Fréttatíminn - 27.05.2011, Blaðsíða 14
F
ranskir fréttamenn líta
nú mjög í eigin barm
og er ekki laust við
að þeir séu nokkuð
skömmustulegir. Það
hefur komið í ljós að þeir vissu
margt og mikið um þessa óviðráð-
anlegu þukláráttu fyrrverandi for-
manns Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
sem birtist í því að ef einhver kona
kom nálægt honum leituðu kruml-
urnar nánast ósjálfrátt, en þó mjög
ákveðið, í hina ýmsu líkamshluta
hennar. Og kannski vissu þeir eitt-
hvað enn verra. En þeir kusu að
þegja sem vandlegast og voru að
því leyti trúir hinni rótgrónu hefð
franskra fjölmiðlamanna að nefna
aldrei neitt sem kallast mætti
einkamál stjórnmálamanna.
Er þess nú minnst í þessu sam-
hengi að öllum fréttamönnum var
fullkunnugt um laundóttur Mitterr-
ands, en enginn nefndi hana fyrr
en hann gaf sjálfur sitt leyfi. Þessi
afstaða þótti þá sjálfsögð. Þegar
ung blaðakona skýrði frá því í
útvarpi að Strauss-Kahn hefði reynt
að nauðga henni nokkrum árum
áður, en hún hefði verið talin ofan
af því að kæra og látið sér nægja
afsökunarbeiðni, var nafn gjörn-
ingsmannsins alltaf hulið á bak við
hávaðasamt og skerandi „bíp-bíp“.
Það var ekki fyrr en Strauss-Kahn
varð formaður Alþjóða gjaldeyris-
sjóðsins að blaðamenn fóru að hafa
áhyggjur af því, en mjög svo undir
rós, hvernig honum myndi farnast
í Washington, en þá var sú ástæða
ein nefnd að þarna á bökkum Po-
tomac væru menn svo afskaplega
siðavandir. Strauss-Kahn ætti til að
ganga nokkuð langt þegar konur
ættu í hlut, og kynnu Bandaríkja-
menn að taka það óstinnt upp. Enda
leið ekki á löngu áður en hann lenti
þar í legorðsmáli sem var þó að
mestu þaggað niður.
Þagnarreglan
Einn maður braut þessa þagnar-
reglu, en það var ekki fréttamaður
heldur húmoristinn Stéphane
Yfirhylming eða samsæri
Frakkar spyrja
sjálfa sig ýmissa
spurninga í
kjölfar hand-
töku Dominique
Strauss-Kahn.
Af hverju þögðu
franskir fjöl-
miðlar um
alræmt orð-
spor hans, var
yfirhylmingin
meðvituð og
hvað gerist
næst? Einar Már
Jónsson skrifar
frá París.
Dominique
Strauss-Kahn.
Ljósmyndir/Nordic
Photos/Getty Images.
Rithöfundurinn Percy
Kemp hefur skrifað
bréf til Evrópuleið-
togans Barroso og
bent á að sögulega
hafi geldingar reynst
farsælir stjórnendur.
Í Frakklandi er leitt getum að því að
Sarkozy hafi séð sér leik á borði og
sent Strauss-Kahn til AGS í Washington
árið 2007 vitandi að þar myndi Strauss-
Kahn gera af sér einhverjar gloríur í
kvennamálum sem útilokuðu
frekari pólitískan feril.Eplaedik m/krómi
Vatnslosandi
Eykur brennslu
Jafnar blóðsykur
Dregur úr hungurtilfinningu
Örvar losun úrgangsefna
Öflug hjálp í baráttunni
við aukakílóin
Fæst í apótekum
Guillou sem kom daglega í útvarps-
stöðina France-Inter skömmu fyrir
hádegisfréttir og bullaði þá mörgu
upp úr sér. Eitt sinn í febrúar 2009,
þegar von var á Strauss-Kahn í við-
tal í beinni útsendingu, sagði hann:
„Eftir nokkrar mínútur mun
Strauss-Kahn mæta hér í útvarps-
salnum. Það er í fyrsta sinn sem
hann kemur til Frakklands eftir
ævintýri sitt með ungversku kon-
unni í Alþjóða gjaldeyrissjóðnum.
Að sjálfsögðu hafa alveg sérstakar
varúðarráðstafanir verið fyrirskip-
aðar í fréttastofunni. Allar konur
eiga að klæðast síðum klæðum,
mjög látlausum og algerlega ósexí.
