Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 54

Fréttatíminn - 27.05.2011, Page 54
46 tíska Helgin 27.-29. maí 2011 Sækjumst eftir sam- þykki kynsystra Það er eins og samfélagið setji þær reglur og kröfur að við þurfum að eiga mikið af öllu. Mikið af buxum, skóm, bolum og yfirhöfnum. Við reynum að passa okkur að klæðast ekki sömu flíkinni tvo daga í röð. Viljum ekki að aðrir fari að tala um okkur. Tali um okkur eins og við eigum ekki ný, flott föt sem eru samkvæmt nýjustu tísku. Þess vegna finnst okkur við þurfa að eiga mikið af öllu. Ég hef oft orðið vitni að því þegar stelpur segja: „Af hverju þurfti ég að hitta hana einmitt í dag. Síðast þegar ég hitti hana var ég í sömu fötunum.“ Og takið eftir því – hana. Þegar stelpur klæða sig, til dæmis fyrir skemmt- analífið, velja þær yfirleitt ekki flík- urnar til þess að tæla hitt kynið. Þær klæða sig upp til að vera samþykktar af kynsystrum sínum. Passa sig að klæða sig rétt samkvæmt reglum samfélagsins og vonast eftir því að falla í fjöldann. Samkvæmt minni kenningu eru það þó aðeins við sjálfar sem tökum eftir og pælum í hvort við göngum í sömu fötunum tvo daga í röð. Hverjum er ekki sama þótt við notum eina flík meira heldur en aðra. Og ef það vill svo til að þú sért manneskja sem aðrir tala um; af hverju ætti þér ekki að vera sama hvað öðrum finnst? Vertu sjálfri þér trú, kauptu föt sem þér líður vel í og láttu baktalið og gagnrýnina sem vind sem eyrun þjóta. Vandamálið liggur ekki hjá þér. Viktor Breki Óskarsson er 22 ára og starfar hjá World Class. Áhugamál hans eru golf, fótbolti og líkamsrækt. „Undanfarið hef ég keypt fötin mín erlend- is, í Zöru, H&M, Urban Outfitters og fleiri algengum verslunum. Uppáhaldsbúðin mín er þó klárlega All Saints; flott föt sem oft eru öðruvísi. Fötin sem ég kaupi eru blanda af mörgu sem ég set saman í minn persónulega stíl. Miklar andstæður finnst mér töff: fínir jakkar – snjáðar buxur og fleira. Ég er mikið í núinu, klæðist því sem mér dettur í hug. Ég er svolítið eins og fótboltamaðurinn David Beckham, með sams konar fatastíl og líferni.“ Miklar andstæður eru flottar 5 dagar dress tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar Þriðjudagur Skór: Nike Buxur: Cheap Monday Bolur: Urban Outfitters Peysa: Hollister Jakki: Revolution Mánudagur Skór: H&M Buxur: Acne Skyrta: Levi’s Peysa: Diesel Jakki: Diesel Miðvikudagur Skór: Hudson Buxur: Diesel Bolur: G-star Peysa: H&M Jakki: Junk De Luxe Föstudagur Skór: Jónsson Buxur: Mao Skyrta: Bruuns Bazaar Vesti: Zara Bindi: Marco Gleraugu: Tiger of Sweeden Úr: Dolce & Gabana Belti: Calvin Klein Fimmtudagur Skór: All Saints Buxur: Diesel Bolur: H&M Skyrta: Zara Úr: Casio Taska: Forever 21 Gleraugu: Ray Ban Tískurisinn Top- shop hefur sent frá sér nýjustu fatalínuna sína, Urban Traveler Collection, sem er sérhönnuð fyrir sumarið. Inn- blástur línunnar kemur frá Mar- okkó, Indlandi og Mið-Ameríku þar sem mynstraðar flíkur eru í fyrir- rúmi. Hönnuðum línunnar fannst vanta föt sem Mynstraðar flíkur fyrir ferðalögin Alexa Chung virt í tískuheiminum Breska tískudrósin og þáttastjórn- andinn Alexa Chung hefur skapað sér stórt nafn innan tískuheimsins og mun prýða tvær Vogue-forsíður núna í júní, því breska og kóreska. Það er ekki oft sem sama manneskjan prýðir tvær forsíður á sama blaði, í sama mánuði, og það er greinilegt merki um að Chung er orðin virt innan tískubransans. Hún hefur einu sinni áður setið fyrir hjá Vogue og var það í mars í fyrra, einnig hjá breska tímaritinu. hentuðu vel fyrir útihátíðir og ferðalög í sumar og hefst salan á næstu dögum bæði í Bretlandi og á Topshop.com. Við Íslendingar fáum einnig að njóta góðs af línunni því vel valdar flíkur úr henni koma í verslanir hér á landi. Undirfatalína Beckhams Fótboltastjarnan David Beckham hefur trúlega ekki þolað alla þá athygli sem konan hans, Victoria, hefur fengið frá tískuheiminum síðustu mánuði og ætlar nú að hefja sinn eigin tískuferil. Hann fékk í lið með sér fram- kvæmdarstjórann Simon Fuller sem hefur hjálpað Victoriu mikið gegnum tíðina og munu þeir saman hanna undirfatalínu fyrir karlmenn. Sjálfur hefur David verið andlit undirfatalínu tísku- fyrirtækisins Armani og segir hann hugmyndina að nýrri línu hafa fæðst þar. Einnig mun nýr ilmur frá kappanum koma í sölu í september og fékk konan hans að skipta sér mikið af þeirri hönnun. www.noatun.is Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn Nýttu þér nóttina í Nóatúni

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.