Tölvumál - 01.12.1999, Page 36
NetWorld + Interop
Arkitektúr er ekki það
sama og högun net-
kerfis sem segir til um
stærð og staðsetn-
ingu eininganna,
heldur er hann leið-
beinandi um tækni-
legar útfærslur
Netgreiningardagur var fyrir fagmenn í
tæknirekstri og fjallaði um greiningu
vandamála og rekstur netkerfa. Farið var
yfir mikilvægustu þættina, svo sem skjöl-
un netkerfa, greiningu á afköstum og svar-
tíma, skynjun á innbrotum og þjónustu-
samninga (e; service level agreements:
SLA).
A VöIP deginum var farið ýtarlega í út-
færslu á tali yfir IP netkerfi, allt frá grund-
vallaratriðum í símtækni, meðhöndlun tals
í stafrænum kerfum, flutning tals yfir
tölvukerfi og yfir í hönnun netkerfa. Farið
var yfir sýnidæmi og reynslusögur, og
spáð í framtíð VoIP.
A Ljóstæknideginum var farið yfir
stöðu ljósleiðaratækni í dag og fjallað um
ýmsa tæknilega þætti ljósleiðarakerfa og
háhraðanetkerfa.
Framsöguræður
Nokkrir mikilsmetnir aðilar úr tölvu- og
fjarskiptaheiminum héldu framsöguræður
(e; keynotes) flesta ráðstefnudagana. A
slíkum fyrirlestrum er áhersla á þróun
tölvu-, upplýsinga- og fjarskiptatækni og
rökstudda spádóma um framtíðina.
Rick McGinn, forstjóri Lucent
Technologies, lagði áherslu á hlutverk
hugbúnaðarþróunar í aukningu á afkasta-
getu og þjónustu á Alnetinu. Forritanlegur
netbúnaður verður forsenda útþennslu á
rafrænum viðskiptum (e; e-commerce).
Hann spáði því að bandbreidd myndi
aukast um 100- til 250-falt á næstu 5
árum, og fullyrti að sú tækni sem tengir
notendur við Alnetið, bæði lagnir og þráð-
lausar lausnir, yrði mikilvægur hlekkur í
þróuninni.
Kathleen B. Early, framkvæmdastjóri
AT&T Internet Services, benti á að sam-
kvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið
sé um 280 milljónum klukkustunda eytt á
ári í bið eftir niðurflutningi skráa af Alnet-
inu. Því væri mikil áhersla á aukningu á
bandbreidd, og kynnti hún í því sambandi
nýja þjónustu hjá AT&T fyrir DSL og kap-
almótöld. Hún fjallaði líka um IP væðingu
og möguleika á útfærslum í öllum hugsan-
legum tækjum og tólum með tengingum
þráðlaust við Alnetið — ljósmyndavél
með GPS, stefnuvita og IP tengingu við
gagnagrunn, lófatölvur og nýja kynslóð
armbandsúra með gagnagrunnstengingum.
Hún lagði áherslu á að forritanleiki tækja
og valkostir notandans myndu aukast
stöðugt á næstu misserum og árum.
William Larson, stjórnarformaður og
forstjóri Network Associates, kynnti nýtt
nettæki sem fyrirtækið hefur þróað. Má
segja að tækið sé „svartur kassi” sem inni-
heldur ýmsa öryggisþætti, eins og veiru-
varnir, eldveggi og fleira, þar sem stjómun
og umsjón er möguleg yfir fjarvinnslulín-
ur og víðnet frá miðlægri tölvumiðstöð.
Jorma Ollila, stjórnarfonnaður og for-
stjóri Nokia, benti á að vöxtur í farsíma-
notkun hefur sífellt orðið meiri en bjartsýn-
ustu spár hafa áætlað, og hann fullyrti að
svo yrði áfram. Hann lagði áherslu á að
þróun í far-tækjum fælist í einu samræmdu
kerfi sem tengir alla þættina saman, og sem
gerir farsíma að alhliða tæki með veraldar-
vef og tengingum inn á Alnetið. Hann lagði
til að menn leggðu skammstöfunina WAP á
minnið, því hún stæði fyrir forsendu í þró-
un framtíðarinnar.
Sýningin
A sýningunni, sem stóð í þrjá daga, voru
509 sýningaraðilar með bása. Sýningar-
gólfin eru meira en 90.000 fermetrar að
flatarmáli og skiptist svæðið í tvo stóra
sali. Meðal sýnenda voru öll stærstu fyrir-
tækin í heiminum sem selja vörur eða
þjónustu fyrir upplýsingatækni. Sem
dæmi nægir að nefna fyrirtækin 3Com,
Check Point, Cisco, Citrix, Computer
Associates, Hewlett-Packard, Intel,
Lucent, Microsoft, Network Associates,
Newbridge, Nokia, Nortel og Novell.
Meðal þess sem var til sýnis var net-
kerfi sýningarinnar, en það er talið vera
með stærstu og fullkomnustu tölvunetum
sem sett hafa verið upp. Þar var markmið-
ið að staðfesta samvirkni tæknilausna og
sýna fram á að nýjar tæknilausnir virki.
Notendafjöldinn var rúmlega 50.000 not-
endur þar sem allir sýningargestir fengu
kenni og aðgangsorð inn á staðarnetið auk
þess sem allt sýningarsvæðið var tengt
kerfinu og byggði í raun á því.
Arkitektúr netkerfa
I boði voru 53 námskeið, ýmist dags nám-
skeið eða tveggja daga. Efnisflokkar voru
átta; Grunnþættir Alnetsins, Netskiptar,
Aðgangstækni (þráðlaus tækni, hröð
pakkanet, kapall), Netumsjón, skipulagn-
36
Tölvumál