Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.05.2011, Side 59

Fréttatíminn - 27.05.2011, Side 59
 Plötuhorn Dr. Gunna Eyfi 50 ... ykkur syng ég mína söngva  Eyjólfur Kristjánsson Margfaldur Eyfi Eyfi varð fimmtugur í apríl og fagnar því glæsilega: spilar á 50 tónleikum um land allt og gefur út þennan þrefalda diskapakka með 50 lögum sem hann hefur sungið og samið (í flestum tilvikum). Eyfi er miklu betri lagahöfundur en maður hefur gefið honum kredit fyrir, líklega vegna þess að mikið af tónlistinni hans kom til framkvæmda á sándlega niðurlægingartímabilinu 1988- 1994 og ber þess dauðhreins- að vitni. Stundum er lífrænna sánd á lögunum og fjarlægi maður lyftu-sándið í huganum blasa oftast við verulega flott popplög. Í þykkum bæklingi eru textar, myndir og ágætt ferilsyfirlit. Splæst hefði mátt í diskógrafíu fyrir nördana, en í heildina litið er þetta hinn fínasta pakki frá stórpoppara sem er ekki allur þar sem hann er séður. Born this Way  Lady GaGa Lafðin lafir í hásætinu Með algjörlega frábærum popplögum eins og Poker Face og Bad Romance hlammaði Lady GaGa sér í hásæti poppsins. Það skiptir þó engu hvað hún glennir sig eða er í fríkuðum múnderingum; ef hún er ekki með góð lög til að bakka upp fyrir- ferðina mun hún þurfa að hörfa úr sætinu. Eitthvað mun hún þó lafa þar enn, því þótt ekkert á þessari annarri plötu hennar sé jafn æðislegt og það æðis- legasta sem hún hefur gert, er hér alveg hellingur af ágætis nútímapoppi. Platan er tröllaukin. Meira en klukkutími af músík en flest lögin svipuð, ýkt hressileg með búmmbúmm-takti og sykursætum gusu-við- lögum. Dálítið yfirþyrmandi og einsleitt, en gott í minni skömmtum. Helgin 27.-29. maí 2011 arabian horse  GusGus Besta plata GusGus! Gusarar hafa ekki alltaf vitað í hvorn fótinn þeir ættu að stíga. Stundum verið popp, stundum rafmagnað taktatorf. Nú – eftir langt ferðalag – koma þessir hlutar saman í saumlausa og sterka heild; fágað og heillandi taktpopp með sál, sem ég get ekki ímyndað mér annað en að muni blakta í sumar. Öll lögin (nema hið óvænta opnunarlag Selfoss og lokalagið) eru sungin af Daníel, Urði eða Högna úr Hjaltalín, saman eða sitt í hvoru lagi. Það gera þau stormandi vel. Stephan og Birgir, hinn eiginlegi kjarni sveitarinnar, eru orðnir gríðarlega leiknir í að búa til ofursvala tónlist með rafdótinu (aðallega á einhver þýsk galdratól, sem mátti sjá á sviðinu í Hörpu á opnunargigginu þar), en virkilega smart álegg dettur inn í formi lífrænna aukahljóðfæra. Þar eru fagmennirnir Samúel Jón Samúelsson með safaríka strengi og Davíð Þór Jónsson með alls konar að gera góða hluti. Það er óvenjulegt að hljómsveitir komi með sína bestu plötu þegar plata númer átta skríður í rekkana, en það er einmitt það sem nú hefur gerst hjá GusGus. Þetta er klárlega besta platan þeirra, fnæsandi gullfallegur gæðingur, langfremstur á skeiðvellinum. Mygluostur, rauðvín og GusGus – þetta verður bara betra með aldrinum! Náttúru- og umhverfisfræði skógfræði og laNdgræðsla umhverfisskipulag háskóli lífs og lands hægt er að stunda nám til Bs- prófs á fimm náms- brautum við lbhÍ: Búvísindum, hestafræði, náttúru- og umhverfisfræði, skógfræði/landgræðslu og umhverfis- skipulagi (fornám að landslagsarkitektúr). miðstöð háskólanámsins er á hvanneyri í Borgarfirði. Nemendagarðar á hvanneyri bjóða einstaklings herbergi, einstaklingsíbúðir og tveggja til fjögurra herbergja íbúðir. allar upplýsingar um verð og stærð húsnæðis á vegum garðanna eru á heimasíðu Nemenda garða. félagslíf nem- enda er með miklum ágætum, en því stýrir stjórn Nemendafélags landbúnaða- háskóla Íslands. kyNNtu þér Bs Nám við laNdBúNaðarháskóla ÍslaNds. á heimasÍðu skólaNs - www.lBhi.is - fiNNur þú greiNagóðar upplýsiNgar um Námið. sÍmiNN er 433 5000 BúvÍsiNdi hestafræði umsóknarfrestur um háskólanám er til 4. júní.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.