Tölvumál - 01.12.1999, Page 39
FAQ: Ertu tölvufræðingur
FAQ: Ertu tölvunarfræðingur?
er Ibaó ekki erfitt?
Helga Waager
Við fyrstu sýn viðist
þessi starfsgrein vera
einokuð af ungum,
tæknilega sinnuðum
karlmönnum
Islensk hugbúnaðar-
hús eru því i beinni
samkeppni um starfs-
fólk við erlend fyrir-
tæki
Við sem störfum við hugbúnaðar-
gerð erum gjarnan spurð þeirrar
spurningar hvort það sé ekki
geysilega flókið og erfitt starf, sem krefjist
mikillar menntunar.
Eftir að hafa svarað, jú, jú og jú, er rétt
að hugleiða hverjir það eru sem koma að
hugbúnaðargerð, hvert hlutverk þerirra er
og hver sé staða íslenska hugbúnaðar-
geirans í samanburði við aðrar þjóðir.
Hverjir vinna við hugbúnaðargerð? Við
fyrstu sýn viðist þessi starfsgrein vera ein-
okuð af ungum, tæknilega sinnuðum karl-
mönnum. Það er að hluta til alveg rétt.
Flestir forritarar á Islandi eru karlmenn
undir fimmtugu, með tæknilega menntun,
þ.e. kerfisfræðingar, tölvunarfræðingar
eða verkfræðingar. Mun fleiri koma þó að
þessari grein. Þannig má finna í íslenskum
hugbúnaðarfyrirtækjum aragrúa fólks með
margs konar bakgrunn sem ýmist hefur
aflað sér þekkingar í þróun hugbúnaðar,
eða vinnur önnur þau störf sem þarf að
sinna til að hugbúnaðurinn verði að mark-
aðshæfri vöru. Má þá nefna viðmótshönn-
un, prófun á hugbúnaði, ritun á tæknileg-
um texta, markaðssetningu, stjórnun og
þekkingaröflun af ýmsu tagi. Samsetning
starfsfólk í greininni er því í raun mikið
fjölbreyttari en virðist við fyrstu sýn og
þar eru ýmis tækifæri fyrir fólk sem ekki
hefur sérþekkingu á hugbúnaðargerð sem
slíkri.
Eftir stendur að kjaminn í hverju hug-
búnaðarhúsi er sterkur hópur forritara. Nú,
sem endranær, virðist vera mikill skortur á
tölvunar- og kerfisfræðingum. Hérlendis
eins og annarsstaðar hefur skortur á forrit-
urum er viðvarandi.
Fyrirtæki sem vinna við þessar aðstæð-
ur, verða að sjálfsögðu að aðlagast þeim
og grípa til þeirra ráða sent tiltæk eru til
að bæta úr skortinum. Leiðir til úrbóta eru
nokkrar:
• Auglýsa eftir fólki
• Yfirbjóða gott starfsfólk hjá öðrum
fyrirtækjum
• Bæta vinnu á það starfsfólk sem fyrir
er
• Skera niður verkefni
• Kaupa verktakaþjónustu erlendis frá
• Flytja fyrirtækið á stærra markaðs-
svæði, að hluta til eða í heild.
Öll íslensk hugbúnaðarhús hafa gripið
til einhverra þessara ráða. Sum hafa gripið
til þeirra allra. Staðan í dag er sú að erfitt
er að fá starfsfólk með auglýsingum, gott
starfsfólk er flest á góðum launum og
erfitt er að kaupa það milli fyrirtækja,
vinnuálag á starfsfólk er mikið og flest
fyrirtæki hafa þurft að sætta sig við lengri
vinnslutíma verkefna en þau hefðu kosið,
vegna skorts á starfsfólki.
Eftir standa tvær lausnir, sem báðar eru
af sama meiði, -stækka þann markað sem
starfsfólk er sótt til.
Þar sem hugbúnaður er gjarna alþjóðleg
markaðsvara, er ekki óeðlilegt að íslensk
fyrirtæki líti svo á starfsemin þurfi ekki öll
að vera rekin á sama stað, nú eða að flytja
megi inn starfsfólk til lengri eða skemmri
tíma.
Alþjóðlegt starfsumhverfi þýðir þó
einnig að inikil eftirspurn er eftir íslensku
hugbúnaðarfólki erlendis, bæði í Evrópu
og Bandaríkjunum. Islensk hugbúnaðar-
hús eru því í beinni samkeppni um starfs-
fólk við erlend fyrirtæki. Það hefur haft
þau áhrif að kjör starfsmanna hérlendis
taka sífellt meira mið af þeim kjörum sem
starfsfólki býðst erlendis. Til að mynda
bjóða æ fleiri hátæknifyrirtæki starfsfólki
sínu svokallaða kaupréttarsamninga (stock
options), þar sem starfsfólki býðst að
kaupa hlut í fyrirtækinu á fyrirfram
ákveðnu gengi, í þeirri von að gengi fyrir-
tækisins verði með þeim hætti að bæði
fyrirtækið og starfsfólk þess hafi hag af.
Venjan er að kaupréttur starfsmanna eykst
nteð tímanum sem aftur verður til þess að
fyrirtækinu helst betur á sínu starfsfólki.
Tolvumál
39