Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 21

Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 21
Hið unga skáld STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON, höíundur ljóðabókar- innar „Glugginn snýr í norður“, skrifar hér stutta smásögu, sem hefur á sér rammíslenzkan þjóð- sagnablæ. MYRKUR I>AÐ ER þungfært í blotanum. Ég kem vestan göturnar á þeim brúna. Ég er orðinn vonlaus um að ná heim fyrir myrkur, en Hrefna er ein. Ekki þurfum við að hræðast villur við Brúnn, við erum myrkr- inu og leiðinni vanir. Og þeir, sem stefna undir Álagafell geta ratað í mvrkri, ekkert myrkur fær hulið það svarta fja.ll. Þetta er tíunda árið, sem ég bý undir þessu fjalli. Bara það ár væri liðið. Auðvitað trúi ég ekki á firrur, en rnér er aldr- ei vel rótt. Mér finnst jafnvel senr Hrefna hafi verið eitthvað undar- leg nú upp á síðkastið. Á hálfu ári getur margt kornið fyrir, en líði það án þess, ætti öllu að vera borg- ið. Okkur sækist drjúgum áleiðis, sá brúni er viljugur og heimfús. En leiðin er togandi og það er komið myrkur þegar við nálgumst ána, sem kvíslast í kringum bæinn. Hún er ekki vatnsmikil, en óstöðug og tekur árlega sinn skerf af þessari litlu jörð. Út úr myrkrinu gægist Alagafell, eins og svartur himin- byrgjandi óvættur. Það er eins og það hallist framyfir rnann og hafi í hótunum. Það var vindur í skýj- unum og í kvöld lætur óvenju hátt í því, ekkert er líkt þeirn ömurlegu hljóðum, sem koma frá þessu fjalli. Sá brúni sperrir eyrun, ^kyldi honum einnig leiðast þessi hljóð? En þetta er bara vindurinn, sem hvín. Áin er grunn og okkur greiðist förin fljótt heim í hlaðið. En það er ekkert ljós. Hvers vegna kveik- ir manneskjan ekki? Ég bind þann brúna og hraða mér í bæinn. Bæj- arhurðin er opin og það er ljós í búrinu, en þar er enginn, hún er kannski að mjólka, en þegar ég HEIMILISRITIÐ 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.