Tölvumál - 01.12.1999, Page 42

Tölvumál - 01.12.1999, Page 42
Tæknisamruni ast keyrandi einhverja útgáfu af Unix. Einnig eru til símkerfi sem keyra á NT stýrikerfi á venjulegum netþjónum. Rekstraröryggi slíkra kerfa þó enn sem komið er ekki talið ásættanlegt í saman- burði við hefðbundnar símstöðvar sem þykja býsna áreiðanlegar og óljóst hvort slíkar PC-símstöðvar eigi eftir að ná mik- illi útbreiðslu. Líklegra er að Intemet símatækni eigi eftir að hafa meiri áhrif. Með slíkri tækni er símstöð fyrirtækisins tengd inn á stað- arnetið og síðan er hægt að tengja IP sím- tæki beint inn á tölvunet fyrirtækisins. Einnig er mögulegt að nota PC tölvur með tölvusíma og í raun allan þann búnað sem styður svokallaðan H.323 staðal. Þetta hefur tvíþætt hagræði. I fyrsta lagi þarf ekki lengur sérstakt net fyrir tölvulagnir og annað fyrir símkerfið, heldur er hægt að notast einungis við tölvunetið. I annan stað gefur þetta á einfaldan hátt möguleika á að flytja tal í gegnum víðnet fyrirtækis- ins og greiða þannig ekkert fyrir samtöl innan fyrirtækisins jafnvel þótt talað sé milli landshluta. Þegar eru lausnir á mark- aðinum sem bjóða upp á þetta, en auk þess eru stóru símstöðvaframleiðendurnir á fullu að aðlaga sín kerfi að þessari nýju tækni. Með IP símatækni er því hægt að hringja erlendis með sama kostnaði og um bæjarlínusímtal væri að ræða. Hafa verður í huga að Internetið sjálft er vart ásættan- legt til að flytja tal enn sem komið er, heldur þarf þessi IP flutningur helst að vera yfir „Frame-Relay“ eða ATM. Innan- lands er takmarkaður fjárhagslegur sparn- aður af notkun IP símatækni því sam- kvæmt núverandi gjaldskrá er landið allt eitt gjaldsvæði. Mynd 1. sýnir dæmigerða uppbyggingu IP símakerfis yfir „Frame- Relay“ víðnet. Símstöðvar munu einnig bjóða upp á þann möguleika að þegar farsími er notað- ur innan fyrirtækisins nemur símstöð fyr- irtækisins það og meðhöndlar símtalið sem venjulegt bæjarsímtal. Þegar farið er út úr fyrirtækinu virkar farsíminn á venju- legan hátt og greitt er fyrir GSM símtal. Þetta sparar peninga auk þess sem notend- ur þurfa einungis eitt símanúmer, í stað þess að vera með sitthvort númerið fyrir vinnusímann og farsímann. Eftir því sem valkostum á fjarskipta- þjónustu fjölgar fer sá möguleiki sím- stöðva að geta valið kjörleið símtals (e. „Least cost routing“) að skipta miklu. Nú- tíma símstöðvar er hægt að forrita á þann hátt að ódýrasti valkostur er valinn eftir því hvert verið er að hringja, á hvaða tíma dags hringt er osfrv. Allt þetta fer fram án þess að notandinn verði var við. Tölvusímtækni Símkerfi flestra fyrirtækja bjóða upp á fjölda möguleika sem ekki eru að fullu nýtttir. Oft vegna ónógrar kennslu en einnig vegna þess að margar þessara sér- aðgerða kalla á einhvern innslátt á takka- borðið einsog31#181*54. Þetta man 42 Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.