Tölvumál - 01.12.1999, Side 15

Tölvumál - 01.12.1999, Side 15
Öryggi á netinu Öll fyrirtæki sem tengjast Internetinu vilja auðvitað hafa stöðugt samband en til þess að svo verði þarf að gera ráðstafanir. Eftir því sem fyrirtæki er háðara netinu því meira verður það að hafa fyrir því að tryggja góðan rekstur. Fyrir mörg fyrir- tæki er nauðsynlegt að hafa varaleiðir þannig að ef aðaltenging rofnar þá verði hægt að nota aðra leið til að tengjast net- inu. Einnig er nauðsynlegt að hafa tvö- faldan búnað þannig að ef aðalbúnaður stöðvast þá er hægt að skipta yfir á vara- búnað. Stundum er varabúnaður í öðru húsnæði sem eykur enn frekar á rekstrar- öryggið. Hvort sem verið er að hugsa um rekstr- ar- eða aðgangsöryggi þá er nauðsynlegt að skrá sem mest af upplýsingum um tölvubúnaðinn og notkun hans. Þegar áfall verður munu þessar skráningar verða ómetanlegar við endurreisn kerfisins. Rétt stefna I öllum tilfellum ættu fyrirtæki að vera með ákveðna stefnu í öryggismálum og framfylgja henni. Stefnan segir til um hvað fyrirtækið ætli að gera til þess að halda ákveðnu öryggisstigi, hverjir sjái um að framfylgja henni og hverjir beri ábyrgð á henni. Auk stefnunnar eiga að vera til nákvæmar upplýsingar um rekst- urinn, hvemig afritun fer fram og hvaða öryggisráðstafanir þurfí að viðhafa í tengslum við aðgangsöryggi. Öryggi upplýsingakerfa er jafnvægislist þar sem meta þarf hver verðmætin em sem á að verja og hversu mikið eigi að fjárfesta til þess að verja þau. Hafið í huga að enginn getur án öryggis verið þegar Intemetið er annars vegar — galdrar duga ekki. Jónas Slurla Sverr/sson er sérfræðingur í ör- yggismálum upplýsingakerfa og vinnur sem ráðgjafi í slíkum málum hjá KPMG ráðgjöf Tölvumál 15

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.