Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 78

Fréttatíminn - 02.11.2012, Side 78
flygil. Kjartan Hákonarson leikur á flygilhorn, Óskar Guðjónsson, bróðir Ómars, spilar á barítón saxa- fón og Jónas Sigurðsson á slagverk. Þá sjá Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Sigríður Thorlacius um raddir og Sigríður syngur lokalag plötunnar með Ómari. „Ég valdi saman hóp og reyndi að búa til hljómsveitar- stemningu, að við myndum nær- ast á sama andlega loftinu,“ segir Ómar. „Ég er endalaust þakklátur þessu fólki. Það eru alger forrétt- indi að eiga svona frábæra vini – sem eru líka svona frábærir tón- listarsnillingar.“ Platan var tekin upp „læv“ á heimili Ómars. „Við ruddum öllu út í nokkra daga. Og ég á þrjú börn! Fjölskyldan flutti bara að heiman á meðan þessu stóð,“ segir Ómar sem blæs til útgáfutónleika í næstu viku. Þeir verða á fimmtudags- kvöldið klukkan 21 í Iðnó. Ómar er enn ungur maður, 34 ára, en hefur verið afkastamikill á tónlistarsviðinu; þetta er fjórða sólóplata hans og hann hefur gert tvær plötur með djasssveitinni ADHD. Allt hafa þetta verið djass- plötur og því sætir það nokkurri furðu að hann skuli allt í einu dúkka upp með dægurlagaplötu. „Þótt ég hafi spilað mikinn djass þá er ég undir áhrifum margra gítar- leikara, eins og Neil Young, Elvis Costello og T-Bone Burnett. Það eru klárlega áhrif frá Fela Kuti, Elvis Costello, Led Zeppelin, Neil Young og Jimi Hendrix á plötunni. Sum músík grefur sig dýpra en önnur hjá manni. Ef maður var á kafi í Led Zeppelin þegar maður var sextán ára þá fer það aldrei neitt.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is FÁAR SÝNINGAR EFTIR: SuNNudAGINN 4. NóvEmbER kl. 20 – NokkuR SÆTI lAuS lAuGARdAGINN 10. NóvEmbER kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI lAuS NÆSTSíðASTA SINN lAuGARdAGINN 17. NóvEmbER kl. 20 – NokkuR SÆTI lAuS AllRA SíðASTA SINN mIðASAlA í HÖRpu oG Á www.HARpA.IS – mIðASÖluSímI 528 5050 FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! „Óperan hefur unnið enn einn sigurinn og sannarlega sinn stærsta í Hörpu til þessa“ – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Jóhann Friðgeir var alveg magnaður! Hulda Björk Garðarsdóttir var stórkostleg… Viðar Gunnarsson sömuleiðis… Elsa Waage vann leiksigur, söngurinn hástemdur og litríkur… Anooshah Golesorkhi söng einstaklega fallega.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið Söngvararnir...öll með tölu framúrskarandi! – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Kom mér ánægjulega á óvart. Íslenska óperan er komin heim!“ – Hlín Agnarsdóttir, Djöflaeyjan „Leikmynd og lýsing Gretars Reynissonar og Björns Bergsteins algerlega frábær, makalaust flott. – Helgi Jónsson, Víðsjá „Hljómsveitin var frábær.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið „Sem endranær brilleraði kór ÍÓ“ – Ríkarður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Mikil upplifun, frábær tónlist - og vel flutt.“ – Greipur Gíslason, Morgunútvarpið Rás 1 „Hulda Björk var algjörlega frábær...Elsa Waage var gríðar lega sterk...Viðar Gunnarsson virkilega flottur.“ – Helgi Jónsson, Víðsjá Nokkrar umsagnir áhorfenda á netmiðlum: „Hreint út sagt frábær sýning. Stórkostlegur söngur.