Fréttatíminn - 02.11.2012, Blaðsíða 62
58 prjónað Helgin 2.-4. nóvember 2012
Úrval prjónabóka á boðstólum nú á haustdögum
Sjáðu allt nýjasta jólaföndrið á Facebook síðunni okkar
Laugavegi 59, 2. hæð | 101 Reykjavík | Sími 551 8258
storkurinn@storkurinn.is | www.storkurinn.is
Storkurinn - sælkeraverslun hannyrðakonunnar
Námskeið í prjóni, hekli og bútasaumi
V ið sem höfum áhuga á prjóni og öðrum hannyrð-um höfum oft kvartað und-
an því að ekki væri nóg úrval af
bókum á íslensku þessu tengdar.
Þegar prjónabylgjan skall á, um
og eftir hrun, varð prjón meira
áberandi en nokkru sinni fyrr.
Þá hafa prjónarar senni-
lega mælst sem sérstakur
markhópur því nú er sagan
önnur. Aldrei þessu vant
þá hafa komið út nokkrar
nýjar prjónabækur núna á
haustdögum og frést hefur
af fleiri.
Nokkrar hefur rekið
á mínar fjörur og þar á
meðal HÚFUPRJÓN eft-
ir Guðrúnu S. Magnús-
dóttur. Bókin inniheldur
57 uppskriftir af húfum
á kríli, krakka, konur
og karla, eins og segir á
bókarkápunni.
Frá Kristínu Harðar-
dóttur kom nýverið út VETT-
LINGABÓKIN, en hún hefur áður
gefið út bækur um vettlinga- og
sokkaprjón. Þetta er gormabók og í
henni er í bland uppskriftir af göml-
um og nýjum vettlingum úr fínu
og grófara bandi. Vettlingaprjón
er sérstakt áhugamál margra sem
prjóna og við búum að ríkri vett-
lingahefð hér á landi.
LITFRÍÐUR heklað, prjónað og
endurskapað kemur úr smiðju Sig-
ríðar Ástu Árnadóttur, öðru nafni
Kitschfríðar. Höfundurinn er þekkt
Legghlífar
GrunnupplýsinGar
Ein stærð passar öllum
Efni og áhöld: Plötulopi: 1 plata
Sokkaprjónar nr 3
skammstafanir
l : lykkja, lykkjur
sl : slétt
br : brugðið
prjónfesta: 10 x 10 cm = 25 lykkjur og
36 umferðir í sléttprjóni á prjóna nr 3.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um
prjónastærð ef þörf er á.
aÐFErÐ
Legghlífarnar eru að mestu prjónaðar
í hring, með sléttprjóni og krónuprjóni.
Byrjað er efst og prjónað krónuprjón
eftir mynsturteikningu. Inga Hrönn var
eitt sinn beðin um að hanna legghlífar
eða sokka fyrir konur sem mikið eru í
stígvélum. Hún gerði nokkrar tilraunir,
fannst þær aldrei nógu þunnar þar
til hún prófaði að nota einfaldan
plötulopa. Hér er útkoman og takið
eftir hvað þær eru fallegar þegar þær
gægjast upp í stígvélunum eins og
blóm!
Notið plötulopann einfaldan og fitjið
upp 116 L á sokkaprjóna nr 3. Tengið í
hring og prjónið 1 umferð slétt.
Prjónið nú krónuprjón eftir teikningu.
Hver mynstureining nær yfir 29 L og er
því mynstrið endurtekið 4 sinnum yfir
umferðina.
Í 4. hverri umferð er prjónað útprjón
og í flestum þeim umferðum fækkar
lykkjum. Til hliðar við mynstur er tekið
fram hver lykkjufjöldi í mynstri er
þegar umferðin hefur verið prjónuð.
Best er að setja prjónamerki á milli
mynstureininga til að fylgjast með því
að lykkjufjöldi sé réttur hverju sinni.
Þegar lokið hefur verið við að prjóna
eftir mynsturteikningunni eiga að vera
60 L á prjóninum.
Prjónið nú sléttprjón 9 umferðir. Gott
er að setja prjónamerki við byrjun
umferðar.
Næsta umferð: Takið úr 2 L, eina í
byrjun og hina í enda umferðar.
Endurtakið úrtökur í 10. hverri umferð,
alls 10 sinnum (= 40 L).
Prjónið þá 5 umferðir slétt.
Fellið af 10 L fyrir miðju að aftan, fyrir
hæl, þannig: Prjónið slétt þar til 5 L eru
eftir af umferð, fellið þá af 10 L (= 30 L).
Prjónið nú fram og til baka, 2 umferðir
sléttprjón (slétt frá réttu, brugðið frá
röngu).
