Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 22

Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 22
kem að fjósinu er það lokað og myrkt; mér fer að verða órótt og hleyp í kringum bæinn og kalla, en ekkert svar. En svo ég sé allt í einu hvar hún kemur út úr myrkr- inu neðan frá ánni. Eg hleyp til hennar og gríp í hana. Hún er föl og flóttaleg og það streymir vatn úr klæðum hennar og hári. „Hvað er að sjá þig“, segi ég, „hvers vegna ertu svona blaut?“ „Ég fleygði mér í ána, en hún var ekki nógu djúp“. „Hrefna mín, hvers vegna gerð- irðu nú þetta?“ „Fjallið sagði mér það, fjallið skipaði mér það“. „Hvaða vitleysa Hrefna, fjallið getur ekki talað“. „Jú, víst getur það talað, ég heyri það þegar ég er ein í myrkr- inu. Og ég sá Ijós i fjallinu, það hafa margir séð þar Ijós. Þú ert aldrei einn í myrkri“. „Stundum er ég það nú, sá brúni er ekki maður“. „Já, en þú ert aldrei einn hérna, og þú hefur sjálfur heyrt hljóðin í fjallinu“. „Það er bara vindurinn, Hrefna, hann hvín svona“. „Það þýðir ekkert að ætla sér að þrjózkast, Álagafell leyfir engum að þrjózkast“. Ég leiði hana í bæinn. Hún skelf- ur. Ég segist skuli flóa henni mjólk. Þegar ég hef komið henni í rúmið, grúfir hún sig niður í koddann og grætur hljóðlega. Ég reyni að hugga hana, en það tekst ekki. En þegar ég kem með mjólkina er hún hætt að gráta. Hún drekkur heit- an sopann og er róleg. Ég strýk hár hennar og segi, að hún skuli reyna að sofna, hún skuli láta sig dreyma vel í nótt, þetta lagist allt þegar dagurinn komi. Hún leggst á koddann hljóð og föl og lokar augunum. Ég geng út og spretti af þeim brúna, læt hann inn og gef hon- um tuggu. En áður en ég liátta tek ég gæruhnífinn undan sperrunni og fel hann. Það er eitthvað, sem seg- ir mér að gera þetta. Þegar ég hef slökkt á lampanum og er kominn upp í rúmið, heyri ég Hrefnu and- varpa, og ég finn að henni er kalt á fótunum. Gegnum opinn glugg- ann heyri ég hljóðin úr Álagafelli, ógnandi og dul. Hann er víst að hvessa. Ég loka glugganum og fer að sofa. Draumur: Ég er að vaða í svörtu, þykku myrkri. Það er al- gjört og óendanlegt og streymir niður í vit mín, þungt og kæfandi. Ég berst við köfnunina og anda með óhugnanlegu korri. Ég er gjör- sanilega lamaður, og ég finn myrkrið blautt og límkennt klístr- ast á andlit mitt og byrgja vit mín. Loks vakna ég af þessum hræði- lega draumi yið að eitthvað volgt. og blautt flæðir um andlit mitt. Ég rís upp í ofboði og þreifa um blautt 20 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.