Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Síða 20

Fréttatíminn - 27.05.2011, Síða 20
ÞRÝSTIJÖFNUNAR HEILSUDÝNUR OG HEILSUKODDAR Stillanlegt og þægilegt Stillanlegir dagar í maí. 6 mánaða vaxtalausar greiðslur í boði ! www.betrabak.is • Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 0% vextir 30% afsláttur T heo er sögð gamansamt drama en Aníta lætur lítið uppi um innihald myndarinnar annað en það að hún hefst á laginu hennar sem gefur tóninn fyrir það sem koma skal. „Myndin hefur ekki verið frumsýnd en hún hefst á Grænlandi þar sem ekkert er að sjá annað en aðal- persónuna á ísilagðri auðninni,“ segir Aníta. „Þetta þróaðist svo þannig að rödd mín kemur fyrst inn og minnir á eins konar verndarengil sem vakir yfir honum og leggur með honum upp í þetta áhrifa- ríka ferðalag.“ Leikkonurnar Mira Sorvino og Dakota Jo- hnson eru í stórum hlutverkum í myndinni en sú síðarnefnda er dóttir Miami Vice-hetjunnar Dons Johnson og leikkonunnar Melanie Griffith. Auk kvennanna eru Adrian Martinez og Christopher Backus í mikilvægum hlutverkum og sjálfur Larry King er í eigin persónu í myndinni. Þá spillir varla fyrir að þótt um litla, sjálfstæða mynd sé að ræða er Hollywood-risinn James Cameron á meðal fram- leiðenda. „Ég hef aldrei spilað tónlistina mína opinberlega en ég nota hana þegar ég er að undirbúa mig fyrir senur og koma mér í karakter. Ég finn mjög sterka tilfinningalega tengingu í tónlistinni og upp úr henni koma oft alls konar nýjar hliðar á persón- unni,“ segir Aníta sem á þó ekki langt að sækja tónlistaráhugann þar sem hún er dóttir Gunnlaugs Briem, trommara Mezzoforte, og söngkonunnar Ernu Þórarinsdóttur. „Hingað til hef ég að mestu haldið tónsmíðum mínum leyndum en varla mikið lengur fyrst ég er að tala við þig,“ segir Aníta og hlær. Tónlistin er eitt af því fáa sem ég hef getað verið alveg einlæg í og þess vegna hef ég haldið henni alveg prívat fyrir sjálfa mig. Ég nota sömu aðferðir við að semja tónlist og þegar ég bý mig undir að leika og þannig hefur þetta farið mjög vel saman.“ Anita og Backus léku saman í spennutryllinum Elevator og Backus kynnti Anítu í framhaldinu fyrir Ezna Sands en hann hefur meðal annars getið sér gott orð sem handritaráðgjafi hjá ekki ómerk- ari mönnum en Tim Burton og Steven Spielberg. „Christopher sagði að ég yrði að hitta hann og það endaði með því að við fórum í hóp saman út að borða og enduðum heima að hlusta á tónlistina mína. Ég hef gert nokkuð af því að spila tónlistina mína fyrir samstarfsfólk mitt þegar við erum að kynnast og tengjast en tónlistin mín hefur aldrei farið út fyrir einhverja svona þrönga hópa.“ Ezna hreifst greinilega af tónsmíðum Anítu því hann hringdi strax daginn eftir og vildi endilega fá hana í heimsókn til þess að ræða möguleika á því að nota tónlistina í kvikmyndina Theo. „Ég er var- kár hérna úti. Ég þekkti hann eiginlega ekki neitt og tók þessu fálega til að byrja með. Maður þarf að fara varlega með heimsóknir til ókunnugra karl- manna. Hann gafst samt ekki upp og hélt áfram að hringja þangað til ég lét tilleiðast.“ Aníta heimsótti síðan leikstjórann sem lét myndina rúlla fyrir hana og hún söng titillagið með. Kannski meira í gamni en alvöru en úr varð að myndin Theo hefst á söng hennar. Aníta býr í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum, leikstjóranum og framleiðandanum Dean Paraskevopoulos. „Ég hef alveg nóg að gera hérna og er þessa dagana að byrja í tökum á rosalega spennandi gamanmynd. Maðurinn minn er einn framleiðenda en ég get lítið sagt um myndina núna. Þetta er allt frekar mikið leyndó ennþá,“ seg- ir Aníta sem er nýkomin aftur heim til Los Angeles eftir löngu tímabæra og kærkomna Íslandsheim- sókn. „Það er bara alltaf svo mikið að gera. Ef það eru ekki tökur þá er það undirbúningur. Þannig að það er sjaldan góður tími til að fara til Íslands en nú sagði ég bara hingað og ekki lengra, dreif mig og það var æðislegt. Frábært að hitta ömmu og afa, mömmu og pabba, Katrínu systur og alla,“ segir leikkonan og, nú opinberlega, tónskáldið Aníta Briem. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Í leikkonunni leynist tónskáld Hingað til hef ég að mestu haldið tónsmíðum mínum leyndum en varla mikið lengur fyrst ég er að tala við þig. Leikkonan Aníta Briem er sjálfsagt einna þekktust fyrir leik sinn í ævintýrastórmyndinni Journey to the Center of the Earth á móti Brendan Frasier. Aníta er einnig tónskáld en hefur hingað til haldið tónsmíðum sínum að mestu fyrir sjálfa sig. Eftir að leikstjórinn Ezna Sands þrábað hana um að syngja lag eftir sjálfa sig í kvikmyndinni Theo lét hún tilleiðast og er að koma út úr skápnum sem tónskáld. Aníta Briem segist geta verið fullkomlega einlæg í tónsmíðum sínum sem hjálpa henni bæði að undirbúa sig fyrir hlutverk og að tengjast fólki. 20 viðtal Helgin 27.-29. maí 2011

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.