Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 20

Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 20
Leyfi frá störfum vegna ásakana Guðmundur Örn Jóhannsson, framkvæmda- stjóri Landsbjargar, óskaði eftir leyfi frá störfum í kjölfar birtingar Youtube-myndbands um meint peningaþvætti og gjaldeyrisbrask. Ákvörðun framkvæmdastjórans var tekin með hagsmuni Lands- bjargar að leiðarljósi svo málið hefði hvorki áhrif á starfsemi félagsins né mikil- væga fjáröflun – enda hefur komið fram að málið tengist á engan hátt Slysavarnafélaginu Landsbjörg.  Vikan sem Var Hannesi brugðið Þessi orð eru ótrúleg, ekki síst þegar þau koma frá embættismanni, sem stjórnar áhrifamiklum fjölmiðli og hefur lögbundnar skyldur til að gæta í hvívetna óhlutdrægni og sanngirni. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson kom félaga sínum Davíð Oddssyni, Moggaritstjóra, til varnar eftir að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, sendi þeim síðarnefnda ískaldar kveðjur. Tveggja heima sýn Þetta er bara ávísun á fangelsispláss þegar menn haga sér svona. Mér finnst þetta nú ekki spennandi heimur. Jón sá er jafnan er nefndur stóri gaf Óskari Jónassyni, höfundi Pressu, góð ráð um hvernig kaupin gerast á glæpa- eyrinni en finnst krimmarnir í Pressu ekki alveg í samræmi við veruleika íslenskra undirheima. Sjúklegt ástand Ég var eiginlega útbrunninn eftir ár í starfi. Ég var nýútskrifaður læknir og allt spennandi og svona, svo var maður bara búinn að fá ógeð. Læknir sem ekki vill koma fram undir nafni sagði DV frá því að undirmönnun og ömurlegar aðstæður væru að gera lækna bilaða. Að baki hverjum manni er kona Og auðvitað felst engin „kven- fyrirlitning“ í þeirri stað- hæfingu minni að Jón Ásgeir eigi, ráði og reki í raun 365. Páll Magnússon, út- varpsstjóri, kom við kaunin á fleirum en Hannesi Hólmsteini með skrifum sínum og þurfti að svara Ara Edwald, forstjóra 365, sem vændi Pál um stæka kvenfyrir- litningu með því að kalla Jón Ásgeir Jóhannesson eiganda 365 en fjölmiðla- risinn er að meirihluta í eigu eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur. Norn ver tján- ingarfrelsi Ég er oft ósam- mála Hildi Lilliendahl en ég virði tjáningar- frelsi hennar. Eva Hauksdóttir, norn og bloggari, mótmælti harðlega að femínistanum Hildi Lilliendahl skyldi vísað af Facebook í 30 daga. Spákona sækir fram En einnig fólk sem kann að meta ákveðni og innsæi mitt fyrir hrun og það hvernig ég átti auðvelt með að skil- greina samfélagið. Athafnakonan Jónína Benedikts- dóttir er komin á kaf í stjórnmálin og færir rök fyrir því hvers vegna hún er verðug fyrsta sætis Fram- sóknarflokksins í öðru Reykjavíkurkjör- dæmanna. Klámkynslóð á skólabekk Upprennandi karlrembur í MS gera hallærismyndband í tilefni 85 vikunnar sem er þeim og skólanum þeirra til hreinnar skammar. Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholti, brást harkalega við klámfengnu myndbandi sem nemendur í MS settu hróðugir á vefinn. Lífsreynsla og samkennd – orrustur og stríð Að bera óttann ofurliði Ö ll höfum við orðið fyrir mótlæti í lífinu. Mismiklu, reyndar, en öll einhverju. Mótlætið felst stundum í átökum við aðstæður og óvænta atburði. Tilfinn- ingastríði sem virðist ómögulegt að sjá fyrir endann á meðan á því stendur. Stríðið sem við heyjum breytir okkur. Við verðum sterkari. Við stækkum. Við verðum