Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 12

Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 12
„Komdu hingað, Pat“. „Ég kem“. Hann gekk eftir ströndinni til þess að ná í handklæðið sitt. í því kom kona gangandi fram- hjá þeim, á leið niður að strönd- inni. Það var eins og ný vera kæmi fram á leiksvið. Það leit út fyrir að hún vissi það. Ekki af því að hún fyndi til sín, en það var eins og hún væri vön því, að nærvera hennar vekti eftirtekt. Hún var há og grönn. Hún var í hvítum sundbol, sem var opinn í bakið. Allur líkami hennar var jafnfallega brúnn. Hún hafði þykkt, rauðbrúnt hár, sem liðaðist niður með hálsinum. Andlit henn- ar var alvarlegt, en unglegt; það hvíldi austræn ró yfir því, og aug- un voru lítið eitt skáhöll og dimm- blá. Hún var með undarlegan kín- verskan liatt á höfðinu. Það var eitthvað við hana sem bar allan kvenlegan yndisþokka þar á ströndinni ofurliði, og karl- mennirnir létu hrífast og störðu á hana. Hcrcule Poirot glennti upp aug- un, Barry majór rétti úr sér og augu hans urðu bólgin af áfergju. Séra Lane dró þungt andann; lík- ami hans varð eins og steingjörv- ingur. Barry majór hvíslaði með hás- um rórni: „Arlena Stuart — eins og hún hét áður en luin giftist Marshall — ég sá hana í síðasta hlutverkinu sem hún lék, áður en hún yfirgaf leiksviðið. Það var leikur sem vert er um að tala — ha?“ Christine Redfern sagði rólega og kaldranalega: „Hún er falleg — já. En hún minnir á — villidýr!“ Emily Brewster sagði hvat- skeytslega: „Þér voruð að tala um hið illa, Poirot. Að mínu áliti er þessi kona boðberi illskunnar. Hún er óþokki. Ég er ekki alveg ókunnug henni“. Það vaknaði endurminning í hnga Barry majórs. „Ég man eftir stúlku i Simla. Hún var líka rauðhærð. Hún var gift yngri manni. Vafði honum um fingur sér — ég hefði haldið það; allir karlmenn voru vitlausir í henni. Kvenfólkið var auðvitað eitrað út í hana. Hún skapaði glundroða á mörgu heimili'*. Hann hló að þessum endurnrinn- ingum. „Maðurinn var skikkanleg- ur náungi. Hann tilbað jörðina undir fótum hennar. Tók ekki eftir neinu, eða lét sem hann gerði það ekki“. Séra Stephen sagði lágt — en rödd hans vár magnþrungin: „Slík kona er ögrun — ögrun gegn —“ hann hætti í miðju kafi. Arlena Stuart var komin niður í fjöruna. Tveir unglingspiltar stukku á fætur og gengu til henn- 10 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.