Næsta umferð (rétta): 1 sl, 2 sl saman,
prjónið sl þar til 3 L eru eftir á prjóni, 2
sl saman, 1 sl.
Næsta umferð (ranga): Prjónið
brugðið.
Endurtakið þessar tvær umferðir 3
sinnum í viðbót (= 22 L).
Fellið nú af 10 L fyrir miðju (rist). Þá
eru 6 L eftir hvorum megin.
Hælband
Prjónið sléttprjón og takið úr 1 L ristar-
megin í 1. umferð (= 5 L).
Prjónið 20-30 umferðir með slétt-
prjóni, geymið lykkjur.
Prjónið hælbandið á móti eins, eða
þar til æskilegri lengd hefur verið náð,
þannig að endarnir mætist undir ilinni.
Lykkið endana saman.
Prjónið aðra legghlíf eins.
Handþvoið legghlífarnar úr mildu
sápuvatni og leggið þær sléttar til
þerris.
Prjónabækur
164 Dömur – fylgihlutir
stærð
Ein stærð passar öllum
efni og áhöld
Plötulopi: 1 plata
Sokkaprjónar nr 3
skammstafanir
L : lykkja, lykkjur
sl : slétt
br : brugðið
prjónfesta
10 x 10 cm = 25 lykkjur og 36 um-
ferðir í sléttprjóni á prjóna nr 3.
Sannreynið prjónfestu og skiptið um
prjónastærð ef þörf er á.
A Ð F E R Ð
Legghlífarnar eru að mestu
prjónaðar í hring, með sléttprjóni
og krónuprjóni. Byrjað er efst og
prjónað krónuprjón eftir mynstur-
teikningu.
Inga Hrönn var eitt sinn beðin um að hanna legghlífar
eða sokka fyrir konur sem mikið eru í stígvélum. Hún
gerði nokkrar tilraunir, fannst þær aldrei nógu þunnar
þar til hún prófaði að nota einfaldan plötulopa. Hér er
útkoman og takið eftir hvað þær eru fallegar þegar þær
gægjast upp í stígvélunum eins og blóm!
grunnupplýsingar
Hönnun: Inga Hrönn Guðmundsdóttir
Legg-
hlífar
með krónu-
prjóni
Slétt lykkja.
Slegið upp á.
Brugðin lykkja.
2 lykkjur
prjónaðar saman.
Tvær lykkjur
prjónaðar saman
Slegið upp á
Brugðin lykkja
Slétt lykkja
21
22
23
24
25
26
27
28
29
29
27
27
25
25
23
21
19
17
15
Umf. L eftir í m
30
31
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
K R Ó N U P R J Ó N
Tvær lykkjur
prjónaðar saman
Slegið upp á
Brugðin lykkja
Slétt lykkja
21
22
23
24
25
26
27
28
29
29
27
27
25
25
23
21
19
17
15
Umf. L eftir í munstri
30
31
32
33
34
35
36
37
38
39
40
41
42
Endurtekið
Guðrún Hannele
Henttinen
hannele@ storkurinn.is
Legghlífauppskrift
með krónuprjóni.
fyrir litríkar
flíkur sem eru
endurunnar.
Í bókinni eru
uppskriftir
sem gleðja svo
sannarlega
augað og hvetja
til nýtingar á
öllum afgöng-
unum sem bíða
í skúffum og
skápum hjá
flestum sem
prjóna. Öðruvísi bók sem ýtir undir
skapandi prjón og hekl.
Þá er það STÓRA PRJÓNA-
BÓKIN sem ber nafn með rentu
því þetta er innbundin bók, í stóru
broti með 229 blaðsíður. Í bókinni
eru 100 uppskriftir hannaðar af
ýmsum íslensku hönnuðum og
prjónurum. Allar uppskriftirnar
hafa áður birst í Saumaklúbbnum,
sem var áskrifendaklúbbur og
margir kannast eflaust við. Þarna
er mikill fjölbreytileiki á ferðinni,
fatnaður og fylgihlutir fyrir allan
aldur og líka eitthvað fyrir heim-
ilið. Bendi sérstaklega á að það
eru margar góðar og einfaldar
peysuuppskriftir fyrir dömur í
bókinni. Lopinn er áberandi, enda
mest notaða hráefnið á Íslandi í
prjóni, en það eru líka uppskriftir
úr annars konar bandi. Mæli með
þessari bók fyrir þá sem eru að
feta sín fyrstu skref í prjóni og þá
sem komnir eitthvað áleiðis því
uppskriftaúrvalið er svo mikið
og vandað er til verka í ritstjórn
uppskriftanna. Til að gefa ykkur
smá sýnishorn þá fylgir hér ein
uppskrift að legghlífum með hinu
sívinsæla krónuprjóni eftir Ingu
Hrönn Guðmundsdóttur. Njótið!