betri manneskjur. Við öðlumst reynslu sem við höfðum ekki áður en reynslan gerir okkur kleift að finna sannar til með þeim sem ganga í gegnum svipaða hluti. Við öðlumst samkennd. Kínverskt máltæki segir að heilbrigður maður eigi margar óskir en veikur maður aðeins eina. Hið sama á við um fólk sem stendur í miðju stríði eða hefur nýlokið enn einni barátt- unni og veit ef til vill aldrei hvenær hin næsta verður háð. Það eina sem skiptir þá máli er að lifa af í aðstæðunum. En þegar aðstæður eru orðnar bærilegar tekur óttinn völd. Óttinn við að erfið- leikarnir komi upp að nýju. Sigurinn felst í því að sigrast á ótt- anum. Að leyfa honum ekki að herða tökin og halda manni í heljargreip- um. Því óttinn lamar. Þau ykkar sem hafa misst ástvin hafa öðlast skilning á sorginni. Þau sem hafa reynt þunglyndi þekkja lamandi svartnættið. Þau sem hafa upplifað veikindi hafa horfst í augu við endalok sín. Og öllu fylgir óttinn. Óttinn við sorgina, svartnættið og endalokin. Óttinn við að stríðið breytist í orr- ustu og því sé ekki lokið. Að því ljúki aldrei. Orrusturnar verði æ fleiri og stríðið sjálft verði opið í annan endann. Til þess að bera óttann ofurliði þarf að sigrast á honum, horfast í augu við hann, hafa hann undir. Það þarf að læra á hann. Hvenær hann birtist. Og hvernig hafa má hann undir. Börn aðstandenda fólks með geð- sjúkdóma og börn alkóhólista búa við stöðugan ótta. Foreldrarnir gera það hugsanlega líka. Hulda Dóra Styrmisdóttir skrifaði eftirmála í bók föður síns, Ómunatíð, sem kom út í fyrra og fjallar um geðveiki móður Huldu, Sigrúnar Finnbogadóttur, þar sem hún segir að hinn undir- liggjandi, nánast stöðugi ótti sé enn einn fylgifiskur þess að vera að- standandi einstaklings með alvarlega geðröskun. Sem barn hafi óttinn snúist að viðbrögðum móður hennar á veikindatímabilinu – „þau gátu verið ofsafengin og óútreiknanleg“. En eftir að hún varð fullorðin birtist óttinn í hræðslu við að verða sjálf veik og svo seinna að börnin hennar yrðu það. „Ég hef tekist á við óttann vegna barnanna minna, m.a. með því að leggja mig fram um að búa þeim öruggt umhverfi, umvafið ást og kær- leika,“ segir Hulda Dóra. Hún tókst á við óttann. Óttinn minn felst í því að missa börnin mín. Reynsla mín hefur kennt mér að svo getur gerst. Ég er ekki hrædd við þunglyndið mitt þótt ég hafi hræðst hugsanir mínar í erfið- ustu orrustunum. Ég veit að ég mun alltaf hafa betur í stríðinu við þung- lyndið, svo vel þekki ég það í dag. Hinn óttinn er óviðráðanlegri. Sá er hluti af lífinu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is sjónarhóll Leikstýrir sjónvarpsþætti fyrir HBO Bandaríska sjónvarpsstöðin HBO hefur staðfest að Baltasar Kormákur muni leikstýra prufuþætti fyrir sjónvarpsþáttaröðina The Missionary sem Mark Wahlberg framleiðir. Wahlberg hefur framleitt vinsæla sjón- varpsþætti að undanförnu, meðal annars Entourage og Boardwalk Empire. Baltasar og Wahlberg hafa áður gert kvikmyndirnar Contraband og síðast 2 Guns sem verður frumsýnd í ágúst á næsta ári. Góð vikA fyrir Baltasar Kormák leikstjóra Slæm vikA fyrir Guðmund Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóra Landsbjargar Til þess að bera óttann ofurliði þarf að sigrast á honum, horfast í augu við hann, hafa hann undir. 20 fréttir Helgin 2.-4. nóvember 2012 vikunnar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.