Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 78

Fréttatíminn - 02.11.2012, Síða 78
flygil. Kjartan Hákonarson leikur á flygilhorn, Óskar Guðjónsson, bróðir Ómars, spilar á barítón saxa- fón og Jónas Sigurðsson á slagverk. Þá sjá Rósa Guðrún Sveinsdóttir og Sigríður Thorlacius um raddir og Sigríður syngur lokalag plötunnar með Ómari. „Ég valdi saman hóp og reyndi að búa til hljómsveitar- stemningu, að við myndum nær- ast á sama andlega loftinu,“ segir Ómar. „Ég er endalaust þakklátur þessu fólki. Það eru alger forrétt- indi að eiga svona frábæra vini – sem eru líka svona frábærir tón- listarsnillingar.“ Platan var tekin upp „læv“ á heimili Ómars. „Við ruddum öllu út í nokkra daga. Og ég á þrjú börn! Fjölskyldan flutti bara að heiman á meðan þessu stóð,“ segir Ómar sem blæs til útgáfutónleika í næstu viku. Þeir verða á fimmtudags- kvöldið klukkan 21 í Iðnó. Ómar er enn ungur maður, 34 ára, en hefur verið afkastamikill á tónlistarsviðinu; þetta er fjórða sólóplata hans og hann hefur gert tvær plötur með djasssveitinni ADHD. Allt hafa þetta verið djass- plötur og því sætir það nokkurri furðu að hann skuli allt í einu dúkka upp með dægurlagaplötu. „Þótt ég hafi spilað mikinn djass þá er ég undir áhrifum margra gítar- leikara, eins og Neil Young, Elvis Costello og T-Bone Burnett. Það eru klárlega áhrif frá Fela Kuti, Elvis Costello, Led Zeppelin, Neil Young og Jimi Hendrix á plötunni. Sum músík grefur sig dýpra en önnur hjá manni. Ef maður var á kafi í Led Zeppelin þegar maður var sextán ára þá fer það aldrei neitt.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is FÁAR SÝNINGAR EFTIR: SuNNudAGINN 4. NóvEmbER kl. 20 – NokkuR SÆTI lAuS lAuGARdAGINN 10. NóvEmbER kl. 20 – ÖRFÁ SÆTI lAuS NÆSTSíðASTA SINN lAuGARdAGINN 17. NóvEmbER kl. 20 – NokkuR SÆTI lAuS AllRA SíðASTA SINN mIðASAlA í HÖRpu oG Á www.HARpA.IS – mIðASÖluSímI 528 5050 FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR! „Óperan hefur unnið enn einn sigurinn og sannarlega sinn stærsta í Hörpu til þessa“ – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Jóhann Friðgeir var alveg magnaður! Hulda Björk Garðarsdóttir var stórkostleg… Viðar Gunnarsson sömuleiðis… Elsa Waage vann leiksigur, söngurinn hástemdur og litríkur… Anooshah Golesorkhi söng einstaklega fallega.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið Söngvararnir...öll með tölu framúrskarandi! – Gunnar Guðbjörnsson, Smugumenning „Kom mér ánægjulega á óvart. Íslenska óperan er komin heim!“ – Hlín Agnarsdóttir, Djöflaeyjan „Leikmynd og lýsing Gretars Reynissonar og Björns Bergsteins algerlega frábær, makalaust flott. – Helgi Jónsson, Víðsjá „Hljómsveitin var frábær.“ – Jónas Sen, Fréttablaðið „Sem endranær brilleraði kór ÍÓ“ – Ríkarður Örn Pálsson, Morgunblaðið „Mikil upplifun, frábær tónlist - og vel flutt.“ – Greipur Gíslason, Morgunútvarpið Rás 1 „Hulda Björk var algjörlega frábær...Elsa Waage var gríðar lega sterk...Viðar Gunnarsson virkilega flottur.“ – Helgi Jónsson, Víðsjá Nokkrar umsagnir áhorfenda á netmiðlum: „Hreint út sagt frábær sýning. Stórkostlegur söngur.“ – Eiður Guðnason „Það var engu líkara en hlið himnaríkis hefðu opnast.