Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 36

Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 36
Markaðsverðlaun ÍMARK verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 8. nóvember kl. 12 Forseti Íslands afhendir verðlaun fyrir Markaðsfyrirtæki ársins og Markaðsmann ársins. Allir velkomnir 2012 Nánari upplýsingar á imark.is Í huga Margrétar er ímynd íslenskr- ar kvennaknattspyrnu mikilvæg. Hún vill ekkert ræða sérstaklega þá stað- reynd að hún sé andlit kvennaboltans og vinsælda hans hér á landi. Hún var engu að síður fyrsta knattspyrnukonan sem var valin íþróttamaður ársins og finnur sjálf að því fylgir ákveðin ábyrgð. „Ég tek því hlutverki alvarlega og reyni að vera stúlkum góð fyrirmynd. Þannig drekk ég hvorki né reyki og skorast ekki undan að kynna íslenska kvennaknatt- spyrnu,“ segir Mar- grét Lára. Frábærar á eigin forsendum Kvennaknatt- spyrnan í heiminum hefur sótt mikið í sig veðrið undanfarin ár en ákveðið bakslag kom þegar bandaríska deildin hætti. Að sögn Margrétar Láru hækkaði deildin í Ameríku launin og jók samkeppni um knattspyrnukonur mikið. Sjálf segist hún reyndar hafa það fínt fjárhagslega en markaður fyrir kvennaknattspyrnu er enn lítill í heim- inum. „Það er því afrek út af fyrir sig að við frá litla Íslandi séum að standa okkur svona vel,“ segir Margrét Lára sem þakkar fyrir áhugann sem stelpunum er sýndur á Íslandi. „Það komu tæp sjö þúsund manns á síðasta leik og ef maður setur það í samhengi þá er það stórkostlegt. Þróunin er upp á við og þetta á bara eftir að verða betra,“ segir Margrét Lára og bendir á að í Þýskalandi, þar sem hún spilaði síðast, mættu tíu þúsund á lokaleikinn þeirra og meðaláhorfendafjöldi var milli 5 og 7 þúsund manns. „Við eigum ekki að vanþakklátar heldur hefur mér þótt betra að rækta með mér þakklæti,“ segir Margrét Lára og bendir á að lokum að þær stel- urnar eigi ekki að miða sig við karlana: „Við erum frábærar á okkar eigin for- sendum.“ Nafn: Sif Atladóttir Staða á vellinum: Miðvörður. Aldur: 27 ára. Hjúskaparstaða: Gift manni sem heitir Björn Sigurbjörnsson. Hvaðan ertu? Hafnarfirði. Starf: Atvinnumaður í fótbolta. Helsta fyrirmynd: Pabbi , mamma og stóri bróðir. Skemmtilegasta landsliðskonan? Finnst þær allar þræl skemmtilegar :) Besta landsliðskonan? Finnst Margrét virkilega góð, svo verð ég að nefna Dóru Maríu varnarbuff. Draumaleikurinn? Úrslitaleikurinn á EM. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Haukum eitt sumar, en uppeldisfélag FH. Besti leikmaður allra tíma? Puyol... Superman varnarmannana... Markmið? Núna stefni ég á að vera Svíþjóðarmeistari og að komast alla leið á EM á næsta ári. Sif Atladóttir Nafn: Sandra María Jessen. Staða á vellinum: Vinstri kantmaður. Aldur: 17 ára. Hjúskaparstaða: Einhleyp. Hvaðan ertu? Akureyri. Starf: Ég vinn hjá Capacent Gallup og er stundum að þjálfa. Helsta fyrirmynd: Kata Jóns er frábært dæmi, hefur verið í boltanum síðan ég fæddist og er ennþá einn besti leikmaður Íslands. Skemmtilegasta landsliðskonan? Þarna koma Sif Atla og Katrín Ómars fyrst upp í hugann. Besta landsliðskonan? Sara Björk Gunnars- dóttir. Draumaleikurinn? Úrslitaleikur á EM í Svíþjóð 2013. