Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 16

Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 16
www.forlagid.is – alvöru bókaverslun á netinu Strandir er safn meitlaðra ljóða eftir Gerði Kristnýju sem hlaut Íslensku bók- menntaverðlaunin fyrir síðustu ljóðabók sína, Blóðhófni. „Sterk, meitluð, falleg og listilega ort ljóð sem undirstrika enn stöðu Gerðar Kristnýjar sem eins okkar fremsta ljóðskálds.“ F r iðr iK a Be nón ýsdó t t ir / F r ét ta Bl a ðið bbbb Útgáfuteiti aldarinnar! Fögnum Sögu dægurtónlistar á Íslandi eftir Dr. Gunna. Bókabúð Máls & menningar, Laugavegi. Föstudaginn 2. nóv. kl. 18:00. Veitingar! Stuðrantur á tilboði! 7 landsþekktir leyni gestir! sogurutgafa.is „Rannsóknir sýna að uppeldisaðferðir skipta veru- legu máli þegar horft er til þeirra sem ljúka námi í framhaldsskólum. Sýnt hefur verið fram á að börn á heimilum þar sem notað er svokallað leiðandi uppeldi ljúka fremur námi,“ segir Kristjana Stella Blöndal, lektor í starfs- og námsráðgjöf við Há- skóla Íslands. Hvergi í heiminum er meira brottfall úr framhaldsskólum en á Íslandi þar sem fjögur af hverjum tíu ungmennum hafa ekki lokið framhalds- skólanámi við 24 ára aldur. „Leiðandi uppeldi er uppeldisaðferð þar sem agi er viðhafður og kröfur gerðar til barnsins í samræmi við þroska þess en um leið er mikill tilfinningalegur stuðningur og hlustað er á skoðanir barnsins. „Því meira sem viðhaft er af leiðandi uppeldi því líklegra er að ungmenni ljúki framhaldsskólanámi,“ segir Kristjana Stella. Aðrar uppeldisaðferðir eru skipandi, þar sem mikill agi er viðhafður en lítil hlýja og stuðningur, eftirlátt uppeldi, þar sem mikill stuðningur en lítill agi, og svo loks afskiptaleysi, þar sem foreldrar fylgj- ast ekki mikið með því hvað börnin taka sér fyrir hendur og sýna ekki mikinn tilfinningalegan stuðn- ing. „Það er sá hópur sem kemur alltaf hvað verst út í öllum mælingum,“ bendir Kristjana Stella á. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að börn og ung- lingar foreldra sem beita ákveðnum aðferðum í uppeldi, svokölluðum leiðandi uppeldisháttum, sýna síður merki um þunglyndi, kvíða og áhættu- hegðun, svo sem vímuefnaneyslu og afbrotahneigð. Leiðandi uppeldi ýtir jafnframt undir þroska, virkni, sjálfstæði, sjálfsaga og sjálfstraust hjá börnum og unglingum. Það sem einkennir leiðandi foreldra er að þeir krefjast þroskaðrar hegðunar af börnum sínum og unglingum, sýna mikla umhyggju en setja um leið skýr mörk. Jafn- framt eru samræður foreldra og barna og unglinga mikilvægur þáttur þar sem for- eldrar og börn ræða sjónarmið sín og hug- myndir. Foreldrar geta haft áhrif á skuldbind- ingu Skuldbinding gagnvart námi er jafnframt lykilhugtak þegar kemur að því að meta líkurnar á því að barn ljúki framhalds- skólanámi. „Skuldbinding gagnvart námi minnkar með aldrinum en eftir því sem unglingar sýna meiri skuldbindingu við 14 ára aldurinn því líklegra er að þeir ljúki framhaldsskólanámi,“ segir Kristjana Stella. Hún segir að foreldrar geti haft mikil áhrif á unglingsárunum með því að styðja við börnin sín í námi. „Fyrri námsárangur er stærsti einstaki þátturinn hvað varðar brottfall. Nem- endur með hæstu einkunnirnar eru líklegastir til að ljúka framhaldsskólanámi og þeir líklegastir til að hætta sem eru með lægstu einkunnirnar. Því fannst mér forvitnilegt að skoða ástæðurnar fyrir því að góðir námsmenn hætta námi og einnig ástæðurnar fyrir því hvers vegna slakir námsmenn ljúka námi eða hætta,“ segir Kristjana Stella. „Í ljós kom að óháð félagslegri og efnahagslegri stöðu og hve vel þau standa sig í námi þá ýtir leiðandi upp- eldi undir skuldbindingu og dregur úr líkunum á að þau hætti í námi,“ segir Kristjana Stella. Börn í miðjuhópnum hvað varðar einkunnir eru líklegri til að ljúka framhaldsskólanámi fái þau stuðning foreldra til þess í gegnum leiðandi uppeldi. „Aðalatriðið virðist því vera að foreldrar virki börn sín og að þau fái hjálp við að velja markvissar,“ segir hún. Kristjana Stella segir að ungmenni hætti ekki námi fyrr en að loknu löngu ferli. „Börn koma öll brosandi í sex ára bekk en hjá sumum fjarar undan áhug- anum með árunum. Þetta er langt ferli en ef þetta er ferli þá er líka hægt að snúa því við,“ segir hún. vegna tekst ekki að bregðast við því? „Leiðirnar frá stefnumótun í framkvæmd eru svo langar á meðan framhaldsskólarnir eru á ábyrgð ríkisins. Áhyggjur ríkisins eru aldrei jafnmiklar og áhyggjur sveitarfélaganna, sem annast nær- þjónustu við íbúa. Sveitarfélögin geta brugðist mun fljótar við en ríkið, við vitum það af reynslu okk- ar við yfirfærslu grunnskólanna frá ríki til sveitarfélaga árið 1996. Þá höfðu grunnskólarnir verið sveltir í mörg ár og það varð algjör bylting í grunnskólastarfinu eftir að sveitarfélögin tóku við þeim. Það mun líka gerast í framhalds- skólunum,“ segir Gunnar. „Allt sem heitir persónulegur stuðningur og eftirlit og eftirfylgni og persónuleg tengsl skipta máli í að minnka brottfall. Það þarf að leggja vinnu í þann þátt og sveitar- félögin eru betur í stakk búin til þess en ríkið,“ segir hann. Margréti Pálu dreymir um að tengja saman unglingastig grunn- skólans og framhaldsskólann „Ég vil að unglingastig grunn- skólans sé samtengt framhalds- skólastiginu og þau skarist. Börn byrja fimm ára í Hjallastefnunni, ég myndi vilja útskrifa börn úr framhaldsskóla 18 ára, þegar þau eru orðin sjálfráða,“ segir Margrét Pála. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  viðtal Kristjana stella Blöndal Uppeldisaðferðir skipta höfuðmáli Börn koma öll brosandi í sex ára bekk en hjá sumum fjarar undan áhuganum með ár- unum. Kristjana Stella Blöndal, lektor í starfs- og námsráðgjöf við Háskóla Íslands. Gunnar Einarsson „Allt sem heitir persónulegur stuðningur og eftirlit og eftirfylgni og persónuleg tengsl skipta máli í að minnka brottfall“. með Retina skjá Nýr og öugri er lentur iPad 4 16 úttekt Helgin 2.-4. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.