Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 75

Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 75
Hann segist strax hafa horft til Hallgrímskirkju sem bakgrunns fyrir verkið vegna þess hversu táknræn og kraftmikil byggingin er. „Það sem heillaði mig einna mest við þessa samkeppni var að það voru ekki sett nein skilyrði og maður fékk alveg frjálsar hendur og mig langaði að gera ljósa- innsetningu vegna þess að mig langaði að halda áfram að kanna möguleika þessarar tækni.“ Marcos flutti til Íslands fyrir ellefu árum eftir að hann kynntist íslenskri konu í Madrid. -þþ Miðaverð: kr. 3000 fullorðnir · kr. 2000 börn forsala Miða: harpa.is · Miðasala hörpu · Midi.is Stórsveitin heldur sína fyrstu jólatónleika í Hörpu og af því tilefni er dagskráin sérlega glæsileg. Allir gestasöngvarar fyrri jólatónleika sveitarinnar koma í heimsókn og halda uppi sjóðandi jólasveiflu. Skemmtilegir og öðruvísi jólatónleikar fyrir allar kynslóðir. Bogomil Font · DiDDú · Helgi Björns gáttaþeFur · Kristjana steFáns stjórnanDi: samúel j. samúelsson 2. DesemBer Kl. 16:00 silfurberg hörpu stórsveit reykjavíkur áSAmt góðum geStum Framhaldið út á rafbók Elí Freysson rithöfundur gaf út sína fyrstu skáldsögu, Meistari hinna blindu, í fyrra en nú er komið framhald, Ógnarmáni, og kemur sú bók beint út sem rafbók og er seld á Emma. is. Þar er reyndar einnig hægt að panta kilju af nýju bókinni. Sería Elís er myrk og gerist eftir dómsdags- hörmungar sem áttu sér stað fyrir löngu. Að sögn er Elí að ljúka við fjórðu bókina og leggja drög að þeirri fimmtu. „Ég á efni í að minnsta tíu bækur í viðbót,“ segir Elí sem er einnig að þróa hugmynd að nýrri bókaseríu.  Vetrarhátíð Samkeppni um opnunarhátíð Baðaði Hallgrímskirkju í ljósum h ugmyndin er sprottin frá ömmu sem að smíðar dag-skrár utan um hugðarefni sín, eins og til dæmis kvenpers- ónur og heldur sagnakvöld þar sem hún býður vinum og fjöl- skyldu inn í stofu til sín. Þar flytur hver gestur verk, ljóð sögu eða söng,“ segir listakonan Ragnheið- ur Harpa Leifsdóttir. Hún ferðast nú ásamt fríðu föruneyti og sýnir sviðslistaverk sem að hennar sögn er ennþá í mótun. Verkið fjallar um hyldýpi, annars- vegar í sálinni og hins- vegar í sjónum. Týnd í hyldýpinu „Ég er svo heilluð af þess- ari tegund sagnamiðlunar sem að amma notar að ég ákvað fyrst að tileinka mér hana í útskriftar- verkefnið mitt. En þar var þráður verksins eldingar.“ Ragnheiður útskrifaðist af fræða- og framkvæmda- sviði Listaháskólans vorið 2011 en sýndi útskriftar- verk sitt aftur á sviðs- listahátíðinni LÓKAL og þá tóku hjólin að snúast. „Þar voru tveir erlendir kúratorar og ég held þeir hafi hreinlega hugsað með sér, „það er eitthvað í þessa stúlku spunnið.“ Þau buðu mér að koma með nýtt verk á tilraunasýningu í Danmörku,“ segir Ragnheiður og útskýrir að í slíkum sýningum fái leikhópurinn svörun og viðbrögð frá áhorfendum sem að hjálpa til við þróun verksins. Hún segir verkið nú nær fullmótað, en algjör- lega tilbúið verði það aldrei. „Það er ákveðin áhætta sem við tökum með því að vera með nokkra óleysta enda í verkinu. En það gerum við til þess að skapa „mys- tík“ sem einkennir þema verksins. Þannig veist þú aldrei hverju þú gætir átt von á.“ Verkið er sem áður sagði um hyldýpi og samkvæmt Ragnheiði getur það átt hvort tveggja við náttúrufyrirbæri og stað í sálinni. „Hyldýpi í náttúrunni getur verið þar sem að sjórinn er dýpstur eða eins langt og himingeimur- inn nær. Þetta eru manninum ókunnar slóðir, eitthvað sem veldur ótta en er á sama tíma mjög spennandi. Mér finnst eitthvað svo magnað við það.“ Hún segir að hyldýpi í fólki búi í sjálfi þess. „Það getur verið staður sköpunarkraftsins jafnt sem eyðileggingar- innar og þar er auðvelt að týnast. Uppspretta hugmyndanna kemur úr hyldýpi sálarinnar og það er einmitt kannski svolítið kaldhæðnislegt hvað ég er búin að vera upptekin af þessu,“ segir hún hlæj- andi og bætir við, „týnd í hyldýpinu alveg.“ Reyna við lúðrasveit í Helsinki Auk Ragnheiðar koma að verkinu þeir Leifur Arnarson, Albert Finn- bogason og Þórður Her- mannsson en hópurinn ku svo hafa tekið vísvitandi áhættu við flutninginn í Árósum með ókunn- ugum óbóleikara. „Það er þessi óvissa sem við viljum einblína á, ótroðnar slóðir. Þannig munum við alltaf hafa einhvern óvissuþátt í verkinu, sama hvar við sýnum það. Fyrir Helsinki ætlum við að reyna að redda lúðrasveit. Það mun svo bara koma á óvart hvort að það takist.“ Hópurinn sem styrktur er af Evrópu unga fólksins verður á al- þjóðlegri sviðslistahátíð í Helsinki nú í nóvember og á Íslandi í byrjun desember. Ragnheiður bendir áhugasömum um að fylgjast með á vefsíðunni sublimi.is María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is „Hyldýpi geta hvoru tveggja verið í sálinni og nátt- úrunni.“ Ljósinnsetning Marcosar Zotes á Vetrarhátíð í Reykjavík í fyrra. Helgin 2.-4. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.