Tölvumál - 01.12.1999, Page 13
Oryggi á netinu
Galdrar
Jónas Sturla Sverrisson
Notkun Internetsins
eykst stöðugt og
þjóðfélagið verður
háðara virkni þess
Hvað gerist ef Inter-
netið hættir að virka
eins og við reiknum
með?
að hlýtur að vera fyrir tilstilli galdra
að jafn flókið, víðfemt og að því er
virðist stjórnlaust fyrirbæri eins og
Internetið virkar. Hvaða önnur líkleg skýr-
ing getur verið á velgengni netsins? I
mörg ár hafa sérfræðingar spáð hruni þess
vegna stöðugt vaxandi fjölda útstöðva en
ekkert slíkt hefur gerst ennþá. Notkun
Internetsins eykst stöðugt og þjóðfélagið
verður háðara virkni þess. Svo fast er
Internetið orðið í sessi að fyrirtæki eru far-
in að treysta á það fyrir daglega starfsemi
sína og nota það til aukinnar tekjuöílunar.
Internetið virkar jú allan sólarhringinn alla
daga ársins _ er það ekki?
Mikið hefur verið rætt og ritað um ör-
yggi á Internetinu, í flestum tilfellum er
verið að fjalla um fremur tæknileg mál
eins og ruglunaralgóriþma, netvirki, sam-
skiptahátt o.s.frv. Það er ekki markmiðið
að koma með enn eina slíka greinina held-
ur verður reynt að varpa ljósi á öryggi
Internetsins frá öðrum hliðum. I raun
mætti segja að hér sé verið að benda á
veikleika Internetsins og hvaða áhrif þeir
geta haft á rekstur fyrirtækja í dag.
A mynd 1. hefur verið teiknuð upp ein-
föld mynd af Internetinu. Á myndinni hafa
allir veikir punktar verið merktir með
hring utan um. Með veikir punktar er átt
við staði á Internetinu sem geta af ein-
hverjum ástæðum hætt að gegna hlutverki
sínu.
Ekkert Internet=>enginn netverslun
=>engin viðskipti => engar tekjur =>
gjaldþrot
Hvað gerist ef Internetið hættir að virka
eins og við reiknum með? Fyrir einstak-
linga sem nota Internetið sér til hagræð-
ingar er þetta oftast spurning um óþæg-
indi. í stað þess að framkvæma banka-
vinnslu á netinu þarf að nota „gömlu“ að-
ferðina og fara í útibú banka eða spari-
sjóðs sem er í sjálfu sér ekki svo slæmt ef
ekki væri búið að fækka útibúum. Þessi
fækkun leiðir nú til þess að langar biðraðir
myndast og skyndilega tekur 60 mínútur
að gera það sem áður tók 5 mínútur. Fyrir
þá einstaklinga sem skipta einungis við
netbanka sem hefur engin útibú þá getur
stöðvun netsins orðið meira en bara óþæg-
indi.
Fyrirtækjum má skipta í þrjá flokka:
1. fyrirtæki sem nota Internetið fyrir
tölvupóst og einfalda vefsíðu.
2. fyrirtæki sem nota Internetið fyrir
tölvupóst, gagnvirka veljrjónustu
eða skjalalaus samskipti milli tölva.
4. fyrirtæki sem eingöngu eru til á Inter-
netinu þ.e. netverslun eða þess
háttar.
Fyrirtæki í Ilokki 1 verða fyrir minnstu
raski. Upplýsingastreymi milli starfs-
manna og viðskiptavina getur stöðvast en
mögulegt er að notast við síma og mynd-
senda til samskipta. Ekki þarf að gera
mjög miklar öryggisráðstafanir í þessu til-
felli en þó borgar sig að vera viðbúinn
áfalli.
Fyrirtæki í flokki 2 verða fyrir meira
áfalli sérstaklega ef þau nýta sér Internetið
fyrir pantanir frá viðskiptavinum eins og
algengt er orðið. Vissulega gætu við-
skiptavinir notað myndsenda fyrir pantan-
ir en allt eins er líklegt að jreir fari til sam-
keppnisaðila. Hér þarf að huga vel að ör-
yggismálum og reyna að undirbúa fyrir-
tækið fyrir áfall af þessu tagi.
Fyrirtæki í flokki 3 stöðvast algjörlega.
ÖIl starfsemi þeirra snýst í kringum Inter-
netið. Ef ekkert Internet er til staðar koma
engir viðskiptavinir sem leiðir til þess að
engar tekjur skapast sem aftur leiðir til
versnandi afkomu. Öllu máli skiptir að
hafa öryggismál í fullkomnu lagi. Afkoma
fyrirtækisins stendur og fellur með virkni
Internetsins og því verður að gera viðeig-
andi ráðstafanir.
Sent dæmi um tekjutap hjá netverslun
vegna stöðvunar er gott að benda á
Amazon netbókabúðina. I janúar 1998
lokaðist aðgangur að vefsíðum Amazon í
heilan dag sem olli áætluðum tekjumissi
upp á 35 milljónir króna auk þess sem fyr-
Tölvumál
13