“ – Sigríður Ingvarsdóttir „Stórkostleg sýning. Söngur, ljós og umgjörð á heimsmælikvarða.“ – Jóhanna Pálsdóttir Ómar Guðjónsson tónlistarmaður sendir frá sér fjórðu sólóplötu sína. Þar stígur hann fram sem fínasti söngvari. Ljósmynd/Teitur  Útí geim Ómar guðjÓnsson sýnir á sér nýjar hliðar á fjÓrðu sÓlÓplötunni Breytti íbúðinni í upptökustúdíó og sendi fjölskylduna að heiman Fjórða sólóplata tónlistarmanns- ins Ómars Guð- jónssonar kemur út í næstu viku. Gítardjassinn fær frí að þessu sinni en í staðinn stígur Ómar fram sem poppsöngv- ari. Fram undan er stíf törn fyrir jólin því einnig er von á tveimur plötum frá djass- sveitinni ADHD auk þess sem þrjár tónleika- ferðir um landið eru fyrirhugaðar. é g er undir áhrifum af öllum sem ég hef unnið með. Hvort sem það er afrótónlist með Samma og Bigbandinu, rokk með Jónasi Sig, latin með Tóm- asi R. eða djass með ADHD. Það er eitthvað af öllu þarna,“ segir Ómar Guðjónsson tón- listarmaður. Ómar sendir í næstu viku frá sér fjórðu sólóplötu sína, Útí geim. Þrjár fyrstu plötur hans voru ósungnar djassplötur þar sem gítarleikur Ómars var í fyrirrúmi. Á nýju plötunni er aftur á móti tilfinningaþrungið popp og rokk með hæfilegu stuði inni á milli og Ómar syngur af mikilli innlifun. „Platan heitir Útí geim og það rímar vel við hversu fáránlegt þetta er,“ segir Ómar og hlær. „Ég var söngvari í gamla daga en svo missti ég áhugann á því. Ég fékk nóg út úr því að tjá mig með gítarnum. Fyrir ári síðan fór ég að finna þörf fyrir að tjá mig í orði og textum. Allt í einu fór mér að finnast aftur gaman að syngja.“ Ómar viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt skref að stíga fram að hljóðneman- um. Hann hafi þó fengið mikinn stuðning frá samferðarmönnum sínum og samstarfs- mönnum, til að mynda Jónasi Sigurðssyni sem á einn texta á plötunni. Um hvað syngurðu? „Það er nokkuð fjölbreytt. Oft á tíðum eitthvað sem liggur mér á hjarta, eitthvað sem skiptir mig máli. Stundum um feg- urðina, hjálparleysi, sorgina. En ég er ekki fullskapaður textasmiður.“ Það er einvalalið tón- listarfólks sem leikur með Ómari á plötunni. Magnús Trygvason Eli- assen leikur á trommur, Guðmundur Óskar úr Hjaltalín leikur á bassa, Hannes Helgason á farfisu, wurlitzer, rhodes og píanó, Steingrímur Karl Teague á píanó, clavinet og wurlitzer og Davíð Þór Jónsson á Sólóplata Ómars er ekki sú eina sem hann gefur út fyrir jólin því von er á tveimur plötum frá djasssveitinni ADHD. Auk Ómars skipa sveitina Óskar bróðir hans, Magnús Trygvason Elias- son trommari og Davíð Þór Jónsson hljómborðs- leikari. „Við vorum við upptökur að Logalandi um daginn. Útkoman var 80 mínútur af tónlist sem við erum svo ánægðir með að við ætlum, þvert gegn markaðslög- málum, að gefa ADHD 3 og ADHD 4 út fyrir jólin.“ Stíf ferðalög Þrjár tónleikaferðir um landið eru á dagskránni hjá Ómari fyrir jólin. Hann leggur í hann með Jónasi Sigurðssyni um miðjan mánuðinn. Þá tekur við hringferð með ADHD og að síðustu leggur Ómar í hann með eigin bandi. „Maður verður því miður ekki mikið heima hjá sér þann mánuðinn,“ segir Ómar. Tvær plötur frá ADHD Djasssveitin ADHD 74 tónlist Helgin 2.-4. nóvember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.