Tölvumál - 01.12.1999, Síða 24

Tölvumál - 01.12.1999, Síða 24
Rafræn tímarit Hér á landi hafa bókasöfn farið sér hægt, enda bæði fá og smá í samanburði við aðrar þjóðir Nú er beðið eftir því að Menntamálaráð- herra skipi í nefnd eða verkefnisstjórn um 20.000 nýjar greinar mánaðarlega. Því er ljóst að söfn sem kaupa aðgang að hluta eða jafnvel heildaraðgang geta augljósiega sinnt notendum sínum betur en áður. Hér á landi hafa bókasöfn farið sér hægt, enda bæði fá og smá í samanburði við aðrar þjóðir. Vegna smæðar og þess hve áhugi á einstaka tímaritum er dreifður bæði land- fræðilega og milli vinnustaða (til að mynda eru kannske 5-10 einstaklingar sem hafa áhuga eða þörf á ákveðnu efni en eru í vinnu á allt að 4-5 stöðum, vítt og breitt um landið) er samningsstaða ein- stakra safna veik. Þó hafa nokkrir samningar verið gerðir eða eru í burðarliðnum t.d. á háskólabóka- söfnunum, læknisfræðibókasöfnum og í Viðskiptaháskólanum. En allt er þetta í smáum stíl og hafa bókasöfn oftast samið fyrir sig og sína notendur um einstaka tíma- rit við einn og einn útgefanda. Ekki hefur verið um eiginleg samkaup að ræða, þótt til séu dæmi um það t.d. hafa 5 söfn sameinast um kaup að AB Infonn gagnagrunninum. Það er samt inikill og vaxandi áhugi fyrir samkaupum hvort sem er á landsvísu eða í samvinnu við söfn á hinum Norðurlöndun- um. Það sem hefur vantað er að einhver stýri slíkum samningum og höfum við gjarnan horft til Menntamálaráðuneytis um frum- kvæði, að minnsta kosti um frumkvæði að landsaðgangi. Ráðuneytið gekkst fyrir því í ár að ganga frá samningum um aðgang að Encyclopædia Britannica Online og eru Islendingar að því ég best veit eina þjóðin sem hefur samið um slíkan lands- aðgang. I apríl síðast liðinn kom út skýrsla á vegum Menntamálaráðuneytis: Um aðgang bókasafna, stofnana og ein- staklinga að erlendum og innlendum gagnasöfnum. Þar var lagt til í öðrum áfanga, að kanna þyrfti nánar og leita leiða til að fá aðgang að rafrænum tíma- ritum. Nú er beðið eftir því að Mennta- málaráðherra skipi í nefnd eða verkefnis- stjórn eins og lagt var til í skýrslunni og líklega verður það í lok nóvember. Að lokum Með því að fara sér hægt getum við lært af þeim sem lengra eru komnir í samninga- gerðinni, en það breytir hins vegar ekki því að þróunin er hröð og ef við ætlum að búa nemendum og fræðimönnum gott um- hverfi verðum við að stórbæta aðgang þeirra að rafrænum miðlum hvort sem um er að ræða tímarit eða gagnagrunna enda eru skilin að verða óljós þar á milli. Eg vona að nýstofnað félag sem sameinar krafta þeirra er starfa að bókasafns- og upplýsingamálum, muni eiga frumkvæði að samningum um slíkan aðgang. Hrafnhildur Hreinsdóttir er yfirbókavörður hjá Landssíma Islands hf 24 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.