Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.11.2012, Qupperneq 80

Fréttatíminn - 02.11.2012, Qupperneq 80
Hipsteragleraugun virka við nærsýni Auður Viðarsdóttir er 25 ára mannfræðinemi og söngkona og hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Nóru. Hljómsveitin var að gefa út sína aðra plötu, Himinbrim, og treður upp á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni. Á morgun, laugardag, spilar sveitin í Eymundsson klukkan 17. Staðalbúnaður Ég kaupi rosa lítið af fötum en mér áskotnast samt nokkuð af fötum. Svo reyni ég að nota sköpunargáf- una til að gera eitthvað kúl úr því. Mér finnst langskemmtilegast að versla í útlöndum þó ég fari reyndar ekki oft út. Uppáhaldsflíkin mín er gamall skógarhöggsullarjakki sem ég held að tengdapabbi minn eigi. Ég var að fá mér ný gleraugu um daginn og bróðir minn skammaði mig þegar hann sá þau. Hann sagði að þau væru of hipsteraleg. Það var samt eiginlega óvart, ég er mjög nærsýn þannig að ég var alls ekki bara að reyna að vera kúl. Hugbúnaður Mér finnst alltaf gaman að kíkja í bæinn seinnipartinn á föstudögum á Happy Hour. Ég hef farið á Danska barinn, Slippbarinn og Stofuna. Mér finnst frábært hvað íslenskir staðir eru orðnir metnaðarfullir um þetta. Ég fer afar sjaldan út að djamma en þegar það gerist þá elti ég bara fólkið sem ég er með. Ég reyni aftur á móti að vera dugleg að fara á tónleika og fer því oft á Faktorý sem er frábær tónleika- staður. Tónlistin, skólinn og barna- uppeldi taka meirihluta tíma míns þannig að ég horfi lítið á sjónvarp. Ég get því aldrei tekið þátt í sam- ræðum um sjónvarpsþætti þó ég vildi. Í staðinn horfi ég á hinar og þessar barnamyndir. Ætli ég hafi ekki horft svona þrjátíu sinnum á brot úr Monsters Inc. síðasta mán- uðinn. Hún er skemmtileg. Ég reyni að vera dugleg að fara í jóga og vildi að ég kæmist oftar en ég geri. Vélbúnaður Uppfærsla á vélbúnaði hefur setið á hakanum síðustu árin því allur pen- ingur hefur farið í hljóðfærakaup. Macbook-tölvan mín er fimm ára, það er mjög mikið að henni en hún virkar samt. Síminn minn vekur alltaf athygli hjá fólki. Þetta er eld- gamall Nokia-sími með svarthvítum skjá og engri myndavél. Fólk sér þessa síma bara ekkert lengur. Á móti get ég verið stolt af Nord Electro 3 hljómborðinu mínu, það er mitt helsta stolt fyrir utan son minn. Ég komst yfir 300 vina mörkin á Facebook um daginn. Ég hef ekki hugsað mér að fara mikið hærra því ég vil hafa þetta lítið og kósí. Aukabúnaður Kærastinn minn er kokkur svo það er alltaf gott að borða heima en ég fer samt af og til út að borða. Í sumar fór ég á Tapashúsið því hann var að vinna þar. Svo förum við stundum á Laundromat því krakkal- eiksvæðið þar er svo gott. Ég legg ekki mikinn metnað í snyrtivörur en lít samt oftast ágætlega út. Ég á bíl en þar sem ég bý í Vesturbænum labba ég mjög mikið. Í sumar fórum við fjölskyldan í fyrstu utanlands- ferðina með syni okkar. Við fórum til Köben og Berlínar að heimsækja vinkonur mínar. Það var algjör snilld. Uppáhaldsstaðurinn minn í heiminum er samt sveitin hjá ömmu og afa rétt fyrir utan Akureyri. Ég reyni að komast þangað eins oft og ég get. Auður og félagar hennar í hljómsveitinni Nóru voru að gefa út nýja plötu. Þau spila þrisvar yfir Airwaves-helgina. Síðustu tónleikarnir eru á morgun, laugardag, í Eymundsson. Ljósmynd/Teitur  Í takt við tÍmann auður viðarsdóttir Iceland Airwaves tónlistarhátíðin stendur nú sem hæst. Auk hefð- bundinnar dagskrár og „off venue“ dagskrár eru fjölmargir áhuga- verðir viðburðir í gangi í miðborg Reykjavíkur. Til að mynda hefur stór hópur tónlistarmanna og mynd- listarmanna lagt undir sig Restaur- ant Reykjavík að Vesturgötu 2. Þar verða bæði hljómplötur og mynd- list til sölu og eru allir velkomnir og ókeypis aðgangur. Þeir myndlistarmenn sem sýna verk sín og selja eru Hugleikur Dagsson, Lóa Hlín Hjálmtýs- dóttir, Bergur Thomas Ander- son, Sigga Björg, Helga Páley, Páll Ívan, Loji Höskuldsson, Ing- var Högni Ragnarsson og Svav- ar Pétur Eysteinsson. Þá verða Útúrdúr og Ókeibækur með útibú á staðnum. Tónleikadagskrá föstudagsins er svohljóðandi: Klukkan 14 Borko, kl. 16 Prins Póló, kl. 17 Eysteinn Péturs- son og kl. 18 Sóley. Á morgun, laug- ardag, treður Tilbury upp klukkan 14, klukkan 16 er komið að Ásgeiri Trausta og klukkan 18 er það Jónas Sigurðsson. Listamenn hertaka Restaurant Reykjavík Berglind Häsler og Svavar Pétur Eysteinsson, sjálfur Prinspóló, sjá um dag- skrána á Restaurant Reykjavík. Ljósmynd/Ingvar Högni 76 dægurmál Helgin 2.-4. nóvember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.