Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 51

Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 51
 Auður IngIbjörg KonráðsdóttIr cw120282_ísam_Ora_nýjarsúpuri_3tedundir_auglblada4x30_02102012_END.indd 1 2.10.2012 13:55:21 Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur býr yfir mörgum heilræðum í eldhúsinu eftir tuttugu ára tilraunamennsku í eldun grænmetisrétta. Hér deilir hún nokkrum með lesendum Fréttatímans. Olíur í glerumbúðum Olía er mikilvæg við matargerðina þar sem olíur draga fram mismunandi bragðteg- undir í matnum og flytja næringuna út í frumurnar þegar í líkamann er komið. Hafa ber í huga að olíur eru eins misjafnar og þær eru margar. Því skiptir sköpum, bæði fyrir árangurinn og heilsuna, að vanda valið. Ég mæli með olíum í gleri og kaupi aldrei olíur í plastumbúðum. Ástæðan er sú að plastið lekur kemískum gerviefnum í olíuna. Við fáum þessi efni svo í líkamann og það getur reynst skaðlegt fyrir heilsuna. Gler smitar ekki aukefnum í olíuna heldur verndar hana fyrir hita, sólarljósi og öðrum utanaðkomandi áhrifum. Litað gler verndar olíuna enn betur en glært gler. Við val á kókosolíu eða ólífuolíu leita ég alltaf að orðunum „extra virgin“ eða fyrsta kaldpressun. Það þýðir að olían er eins lítið unnin og mögulegt er sem skilar sér í meira næringarinnihaldi. Við steikingu er olían í beinni snertingu við mikinn hita og því borgar sig að velja olíu sem þolir að vera hituð. Í þessari bók nota ég lífræna sólblómaolíu við steikinguna. Hún er hlutlaus á bragðið og þolir hitann. Gler- eða stálpottar bestir Pottar eru nauðsynleg áhöld í eldhús- inu og ein þau mikilvægustu. Ég nota eingöngu stálpotta, eða glerpotta, aldrei ál eða teflon þar sem slíkt getur lekið kemískum efnum í mat- inn og haft áhrif á bæði bragð og hollustu matarins. Af sömu ástæðu nota ég trésleifar, ekki plast, sem getur smitað frá sér kemískum efnum í matinn, eða járnáhöld sem geta rispað pottana. Rispur, skorur og aðrar ójöfnur geta hýst bakteríur. Einnig vel ég potta með þykkum botni sem leiða vel hita og brenna síður matinn. Stálpottar virka best á rafmagnshellum en glerpottar á gasi. Hægt er að prófa gæði potta með því að sjóða vatn með örlitlu af matarsóda í vel hreinum potti og smakka svo vatnið. Það á að bragðast eins og vatn með matarsóda. Ef eitthvert annað bragð er af vatninu er tími til kominn að endurskoða innihaldið í pottaskápnum. Töfrasprotinn hjálplegi Töfrasproti er afar hjálplegt tæki við súpu- gerð. Töfrasprotar eru einfaldir í notkun og það er auðvelt að taka þá í sundur til að þrífa þá. Töfrasprota má smella beint í pottinn og mauka súpurnar þar til þær eru silkimjúkar. Þeir fást í mörgum stærðum og gerðum. Ég mæli með töfrasprota úr stáli frekar en plasti. Stálsprotar eru endingar- betri og þola hitann í pottinum betur. Til að flýta fyrir matreiðslunni er gott að sjóða mikið magn af grunnhráefni og frysta í hæfilegum skömmtum. Þá daga, sem ég hef tíma aflögu, sýð ég stóra skammta af baunum, grjónum, bulgur o.fl., deili niður í hæfilega skammta og frysti. Þessu má svo smella á sigti, undir rennandi vatn og þíða á nokkrum mínútum. Þannig er alltaf til gott efni í súpur og salöt og má galdra fram holla og góða máltíð á methraða. Hollráð úr eldhúsi heilsukokksins Auður Ingibjörg Konráðsdóttir fékk ofnæmi fyrir fiski þegar hún var að ljúka námi í matreiðslu fyrir um tuttugu árum. Hún neyddist því til þess að snúa við blaðinu í mataræði sínu, hætti einnig að borða kjöt og leið mun betur á eftir. Hún hefur gefið út bókina Heilsu- súpur og salöt. vegar ráðstafanir til þess að hjálpa líkamanum að vinna úr hveitinu, drekk sérstaklega mikið vatn og tek jafnframt létta hreinsun sem felst meðal annars í því að drekka sítrónuvatn á morgnana og eyk minn daglega skammt af grænu orkuskoti,“ segir hún. Að sögn Auðar er allt annað að vera grænmetisæta nú en fyrir tuttugu árum. „Það er miklu meira úrval fyrir grænmetisætur í dag en þegar ég byrjaði. Sjálf er ég búin að vera mitt eigið tilraunadýr í þessu í tuttugu ár og alltaf að gera tilraunir með grænmetisrétti. Ég er að borða miklu fjölbreyttari mat núna en fyrir tuttugu árum.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  MAtreIðslubóK Engar dýraafurðir eru í uppskriftunum og í þeim sneiðir Auður einnig hjá hveiti og hvítum sykri. heilsa 47 Helgin 2.-4. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.