Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 37
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Rafrænni atkvæðagreiðslu um kjarasamning VR og FA, Félags atvinnurekenda,
lýkur kl. 12:00 á hádegi 3. júní.
Nánari upplýsingar og aðgangur að atkvæðaseðli á vef VR, www.vr.is
Kjörstjórn VR
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Mundu eftir
að kjósa
Dagskrá:
Euraxess starfatorg www.euraxess.is
Helga Rún Viktorsdóttir, sérfræðingur hjá Rannís
Erlendir starfsmenn á Íslandi
Sophie Froment, mannauðsstjóri CCP
START rannsóknarstöðustyrkir
Eiríkur Stephensen sérfræðingur hjá Rannís
Hvernig er að starfa sem erlendur vísindamaður á Íslandi?
Heidi Pardoe, rannsóknastöðustyrkþegi hjá Rannsóknasjóði
Veitingar í boði í fundarlok
Laugavegi 13, 101 Reykjavík
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
g
ra
fí
s
k
h
ö
n
n
u
ní dag!
Á sunnudag varpa sex lista-menn frá Íslandi og Þýska-
landi nýju ljósi á Íslendingasög-
urnar með ljóðum, tónum og
uppistandi. Hér leiða saman hesta
sína þau Nora Gomringer, Bas
Böttcher, Finn-Ole Heinrich,
Ugla Egilsdóttir, Bergur Ebbi
Benediktsson og Dóri DNA.
Hópurinn ferðaðist um Ísland
síðastliðið vor til þess að kynna
sér uppruna og umhverfi Íslend-
ingasagna, las sér til og ræddi
við rithöfunda og fræðimenn um
íslenskan sagnaarf. Af þeirri ferð
spratt upp verk í anda
fornsagna og upp-
lifunar listafólksins
af landi og þjóð. Í
verkinu ægir saman
listgreinum; tónlist,
ljóðaflutningi og
uppistandi svo að úr
verður frumlegt og
spennandi verk sem
birtir Íslendingasög-
ur í nýju og óvæntu
ljósi. Verkið er öðrum þræði tíma-
bær skuggsjá sem verður íslensku
þjóðinni hvatning, uppörvun og
skemmtun.
Sýnt í Tjarnarbíói á sunnudags-
kvöld klukkan 20.
listahÁtíð Áflog bænda
Leikur að Íslendingasögum
Listahátíð heldur áfram á
fullu um helgina og ungir
sem aldnir ættu flestir
að geta fundið eitthvað
við sitt hæfi. Franska
leikhúsið Théâtre du Petit
Miroir býður til að mynda
upp á barnasýninguna
Rebbasögu (Le Roman
de Renart). Þar er sótt í
miðaldasöguna um refinn
Renart sem beitir hin
dýrin ýmsum klækjum til
þess að komast af.
Sýningin er byggð á
kínverskri skuggaleikhús-
hefð og í henni er notast
við brúður og tónlist til
þess að miðla sögunni til
áhorfenda.
Síðan sýningin var
frumsýnd í Taílandi árið
1993 hefur hún ferðast
um Frakkland og ríflega
fjörutíu önnur lönd og
verið flutt á fjölda tungu-
mála. Vigdís Gunnars-
dóttir og Þór Tulinius ljá
að þessu sinni dýrunum
í sýningunni raddir sínar.
Friðrik Rafnsson þýddi
textann en Sölvi Björn
Sigurðsson snaraði
söngtextunum. Sýnt í
Tjarnarbíói á laugardag-
inn klukkan 14 og 17.
listahÁtíð skuggaleikur renarts
Rebbi reddar sér
l istakonan Louise Bourgeois var 98 ára þegar hún lést á liðnu vori. Listasafn Íslands opnar í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20 fyrstu stóru
sýninguna á verkum hennar hér á landi. KONA/
FEMME er yfirgripsmikil sýning yfir fjölbreyttan
feril þessarar fjölhæfu listakonu sem var síður en svo
einhæf í list sinni en á sýningunni gefur að líta mál-
verk, höggmyndir, teikningar, grafík og innsetning-
ar, frá 1946 til 2008.
Louise Bourgeois er talin ein af fremstu listamönn-
um ofanverðrar 20. aldar Hún fæddist í París og flutti
til New York 1938 þar sem hún bjó og starfaði alla
ævi. Hún varð bandarískur ríkisborgari árið 1955.
Bourgeois hóf feril sinn sem listmálari en sneri sér
að höggmyndalist í stríðslok. Elstu viðarhöggmyndir
hennar, oddmjóar að neðanverðu og festar beint á
gólfið án stöpuls, urðu meðal fyrstu umhverfisinn-
setninga í New York. Í gallerísalnum gekk áhorfand-
inn innan um höggmyndirnar líkt og í samkvæmi.
Þær voru einar og sér eða hópað saman.
Snemma á sjöunda áratugnum hvarf Bourgeois
frá tréskurðinum og tók í staðinn til við að móta
völundarsmíð úr fljótandi gifsi, latexi og trjákvoðu.
Sérkennileg verk hennar hlutu ekki alþjóðlega
viðurkenningu fyrr en Nútímalistasafnið í New York
skipulagði yfirlitssýningu á list hennar 1982.
Á KONA/FEMME í Listasafni Íslands er innsetn-
ing hennar CELL (BLACK DAYS), frá 2006, sem nú
er sýnd í fyrsta sinn. Samanlagt munu 28 verk eftir
Louise Bourgeois prýða sýningu á höggmyndum,
málverkum, teikningum og veflist. Þau eru úr fórum
einkasafns Ursulu Hauser í Sviss, Hauser & Wirth,
Louise Bourgeois Trust í New York og öðrum einka-
söfnum.
listasafn íslands louise bourgeois
Rebbi deyr ekki ráðalaus
og platar hin dýrin sér til
framdráttar.
Louise Bourgeois, Klefi (Svartir dagar), 2006 © Louise Bourgeois Trust. Með leyfi
Hauser & Wirth and Cheim and Read. Ljósmynd: Christopher Burke.
Konan og
Louise
Sérkennileg
verk hennar
hlutu ekki
alþjóðlega
viðurkenn-
ingu fyrr
en Nútíma-
listasafnið
í New York
skipulagði
yfirlits-
sýningu á
list hennar
1982.
Hópurinn leikur sér með Íslendingasögurnar.
listahátíð 29 Helgin 27.-29. maí 2011