Tölvumál - 01.12.1999, Síða 41

Tölvumál - 01.12.1999, Síða 41
Tæknisamruni Samruni tölvutækni og símatækni Björn Jónsson Internetið hefur þegar haft ótrúleg áhrif á hegðunarmynstur fólks og auknir möguleikar á gagnaflutningi munu einungis ýta undir þá notkun Nútíma símstöðvar eru ekkert annað en tölvur, oftast keyrandi einhverja útgáfu af Unix Notkun síma og tölva er nánast órjúfanlegur hluti af daglegu lífi og talinn sjálfsagður og nánast óumflýjanlegur hluti í starfsemi flestra fyrirtækja. Fram að þessu hafa þessir tveir heimar verið mikið til aðskildir. Innan fyr- irtækja hefur verið algengt að sérstök tölvudeild sjái um tölvumálin, en síma- málin hafi verið á hendi annarra. Hins vegar er það þannig, þegar um umtals- verða skörun er að ræða milli þessa tveggja heima, að ekki er alltaf ljóst hvað flokkast til símamála og hvað til tölvu- mála og munu þessi skil verða æ óljósari á næstu árum. Mikilvægt er því að fyrirtæki skoði þessi mál í samhengi. Hér verður getið um nokkur þeirra sviða þar sem við þegar sjáum þessa tækni renna saman. Fjarskiptaumhverfi framtíðarinnar Skipta má fjarskiptum í dag upp í tvo megin þætti, annars vegar hefðbundið tal og hins vegar gagnaflutning. Það er óum- deilt að gríðarlegar breytingar eiga sér nú stað í öllu sem lítur að fjarskiptum og því fer fjarri að sjái fyrir endann á þeirri þró- un. Internetið hefur þegar haft ótrúleg áhrif á hegðunarmynstur fólks og auknir möguleikar á gagnaflutningi munu ein- ungis ýta undir þá notkun. Verði síðustu ára seinna meir minnst sem ára Internetsins er líklegt að næstu ára verði minnst ára fjarskipta, án þess þó að dregið sé úr mikilvægi Intemetsins. Erfitt er að segja til unt hvernig staðan verður eftir nokkur ár en líklegt er að eftirfarandi muni gerast: • Kostnaður vegna gagnasamskipta mun snarlækka, samhliða stórauknu frantboði á bandbreidd. Bandbreiddar- þörf fyrirtækja sem og einstaklinga mun einnig stóraukast. Net verða þannig uppbyggð að öryggi og gæði verða tryggð með mörgum mögulegum flutnings- leiðunt, gagnsæjum gagnvart notend- um. • Net munu verða byggð á IP frekar en hefðbundnum rásavalsnetum. Öll umferð, hvort heldur tal, gögn eða myndir munu fara eftir sama miðlin- um. Símatækni og tölvutækni mun renna saman. • Kostnaður vegna lítilla gagnasam- skipta, til dæmis venjulegra símatala, verður of lágur til að réttlæta rukkun fyrir hvert samtal. • Fjarskiptafyrirtæki munu bjóða ótak- markaða bandbreidd á föstu verði milli hvaða tveggja staða sem er. Fjar- lægðir og staðsetningar verða óháðar kostnaði. • Þráðlaus fjarskiptabúnaður verður alls ráðandi. Farsímar munu smá saman leysa hefðbundna síma af hólmi og verða jafnframt alhliða handtölvur. Gagnaflutningur og samspil tals og gagna Flest stærri fyrirtæki með starfsemi á mörg- um stöðum eru með staðamet á hverjum stað sem síðan eru tengd saman á víðneti. Þessi sömu fyrirtæki eru einnig vanalega með símstöðvar og símanet á hverjum stað. Þegar hringt er ntilli staða innan fyrirtækis- ins fer símtalið í gegnum almenna símkerf- ið og greitt er fyrir símtalið. í sumum til- fellunt eru fyrirfæki jafnvel með sérstaka leigulínu til að tengja saman símstöðvar. Með sérhæfðum beinunt er hægt að tengja saman símkerfin og tölvunetin þannig að samtöl milli staða fari eftir víðnetinu og þannig ekki greitt sérstaklega fyrir símtöl- in. Fyrir fyrirtæki þar sem samskipti ntilli staða eru mikil er oftlega um töluverðan spamað að ræða. Aður en farið er út í slíkar tengingar er eðlilegt að meta hagkvæmni þess, því í sumum tilfellum er alls ekki um spamað að ræða. Ljóst er þó að þróunin er í þessa átt. Símstöðvar framtíðarinnar Skilin milli hefðbundinna símstöðva og tölvukerfa verða stöðugt óljósari. Nútíma símstöðvar eru ekkert annað en tölvur, oft- Tölvumál 41

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.