Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 10

Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 10
Laaaaaaaaaangbestar? Mörgum finnst Superfries vera laaaangbestu frönskurnar og þær eru nú betri en nokkru sinni áður. Sérvaldar kartöflur, steiktar í repjuolíu og kryddaðar með sjávarsalti. Prófaðu núna! Engeyjarættin Engeyingarnir rísa hæst eftir að völd Thorsaranna dvína en veldið stóð hæst þegar bræðurnir Bjarni, Sveinn og Pétur Benediktssynir réðu ríkjum. Thorsararnir Koma fram snemma á 20. öld en í raun fjarar undan veldi þeirra þegar Ólafur Thors deyr árið 1965 (Björgólfs- feðgar eru úr þessari ætt). H. Ben fjölskyldan Mjög öflug ætt en þar var öflugastur Geir Hallgrímsson forsætisráðherra og borgarstjóri. Hann var einnig for- stjóri H. Ben. Garðars Gíslasonar fjölskyldan Stórkaupmaðurinn Garðar Gíslason átti stóran hlut í Morgunblaðinu og varð mjög valdamikill. Ólafs Johnson fjölskyldan Þræðir fjölskyldu Ólafs Johnson lágu víða og voru oft tengdir Garðari Gíslasyni en báðir áttu stóran hlut í Morgunblaðinu. Ingvars Vilhjálmssonar fjölskyldan Þegar útgerðin varð svo mikilvægur hluti íslensks samfélags urðu stórir útgerðarmenn eins og Ingvar Vilhjálmsson valdamiklir. F jölskyldurnar fjórtán voru frekar hugtak um ættar-veldin á Íslandi en tilvísun í ákveðnar ættir,“ segir Guðmundur Magnússon, höfundur nýrrar bókar, Íslensku ættarveldin, sem kom út á dögunum og fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um ís- lensk ættarveldi frá upphafi. „Hugtakið fjölskyldurnar fjórtán á ættir sínar að rekja til El Salvador en þar voru í raun fjórtán fjölskyldur sem áttu flestar eignir í landinu. Þetta var svo yfirfært til Íslands,“ segir Guðmundur sem fann út við rannsóknir fyrir sína bók að þetta hugtak sem varð til á níunda áratugnum var ekki nákvæmt því í raun má miklu frekar tala um fimm eða sex fjöl- skyldur eins og nefnt er hér í kassa til hliðar. Samfelld saga ættarvelda „Það sem ég reyni að sýna í þess- ari bók er að ættarveldin eiga sér samfellda sögu hér á landi. Þetta er engin nýlunda og var það heldur ekki á tuttugustu öld,“ segir Guð- mundur sem rekur sögu valda- mikilla ætta frá upphafi en hann segir einnig gaman að geta þess að lengst af var ættfræði einungis fyrir hina valdamiklu. Á tuttug- Fjölskyldurnar fjórtán voru aldrei fjórtán ustu öld breytist það og almenn- ingur fer að rekja ættir sínar. Áður voru ættartölur fyrir höfðingja svo þeir gætu sýnt fram á að þeir væru komnir af höfðingjum. „Auðvitað verða svo miklar breytingar á 19. og 20. öld. Þá fara að koma fram einstaklingar sem urðu miklir foringjar án þess að vera af sérstökum ættum. Eins og til dæmis Jón Sigurðsson, Jónas frá Hriflu og Halldór Laxness, svo ein- hverjir séu nefndir. Þessir menn höfðu mikil áhrif á samfélagið og hrærðu upp í því.“ Engar ættir í dag Guðmundur segir að Thorsararnir megi teljast voldugasta ættin á síð- ustu öld. Fleiri ættir gera samt til- kall til að fá að vera á svona listum eins og Briem-ættin sem átti lengi mjög marga fulltrúa á þingi og í ríkisstjórnum. „Staðan í dag, eins og ég met hana, er að það urðu miklar breyt- ingar á íslensku samfélagi með auknu frjálsræði á tíunda áratugn- um. Kolkrabbinn svokallaði, „fjöl- skyldurnar fjórtán“, hverfur og ungir og öflugir athafnamenn taka við. Mikið til lítil fjölskylduveldi, eins og Bakkavararbræður, Björg- ólfsfeðgar eða Bónusfeðgar. Með hruninu hrynja þessi nýju veldi og það merkilega við stöðu dagsins í dag er að það eru engin svona ættarveldi. Minnsta kosti er ekki hægt að greina þau og það hefur bara ekki gerst áður á Íslandi því hér hefur ætterni og fjölskylda alltaf skipt miklu máli. Hvort þetta á eftir að breytast aftur á næstu árum verður að koma í ljós,“ segir Guðmundur. Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is Guðmundur Magnússon segir ættarveldi hafa fylgt Íslendingum frá upphafi. Nú er hinsvegar komin sú skrítna staða, eftir hrun, að ekki er hægt að greina neinar valdamiklar ættir á Íslandi. Það merki- lega við stöðu dags- ins í dag er að það eru engin svona ættarveldi. Guðmundur Magnússon: „Fjölskyldurnar fjórtán voru frekar hugtak um ættarveldin á Íslandi en tilvísun í ákveðnar ættir.“ FjölSkyldurnar SEx 10 viðtal Helgin 2.-4. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.