Heimilisritið - 01.01.1947, Qupperneq 59

Heimilisritið - 01.01.1947, Qupperneq 59
svo allt í einu í faðm sér. „Ég kom einmitt“, sagði hann og þrýsti henni að sér, „í þeim er- indum að segja þér að kvíða engu þess vegna. Nú vitum við þó hver hefur fundið það og við finnum einhver ráð. Hún fer ekki að flagga með það fyrst um sinn, því það yrði henni sjálfri til miska“. Litlu síðar kom Gally inn, og rétt á eftir gekk lögregluþjónninn fyrir dyrnar. Þá sat Marcia í sóf- anum og Rob stóð við borðið. „Það er bezt ég fari“, sagði Rob lágt. „En Marcia — mundu mig um það, að tefla ekki í neina tví- sýnu. Ég vil ekki hræða þig — en — þú manst að í nótt sem leið ... “ Hann hætti við setninguna og leit brúnaþungur og áhyggjufullur á hana. Hún vissi, að hann vildi minna hana á, að það hafði verið í nótt, nokkrum tímum eftir að Ivan hafði verið myrtur, sem einhver ætlaði að ráðast á hana í myrkr- inu. Og að húsið var stórt, gamalt og skuggalegt, og gæti haft ýmsar leyndar inngöngudyr. Og að morð- inginn gæti verið einhver af þeim, sem umgekkst hana daglega. „Veiztu, að Gally dvelur hérna?“ spurði Marcia. „Beatrice bauð honum“. „Beatrice? Hvað kemur til?“ „Ég veit það ekki“. „Jæja, en það er gott, fyrst ég má ekki taka þig með mér, eitt- hvað langt í burtu — vernda þig Hann var svo nálægt. Það var svo gott að hafa hann hér. Hreim- ur raddar hans og snerting handa hans yljuðu henni og veittu henni aukinn þrótt. „Þú skilur, hvaða þýðingu það hefur, að hnífurinn skyldi hafa ver- ið falinn þarna í skúffunni?“ spurði Rob. „Sennilega í því augnamiði að geta gengið að honum þar síðar, þegar hans yrði þörf“. „Já. En þú skalt ekki minnast á það við lögregluna, að Beatrice hafi séð hnífinn í borðskúffunni. Þeir fundu umslagið á borðinu og gætu því haldið þig hafa vitað um hnífinn þar. En nú ættirðu að reyna að hvíla þig og sofa. Þú lítur út eins og liðið lík í framan. Og mundu að hljóða af öllum lífs og sálar kröftum, ef þú verður hrædd eða vör við eitthvað11. Gally fylgdi honum litlu síðar að garðshliðinu. Um nóttina var allt kyrrt og hljótt, næstum of hljótt. Og dag- inn eftir gerðist einnig fátt meðan bjart var. Ancill bægði blaðamönn- um frá húsinu og svaraði upp- hringingum frá vinum fjölskyld- unnar. Marcia varð hvorki vör við Verity né Rob. Veðrið var heitt og* þungt, óeðli- lega hlýtt, eftir kuldann og regnið sem verið hafði. HEIMILISRITIÐ 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Heimilisritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.