Öll skúmaskot í útvarpsbygging-
unni hafa verið afgirt. Gert er ráð
fyrir fimm aðvörunarstigum, og á
síðasta stiginu eiga allar konur að
leita tafarlaust á aðrar hæðir húss-
ins. Konur eru beðnar að láta ekki
neinn ótta ná tökum á sér, allt fer
vel, það verður sett brómíð í kaffið
hans.“ Og viðstaddir skellihlógu.
Yfirhylmingin
En eftir það sem nú hefur gerst
í New York eru menn farnir að
velta því fyrir sér hvort þessi regla
franskra fréttamanna sé einhlít,
og bætist það við að bandarískir
blaðamenn hafa verið að hnýta
illilega í starfsbræður sína í Frakk-
landi: „Þið vissuð þetta allt, af
hverju sögðuð þið ekki neitt?“
Spurningin er nefnilega sú, hvar
„einkalífið“ endar og hvar tekur
við það sem
almenningur á rétt á að vita, því
það getur skipt miklu máli. Ef
maður býður sig fram til hinna
æðstu embætta, þurfa þá kjósend-
ur ekki að vita ef hann hefur ein-
hverja persónulega veikleika sem
geta verið honum til alvarlegs traf-
ala í starfi? Og svo er enn annað:
Með því að þegja stöðugt um það
stjórnleysi á kenndum sínum sem
háir Strauss-Kahn greinilega hafa
fréttamenn kannski stuðlað að því
að honum fyndist hann geta kom-
ist upp með hvað sem er, að hann
væri ekki aðeins hafinn upp fyrir
venjulega mannasiði heldur og líka
lög og rétt. Þegar Strauss-Kahn
mætti í fréttastofuna eftir pistil
húmoristans sem hann hafði heyrt
á leiðinni, varð hann æfareiður,
honum fannst þetta ekkert annað
en mannvonska. Því eru þeir jafn-
vel til sem ásaka fréttamenn í
Frakklandi fyrir að eiga sína sök
á því sem nú hefur gerst í hótel-
svítunni í New York; ef þeir hefðu
ekki hylmt svona yfir með honum,
segja þeir, hefði hann kannski séð
að sér í tíma.
Lausnin
Almenningur í Frakklandi tekur
þessu með ýmsu móti. Svo virðist
sem „samsæriskenningin“ sé út-
breidd í margvíslegum myndum,
en fleiri ásaka þó CIA en Sarkozy.
Í sumra augum er þetta allt saman
yfirnáttúrulegt: Númerið á svítu
Strauss-Kahn var 2806, og það var
einmitt 28. júní sem menn áttu að
gefa kost á sér í prófkjöri franskra
sósíalista ...
Rithöfundur einn, Percy Kemp
að nafni, velti hins vegar vanda-
málinu fyrir sér frá annarri hlið
í opnu bréfi sem hann skrifaði til
Barroso, þess sem hefur mikil völd
í Evrópusambandinu, og birtist
það í blaðinu „Libération“. Hann
tók þar fyrst dæmi af stjórnendum
sem hefðu verið á valdi ástríðna
og framið ýmis illvirki og byrjaði
á sögunni um Davíð og Betsabe.
En eftir það taldi hann upp ýmsa
menn sem hefðu hins vegar staðið
sig sérlega vel og unnið þjóð sinni
og þjóðhöfðingja mikið gagn:
víetnömsku þjóðhetjuna Ly Thuong
Kiet, býsanska flotaforingjann
Narses og þar fram eftir götunum.
Og hann spyr nú Barroso hvort
hann viti hvað það var sem þeir áttu
sameiginlegt. Það veit Evrópuleið-
toginn væntanlega ekki, og því
kemur svarið: Þessir menn voru
allir geldingar. Því leggur rithöf-
undurinn nú fram sína tillögu: Þar
sem það er afskaplega bagalegt
að menn láti besefann hlaupa með
sig í gönur þegar betra væri að
heilinn réði ferðinni, væri rétt að
þeir karlar einir fengju að bjóða
sig fram til æðstu embætta sem
sviptir væru þeim útlim sem varð
Strauss-Kahn að falli. Þetta er góð
og fornhelg lausn: Öll völd til handa
geldingunum.
14 fréttaskýring Helgin 27.-29. maí 2011