“ – Eiður Guðnason „Það var engu líkara en hlið himnaríkis hefðu opnast.“ – Sigríður Ingvarsdóttir „Stórkostleg sýning. Söngur, ljós og umgjörð á heimsmælikvarða.“ – Jóhanna Pálsdóttir Ómar Guðjónsson tónlistarmaður sendir frá sér fjórðu sólóplötu sína. Þar stígur hann fram sem fínasti söngvari. Ljósmynd/Teitur  Útí geim Ómar guðjÓnsson sýnir á sér nýjar hliðar á fjÓrðu sÓlÓplötunni Breytti íbúðinni í upptökustúdíó og sendi fjölskylduna að heiman Fjórða sólóplata tónlistarmanns- ins Ómars Guð- jónssonar kemur út í næstu viku. Gítardjassinn fær frí að þessu sinni en í staðinn stígur Ómar fram sem poppsöngv- ari. Fram undan er stíf törn fyrir jólin því einnig er von á tveimur plötum frá djass- sveitinni ADHD auk þess sem þrjár tónleika- ferðir um landið eru fyrirhugaðar. é g er undir áhrifum af öllum sem ég hef unnið með. Hvort sem það er afrótónlist með Samma og Bigbandinu, rokk með Jónasi Sig, latin með Tóm- asi R. eða djass með ADHD. Það er eitthvað af öllu þarna,“ segir Ómar Guðjónsson tón- listarmaður. Ómar sendir í næstu viku frá sér fjórðu sólóplötu sína, Útí geim. Þrjár fyrstu plötur hans voru ósungnar djassplötur þar sem gítarleikur Ómars var í fyrirrúmi. Á nýju plötunni er aftur á móti tilfinningaþrungið popp og rokk með hæfilegu stuði inni á milli og Ómar syngur af mikilli innlifun. „Platan heitir Útí geim og það rímar vel við hversu fáránlegt þetta er,“ segir Ómar og hlær. „Ég var söngvari í gamla daga en svo missti ég áhugann á því. Ég fékk nóg út úr því að tjá mig með gítarnum. Fyrir ári síðan fór ég að finna þörf fyrir að tjá mig í orði og textum. Allt í einu fór mér að finnast aftur gaman að syngja.“ Ómar viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt skref að stíga fram að hljóðneman- um. Hann hafi þó fengið mikinn stuðning frá samferðarmönnum sínum og samstarfs- mönnum, til að mynda Jónasi Sigurðssyni sem á einn texta á plötunni. Um hvað syngurðu? „Það er nokkuð fjölbreytt. Oft á tíðum eitthvað sem liggur mér á hjarta, eitthvað sem skiptir mig máli. Stundum um feg- urðina, hjálparleysi, sorgina. En ég er ekki fullskapaður textasmiður.“ Það er einvalalið tón- listarfólks sem leikur með Ómari á plötunni. Magnús Trygvason Eli- assen leikur á trommur, Guðmundur Óskar úr Hjaltalín leikur á bassa, Hannes Helgason á farfisu, wurlitzer, rhodes og píanó, Steingrímur Karl Teague á píanó, clavinet og wurlitzer og Davíð Þór Jónsson á Sólóplata Ómars er ekki sú eina sem hann gefur út fyrir jólin því von er á tveimur plötum frá djasssveitinni ADHD. Auk Ómars skipa sveitina Óskar bróðir hans, Magnús Trygvason Elias- son trommari og Davíð Þór Jónsson hljómborðs- leikari. „Við vorum við upptökur að Logalandi um daginn. Útkoman var 80 mínútur af tónlist sem við erum svo ánægðir með að við ætlum, þvert gegn markaðslög- málum, að gefa ADHD 3 og ADHD 4 út fyrir jólin.“ Stíf ferðalög Þrjár tónleikaferðir um landið eru á dagskránni hjá Ómari fyrir jólin. Hann leggur í hann með Jónasi Sigurðssyni um miðjan mánuðinn. Þá tekur við hringferð með ADHD og að síðustu leggur Ómar í hann með eigin bandi. „Maður verður því miður ekki mikið heima hjá sér þann mánuðinn,“ segir Ómar. Tvær plötur frá ADHD Djasssveitin ADHD 74 tónlist Helgin 2.-4. nóvember 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.