Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 62

Heimilisritið - 01.01.1947, Síða 62
Skærin voru ekki á borðinu, og ekki heldur á gólfinu — þau voru hvergi í herberginu. Og það var enginn í herberginu. Hún gekk strax úr skugga um það. Og þar var ekki minnsta hreyfing, ekkert hljóð. En skærin — þung og beitt — voru horfin. Horfin ... og Marcia varð gripin geigvænlegum, hroll- kenndum hugarkvíða. Hún varð að skýra frá þessu — vara alla við, áður en það. yrði um seinan. Dyrnar höfðu lokazt. Það var skrítið. Hún mundi ekki eftir því, að hún hefði lokað þeim á eftir sér. En húsið var gamalt — senni- lega höfðu þær lokazt sjálfkrafa; hurðirnar voru svo skakkar á hjör- unum, að þær ýmist opnuðust eða lokuðust af sjálfu sér, ef þeim var ekki því betur lokað. En þær aflokuðust ekki. sjálf- krafa. Hún margreyndi árangurslaust að opna. „Mundu að hljóða af öllum lífs og sálarkröftum“, hafði Rob sagt. Hvernig gat hún hljóðað, þegar hún kom ekki upp nokkru tísti? Auk þess myndi enginn heyra til hennar inni í aflæstu herbergi með þykkum, vel einangruðum veggj- um í þessu stóra húsi. Enginn nema Beatrice. Ef til vill myndi sá, er aflæst hafði hurðinni, koma fljótt aftur. ... En hún varð að vara fólk við — hún varð að segja frá því, áður en það yrði um seinan. Hún gat ekki varað það við, og það var þegar orðið um seinan. Eitthvað tíu mínútum síðar var komið að Beatrice — myrtri. XIII. KAPÍTULI ÞAÐ VAR komið að Beatrice þar sem hún lá liðið lík rétt fyrir utan dyrnar á bókastofunni. Delia fann hana þar. Hún kom af tilviljun inn í anddyrið og um leið og hún kveikti sá hún þessa óvæntu, ógeðfelldu sjón. Hún æpti upp yfir sig og Marcia heyrði ópið. Hún heyrði einnig hratt fótatak og hið hvella, skerandi hljóð lög- reglublístrunnar. Dyr opnuðust og lokuðust. Gengið var um stigann. Löngu síðar, að hanni fannst, var nafn hennar kállað upp. Hún reyndi að svara og barði á læsta hurðina með hnúum og hnef- um. í fjarlægð heyrðist lögreglu- bíll nálgast. Gally varð hennar loks var, og Rob kom, þegar hann heyrði köll þeirra. „Marcia!“ „Hvað er þetta? Hvað kom fyr- ir?“ „Marcia! Við fundum þig hvergi. Er allt í lagi með þig?“ Framhald í nœsta hefti. 60 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.