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Ég er uppal- inn Þórsari. Besti leikmaður allra tíma? Það er spurning hvort Messi sé ekki orðinn sá besti í sögunni, en annars var Ronaldinho einn af þeim bestu. Markmið? Að komast í hópinn sem fer á EM í Svíþjóð 2013. Sandra María Jessen Nafn: Katrín Jónsdóttir Staða á vellinum: Miðvörður/Miðjumaður Aldur: 35. Hjúskaparstaða: Gift Þorvaldi Makan Sigbjörnssyni. Stjúpsonur Egill Darri Þorvaldsson. Hvaðan ertu? Kópavogi. Starf: Læknir (í sérnámi í heimilislækningum í Stokkhólmi) og fótboltakona. Helsta fyrirmynd: Vigdís Finnbogadóttir. Skemmtilegasta landsliðskonan? Erfitt að gera upp á milli þessara snillinga. Besta landsliðskonan? Sama sagan hér, erfitt að gera upp á milli. Draumaleikurinn? Ísland – Þýskaland í úrslita- leik EM 2013 þar sem við förum með sigur af hólmi ;-) Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Koll í Osló í Noregi. Besti leikmaður allra tíma? Erfitt að meta en núna myndi ég segja að Veronica Bouquet leikmaður Tyresö og spænska landsliðsins sé best. Markmið? Langar að halda þeim út af fyrir mig. Katrín Jónsdóttir Nafn: Rakel Hönnudóttir Staða á vellinum: Það er góð spurning, hef verið að spila bakvörð, miðju, kant og frammi. Aldur: 23 ára. Hjúskaparstaða: Engin börn, enginn maki. Hvaðan ertu? Ég kem frá Akureyri. Starf: Sem stendur er ég að vinna við afgreiðslu- störf. Helsta fyrirmynd: Guðjón Valur Sigurðsson. Skemmtilegasta landsliðskonan? Sara Björk herbergisfélagi minn. Besta landsliðskonan? Þetta er líka góð spurning þar sem allar í landsliðinu eru mjög góðar, eiginlega ekki hægt að svara. Draumaleikurinn? Úrslitaleikur á EM. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Þór Akureyri Besti leikmaður allra tíma? Ég veit það ekki. Markmið? Ég held þeim fyrir mig bara, en þau eru háleit. Rakel Hönnudóttir Nafn: Dagný Brynjarsdóttir Staða á vellinum: Miðjumaður. Aldur: 21 árs. Hjúskaparstaða: Ég á kærasta sem heitir Ómar Páll Sigurbjartsson. Hvaðan ertu? Hellu. Starf: Nemandi í Florida State University. Helsta fyrirmynd: Ronaldo (báðir) og mamma. Skemmtilegasta landsliðskonan? Hólmfríður, sveitungi minn. Besta landsliðskonan? Dóra María og Sif Atla. Draumaleikurinn? Að spila úrslitaleikinn á EM 2013. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? KFR. Besti leikmaður allra tíma? Christiano Ronaldo. Markmið? Verða atvinnumaður og spila meðal þeirra bestu. Að komast á HM með landsliðinu er líka stór draumur. Dagný Brynjarsdóttir Nafn: Sara Björk Gunnarsdóttir. Staða á vellinum: Miðjumaður. Aldur: 22 ára. Hjúskaparstaða: Trúlofuð Hákoni Atla Hall- freðssyni. Hvaðan ertu? Hafnarfirði. Starf: Að spila fótbolta. Helsta fyrirmynd: Foreldar mínir. Skemmtilegasta landsliðskonan? Kata Jóns er skemmtileg týpa. Besta landsliðskonan? Þóra Björg Helgadóttir Draumaleikurinn? Ísland-N-Írland...2008.. Ísland-Úkraína 2012. Fyrsta liðið sem þú spilaðir með? Haukar Besti leikmaður allra tíma? Messi Markmið? Komast á HM með landsliðinu, vinna sænsku deildina, komast í úrslit í meistaradeildinni og verða meðal bestu miðjumanna. Sara Björk Gunnarsdóttir Ég sé ekki eftir einni sekúndu. ST ELP URNAR OKKAR 36 viðtal Helgin 2.-4. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.