Heimilisritið - 01.01.1947, Page 52

Heimilisritið - 01.01.1947, Page 52
KIDDI í KJAILARANUM Slagsmálahefjan Smdsaga úr skemmtanalífinu í Reykjavík KALLI flýtti sér sem mest hann mátti að hafa fataskipti. Félagar hans, þeir Gústi og Gvendur, voru orðnir leiðir á að bíða eftir öllu þessu pjatti í honum, því Kalla fannst hann aldrei vera orðinn nógu fínn og sætur, þegar hann leit í spegilinn. Gústi og Gvendur reyndu að drepa tímann á meðan, með því að rifja upp síðasta ball- ið, sem þeir höfðu farið á. Og þeir hældu Kalla fyrir, hvað hann hefði leikið sveitamanninn illa, sem hann hafði slegizt við í það skiptið. Það kom sjaldan fyrir, þegar þeir félagar fóru saman á ball, að þeir lentu ekki í áflogum við hina og þessa pilta, sem þeim fannst eitthvað hjákátlegt við, og þá stóðu þeir saman sem einn maður, til vonar og vara. Nú var Kalli loksins tilbúinn og ljómaði allur og lyktaði af dýrum ilmvötnum. En áður en þeir lögðu af stað fengu þeir sér góðan sopa af brennivíni, til að fá í sig meira 50 fjör. Þeir gengu niður í bæinn, og Kalli stakk upp á því, að þeir færu á sama stað og síðast, því þar væri alltaf mesta fúttið og nóg af kvenfólkinu. Gústi og Gvendur voru undir eins til í það. Það hvein í harmónikunni, þeg- ar inn í danssalinn kom, og allt virtist vera í, fullu fjöri, svo að þeir félagar áttu bágt með að stilla á sér fæturna. Þeir flýttu sér að ná sér í borð, þar sem þeir gætu verið út af fyrir sig, keyptu sér gosdrykki á það og helltu úr Dauðaflöskunni saman við, svo lítið bar á. Þeir urðu kátari og vanstilltari eftir því sem leið á ballið, voru alltaf að bjóða stúlkunum upp og hringsnúast úti á dansgólfinu með alls konar fettum og brettum, en þó sérstaklega Kalli, því hann var þeirra liðugastur og sparaði ekki að láta það í ljós. Meðan þeir sátu við borðið og biðu eftir næsta danslagi, skemmtu HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.