Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 24
 Bækur Arnaldar Indriðasonar á 990 kr. Mýrin (Rafbók) Grafarþögn (Rafbók) Furðustrandir (Hljóðbók) Ingvar E. Sigurðsson les Einvígið (Raf- og hljóðbók) Ingvar E. Sigurðsson les ...að auki erlendar útgáfur L ögregluaðgerðin sem kölluð var Pólstjarnan var umfangsmikið samstarfsverkefni fíkniefnadeild-ar lögreglunnar í Reykjavík, Ríkislögreglustjóra, Landhelgisgæslunnar og lögregluliða í Danmörku, Noregi, Færeyjum, Þýskalandi og Hollandi í gegnum Europol. Yfirvöld höfðu góðar gætur á hópi manna mánuðum saman með það fyrir augum að koma í veg fyrir djarfa tilraun til þess að smygla miklu magni örvandi efna til Íslands með seglskútu. Þegar lögreglan lét loks til skarar skríða var fjöldi manns handtekinn á Íslandi, í Noregi og Danmörku en þrír menn voru gripnir glóð- volgir á hafnarbakkanum á Fáskrúðsfirði þar sem hald var lagt á tugi kílóa af amfetamíni og e-töflum. Von um mikinn og skjótfenginn gróða rak nokkra unga íslenska menn út í það sem segja má að hafi verið feigðarflan en tveir þeirra stofnuðu sér beinlínis í lífs- hættu þegar þeir sigldu á lítilli skútunni frá Noregi til Danmerkur þar sem þeir sóttu ólöglegan varninginn. Síðan gerðu þeir stutta viðdvöl í Skotlandi en síðan lá leiðin til Færeyja. Þar stöldruðu þeir við í rúma viku, meðal annars til þess að gera við skútuna sem var í slæmu ástandi. Frá Færeyjum sigldu þeir við illan leik til Íslands þar sem ævintýri þeirra lauk á Fáskrúðsfirði þar sem fjölmennt lögreglulið beið þeirra og setti í járn. Einbeittur brotavilji Mennirnir tveir sem tóku að sér að sigla með dópið voru báðir ár 26. aldursári og höfðu báðir reynslu af sjómennsku. Þeir fengu hvor um sig sjö ára fangelsis- dóma fyrir aðild sína að málinu. Þeir sögðu frá hremm- ingum sínum á hafi úti í viðtali við Karen Kjartansdótt- ur á Vísi.is þar sem þeir virtust ekki sjá eftir neinu enda hafi þeir verið meðvitaðir um áhættuna sem þeir tóku með smygltilrauninni. „Við vissum vel hvað við vorum að fara út í. Það sést vel hversu einbeittur brotavilji lá að baki í ljósi þess að lögreglan var búin að fylgjast með okkur í tíu mánuði áður en við vorum teknir. Auðvitað vissum við að svona gæti farið enda höfum við aldrei verið að svekkja okkur á því að hafa verið teknir. Ég er brotamaður og kaus mér það sjálfur. Það þýðir ekki að kenna öðrum um eða væla yfir ranglæti. Það eina sem liggur fyrir hjá mér núna er að búa vel að konu minni og barni og standa mig í skólanum hér,“ sagði Guðbjarni Traustason sem hafði eignast son með unnustu sinni skömmu áður en hann var handtekinn. Háskaleg sigling „Skútustrákarnir“, eins og fangaverðirnir á Litla- Hrauni kölluðu þá, sögðust hafa fengið veður af því að eitthvað um áform þeirra hafi lekið til lögreglu. Þeir breyttu því áætlunum sínum og héldu síðan ótrauðir áfram í þeirri trú að þeim hefði tekist að villa um fyrir lögreglunni. Guðbjarni og félagi hans, Alvar Óskars- son, lögðu því á Atlantshafið í minni skútu en upp- haflega stóð til að nota. Skútu sem ætluð var til styttri ferða við strandlengjuna. Þeir sögðu við Karen að þeir hefðu verið í lífshættu á hafi út en þó ósmeykir. „Nei, maður hafði eiginlega engan tíma til að hugsa um annað en að halda lífi,“ sagði Alvar. Klúður í Færeyjum Höfuðpaurinn og hugmyndafræðingurinn að baki smygltilrauninni var Einar Jökull Einarsson, þá 27 ára gamall. Hann axlaði fúslega ábyrgð á smyglinu og hafði þetta að segja í áðurnefndu viðtali á Vísi.is. „Eins og fram hefur komið fyrir dómi og fjölmiðlum skipulagði ég þessa tilraun til smyglsins. Þessi maður sem situr inni í Færeyjum átti engan hluta að þessu máli það voru alger mistök að hann blandaðist inn í þetta vegna vináttu við einn okkar. Hann vissi ekkert um málið,“ sagði Einar og vísaði til æskufélaga Guðbjarna sem aðstoðaði þá Alvar í Færeyjum og endaði með að dúsa í löngu gæsluvarðhaldi í Færeyjum. „Enginn okkar hefur viljað vera í sviðsljósinu eða fjölmiðlum en það er lítið við því að gera úr þessu. Það eina sem ég vil er að fólk geri sér grein fyrir því er að það er saklaus maður sem gæti þurft að gjalda mest fyrir það sem við gerðum,“ sagði Einar á Vísi.is Sigur lögreglunnar Það var ekki aðeins hasar í höfninni á Fáskrúðsfirði daginn sem Guðbjarni, Alvar og vitorðsmaður þeirra í landi, Marínó Einar Árnason, voru gripnir glóðvolgir. Húsleitir voru gerðar á höfuðborgarsvæðinu, í Sand- gerði, í Kaupmannahöfn og í Noregi. Tveir voru hand- teknir í Kaupmannahöfn og einn í Noregi. Málið teygði einnig anga sína til Hollands og Þýskalands þar sem lögregluaðgerðir fóru fram án þess að nokkur væri handtekinn. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var á sín- um tíma mjög ánægður með hversu vel Pólstjörnuað- gerðin heppnaðist og Morgunblaðið hafði eftir honum að aðgerðin hefði verið mjög vel skipulögð og að hann teldi víst að allir málsaðilar hefðu gengið grunlausir í flasið á lögreglunni. „Það hefur ríkt mikill trúnaður hjá löggæslustofnun- um í mjög langan tíma, sem sýnir fram á að íslenskar löggæslustofnanir eru fullfærar um að sinna svona stórum verkefnum, sem teygja anga sína inn í alþjóða- samfélagið, án þess að vitneskja um það berist út.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Full skúta af dópi Lögreglan var við öllu búin þegar hvít skúta kom að landi í Fáskrúðsfirði að morgni 20. sept- ember 2007. Þrír voru handteknir á Fáskrúðsfirði en um borð í skútunni fundust 50-60 kíló af amfetamíni. Aldrei áður hefur lögregla haldlagt jafn mikið magn örvandi fíkniefna í einni aðgerð á Íslandi. Skútan fékk viðurnefnið „spíttbáturinn“ með vísan í farminn en umfangsmikil lög- regluaðgerðin var kölluð Pólstjarna. Smyglmálið er þriðja málið sem tekið er fyrir í þáttunum Sönn íslensk sakamál á Skjá einum á mánudagskvöld. Dópskútan, eða „spíttbáturinn“, var ekki heppileg til langra siglinga úti á reginhafi en smyglararnir lögðu ótrauðir á Atlantshafið. Guðbjarni var vanur sjómaður og kom skútunni í höfn við erfiðan leik, drekkhlaðinni af dópi. (Sviðsett mynd úr Sönn íslensk sakamál). 24 sakamál Helgin 2.-4. nóvember 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.