
Sigurðssonar til dóms-
málaráðuneytisins kem-
ur fram að hann hafi,
ásamt Daða Kristjáns
syni saksóknara, farið
yfir rannsóknarbeiðnina
að nýju og skoðað þau
viðbótargögn sem
borist hafa. „Er það mat
okkar að ekki sé unnt að
mæla fyrir um sérstaka
rannsókn lögreglu
á þeim atriðum sem
rannsóknarbeiðnin lýtur
að með þeim rökum
sem þegar hafa komið
fram. Eins og áður hefur
komið fram sæta þessi
atriði ekki endurskoðun
æðra stjórnvalds. Telst
málinu því lokið.“ Nýr
dómsmálaráðherra frá
2. september 2010 er
Ögmundur Jónasson.
17. júní 2011
Viðbragða ráðuneytis
enn beðið.
RannsóknaRkRafa send fRam og aftuR um keRfið
CINTAMANI
WWW.CINTAMANI.IS
Peysuveður
Líttu vel út án
þess að sjúga stöðugt
upp í nefið.
VíðA STREKKinGuR Af A oG nA. SKúRiR
SunnAn oG SuðVESTAnlAnDS, En AnnARS Að
MESTu ÞuRRT, En HEilT yfiR SólARlíTið. SVAlT
noRðAn oG AuSTAnTil, En Mun MilDARA
SunnAnlAnDS.
HÖfuðBoRGARSVæðið: SÓLARGLENNuR FRAMAN
AF EN SMÁSKúRiR þEGAR LÍðuR Á DAGiNN.
ÁfRAM ÁKVEðinn VinDuR, 710 M/S, SíST
Þó SunnAn oG SuðAuSTAnlAnDS. SVAlT
noRðAn oG noRðAuSTAnTil, En HlýRRA
SyðRA.
HÖfuðBoRGARSVæðið: Að MESTu bJART
VEðuR, HæGSTæðuR ViNDuR oG HiTi ALLT Að
15 STiGuM.
læGiR oG léTTiR VíðA Til Á lAnDinu oG
HElDuR HlýnAnDi AlMEnnT Séð. Þó
ÁfRAM SVAlT oG MEð ÞoKuSuDDA Við
noRðAuSTuRSTRÖnDinA.
HÖfuðBoRGARSVæðið: HæGViðRi EðA
HAFGoLA oG SÓLRÍKT LENGST AF DAGSiNS.
Þjóðhátíðarblástur
Allar líkur eru á að það breiði vel úr flöggum
í dag, 17. júní. Vindur verður NA-stæður, en
í Reykjavík er þá oftast ágætis skjól. Síður
á þingvöllum og líkast til verður nokkur
blástur við hátíðarhöldin á Hrafnseyri. Svalt
norðan og austanlands, en mun mildara syðra.
Fullyrða má að landið sé tvískipt hvað veður
varðar. Á sunnudag eru sýnilegar
breytingar í þá veru að þá er spáð
hægum vindi á landinu og víðast
léttir til. Háþrýstisvæði virðist
ætlað að hreiðra um sig við
landið. það ætti að boða
gott!
14
8
9 8
13
14
8 7
7
12
13
11 11
9
15
Einar Sveinbjörnsson
vedurvaktin@vedurvaktin.is
Föstudagur laugardagur sunnudagurveður
Hafskipsmál enn kRafa um Rannsókn 26 áRum eftiR gjaldþRotið.
n íu mánuðum eftir að ríkissaksókn-ari hafnaði öðru sinni kröfu um opinbera rannsókn vegna meintra
brota embættismanna við rannsókn Haf-
skipsmálsins í kjölfar gjaldþrots félagsins
árið 1985 liggur málið enn óafgreitt hjá
innanríkisráðuneytinu.
Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður,
einn hinna kærðu, segir meðferð ráðu-
neytisins „fyrir neðan allar hellur“ í sam-
tali við Fréttatímann. Í skriflegum athuga-
semdum kallar hann úrskurð ráðuneytisins
frá 13. júlí 2010 „alvarlega íhlutun í störf
ákæruvaldsins í landinu og vega gróflega
að sjálfstæði þess“ og segir að hann sé
„markleysa og að engu hafandi“. Lögmenn
hæstaréttardómaranna Markúsar Sigur-
björnssonar og Gunnlaugs Claessen og
Hallvarðar Einvarðssonar
hæstaréttarlögmanns,
sem einnig eru í hópi
hinna kærðu, taka
í svipaðan streng
í athugasemdum
sínum, en þær
koma fram í bréfi
ríkissaksóknara til
innanríkisráðuneyt-
isins, frá 15. septem-
ber 2010.
Í seinni synjun ríkissaksóknara á beiðni
um rannsókn er sagt að atriði málsins geti
ekki sætti endurskoðun æðra stjórnvalds og
því sé þar með lokið.
Því er Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Hafskipsmanna og kærenda í málinu,
ósammála. „Málinu er að sjálfsögðu ekki
lokið. Það er í höndum ráðherra að ákveða
hver málsmeðferðin verður í framhaldinu.“
Ragnar segir þessa löngu óvissu slæma
fyrir alla sem að þessu koma; skjólstæðinga
hans, ráðuneytið og þá sem málið beinist að.
Ragnar H. Hall missir hins vegar ekki
svefn yfir þeim ásökunum sem að honum
beinast. „Ég lít á þessa rannsóknarbeiðni
eins og hvert annað rugl.“ -jk
Krafa um
rannsókn
á meintum
brotum
embættis-
manna í
Hafskipsmál-
inu er stopp
í innanríkis-
ráðuneytinu.
Tveir hæsta-
réttardómarar
meðal þeirra
sem hafa sætt
óafgreiddum
kærum árum
saman.
Meðferð ráðuneytisins
„fyrir neðan allar hellur“
Valtýr Sigurðs-
son, fyrrum
ríkissaksóknari,
hafnaði í tvígang
beiðni um rannsókn
á meintum brotum
embættismanna í
Hafskipsmál-
inu.
Segir Ragnar
H. Hall
hæstaréttar-
lögmaður um
úrskurð ráðu-
neytisins.
markleysa
og að engu
hafandi
8 fréttir Helgin 17.-19. júní 2011