Heimilisritið - 01.01.1947, Side 44
hurðinni svo fast á eftir sér, að
húsið skalf, og sneri síðan lyklinum
í skránni með fálmandi höndum.
Vindkviða skall á húsinu svo
hrikti í hverju tré.
Fyrst ætlaði hún að hlaupa út,
en á leiðinni að útidyrunum mundi
hún eftir andlitinu, sem hún hafði
séð á glugganum.
Ef til vill var það ekki ímyndun.
Ef til vill var það andlit morð-
ingja — morðingja, sem beið eftir
henni úti í storminum.
Hún Iét fallast í stól, skjálfandi
af ótta. Hún gat ekki verið hér
lengur — í návist þess, sem var í
kistunni. I>ó þorði hún ekki að
fara út. Bara að Ben kæmi. Hann
,mundi vita hvað gera ætti. Hún
nuddaði augun. Það sem hún hafði
séð, brenndi sál hennar eins og blá-
sýra og varirnar bærðust í mátt-
lausri örvæntingu.
/ gövilu kistunni liennar var
samanhni'prað lconvUk.
Hún hafði ekki séð andlitið;
höfuðið var beygt niður í hornið
og laust hárið féll um það. Konan
yar rauðklædd. Önrrnr höndin
hvíldi rétt undir lokinu, og á
löngutöng var karlmannshringur,
signet með mynd af ljóni, sem stóð
á afturfótunum og hafði lítinn dem-
ant í klónum. Það var demantur-
inn, sem hafði endurkastað ljós-
neistanum.
Hún mundi aldrei gleyma því,
aldrei gleyma, hvernig konan lá
með kreppt hné og nakta hvíta
arma í hálfbirtu kjallarans, og
ógreitt, tjásulegt hár, sem féll fram
yfir andlitið.
Hún hélt áfram að skjálfa, svo
að tennurnar glömruðu í munn-
inum á henni, þótt hún reyndi að
stilla sig; en vitundin um, að hún
var lokuð hér inni með líki mjTtr-
ar konu, ætlaði að trylla hana.
Hún sveipaði jakkanum fastar
að sér, reyndi að verjast þeim 'hel-
kulda, sem læsti sig um hana, og
smátt og smátt fór hugsun hennar
að skýrast. Hún byrjaði að gera
sér ljóst, að það var um margt
annað að hugsa en sjálft morðið,
dauðann. Það mundi hafa sínar
afleiðingar; líkið hafði einhverra at-
vika vegna verið falið í kjallaran-
um, og það mundi finnast þar, og
það múndi hafa sínar afleiðingar.
Lögreglan mundi koma.
Fyrst í stað fannst henni það
nokkur huggun, að lögreglumenn-
irnir mundu taka líkið úr kjallar-
anum og fara burt með það.
Svo gerði hún sér ljóst að þetta
var hennar kjallari — hennar og
Bens; og lögreglumenn voru tor-
tryggnir og hnýsnir. Mundu þeir
halda, að hún hefði drepið konuna?
Mundu þeir trúa því, að hún hefði
aldrei séð hana fyrr?
Eða mundu þeir halda að Ben
hefði gert það? Mundu þeir taka
bréfin í hvítu umslögunum, fjar-
veru Bens að heiman og hennar
42
HEIMILISRITIÐ