Tölvumál - 01.12.1999, Page 38

Tölvumál - 01.12.1999, Page 38
NetWorld + Interop Leiga á notkunarhug- búnaði le; app- lication service providers: ASP) er vaxandi, þar sem við- skiptavinir geta keypt aðgang hjá miðlæg- um þjónustuaðilum að ýmsum forritum, þar á meðal skrif- stofukerfum og fjár- hagskerfum auk að- gengis að Alnetinu og tölvupósti Tölvudeild tíl leigu! ...ogþú greiðirfast mánaðargjald Álit er óháð rekstrar-og ráðgjafafyrirtæki á tölvumarkaði og frum- kvöðull á sínu sviði hérlendis. Við sérhæfum okkur í rekstri á öllum tegundum tölvukerfa og tökum ábyrgð á rekstri tölvukerfis þíns gegn föstu mánaðargjaldi. Med þjónustusamningi við Álit leigir þú úrvals tölvudeild sem hefur þeirra hagsmuijia einna að gæta að tölvukerfi þitt starfi eins og til er ætlast. hD Kynntu þér kosti þjónustusamnings Álits fyrir þig og fyrirtæki þitt. 1 * L fthkt REKSTUR OG LEIGA TOLVUKERFA OUTSOURCING AND FACILITY MANAGEMENT ALIT EHF. • ENGJAVEGUR 6 • 104 REYKJAVIK SÍMI 51 0 1 400 • FAX 51 0 1409 • TÖLVUPÓSTUR alit@alit.is tökum og kenn- ingum sem verið hafa í gangi und- anfarin ár telst ekki lengur raun- hæft eða hag- kvæmt. Svokallað sýndar-staðarnet (e; virtual LAN: VLAN) og hermi- staðamet (ELAN) eru ekki lengur upp á borðinu, og ATM tæknin er ekki lengur talin hagkvæm í staðar- netum, nema í nethryggjum þar sem gífurlegar kröfur eru um bandbreidd ásamt þörf á tali og myndflutningi. Bandbreidd og bandbreiddarstýr- ingar (e; quality of service: QoS) voru í hávegum, en flestir sérfræð- ingar töldu band- breidd í staðar- og víðnetum það ódýra að varhuga- vert að fara út í flóknar kostnaðarsamar stýringar nema í tengslum við fjarvinnslu yfir takmarkaða bandbreidd. í flestum til- vikum væri raunhæft að auka bandbreidd frekar en að fara út í QoS eða netreglur. Þessi ráðstefna var mjög lærdómsrík í heildina. Það að veltast um í þvílíkri hringiðu sem myndast á svona stað og skynja strauma og áherslur er í sjálfu sér gagnlegt en með skipulagningu á tíma sín- um er hægt að ná miklum árangri í upp- byggingu á þekkingu og yfirsýn yfir hönn- un, rekstur og umsjón netkerfa. Þarna voru samtals 230 fyrirlesarar og kennarar, allt nafntogaðir sérfræðingar á sínu sviði og menn með mikilsverða þekkingu og reynslu. A ráðstefnunni gafst einnig tæki- færi til að hitta verkefnisstjóra og tækni- stjóra hjá tölvutæknifyrirtækjum til að ræða tiltekin vandamál og fá leiðbeiningar um úrlausnir á þeim. En þegar upp var staðið var þó eitl lög- mál sem flestir töluðu um og töldu mikil- vægast. Það snýr að mikilvægi þess að byggja tölvukerfi upp á einfaldleika fyrst og fremst; að fara alltaf úrlausnarleiðir sem leiða til einfaldari tæknibyggingar og einfaldari reksturs. Lögmálið gengur undir nafninu KISS: Keep It Simple, Stupid. Arnaldur F. Axfjörð er með MS-gráðu í Raf- magnsverkfræði og starfar sem verkefnastjóri 38 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.