Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 10

Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 10
„Nei, ég held ekki einu sinni að frú Gardener láti sér detta í hug, að glæpir gerist hér. Þetta er ekki staður fyrir örenda líkama“. Hercule Poirot mjakaði sér til í stólnum. Hann hreyfði mótmælum. „Því ekki það? Því skyldi mað- ur ekki geta rekizt á það, sem þér nefnið „örenda líkama“, á Smygl- araeynni?“ „Ég veit ekki“, sagði Emily Brewster. „Ég geng út frá því, að sumir staðir séu ólíklegri — en þetta er ekki staður ...“ hún þagn- aði, þar sem hún átti erfitt með að gera grein fyrir áliti sínu. „Það er rómantískt hérna, ójá“, sagði Poirot. „Það er friðsamt hér. Skínandi fagurt — blátt hafdð. En þér athugið það ekki, ungfrú Brewster, að alls staðar er eitthvað misjafnt undir sólinni“. Presturinn tók viðbragð. Hann beygði sig áfram, og hvössu, bláu augun leiftruðu. Ungfrú Brewster ypti öxlum. „0. jú, auðvitað veii ég það, en þó -“ „En þó finnst yður þetta óvið- eigandi umhverfi fyrir glæpi. Þér gleymið 'einu“. „Mannlegum eiginleikum?“ „Já, einnig því. En þó var það ekki það, sem ég átti við. Ég ætla að biðja yður að athuga það, að hér eru allir í fríi“. Eraily Brewster sneri sér undr- andi að hounm. Hercule Poirot leit vingjarnlega á hana. Hann lyfti fingri til frek- ari áherzlu. „Setjum svo, að þér eigið fjand- mann. Ef þér leitið hans á heimili hans, á skrifsto'funni, eða á göt- unni — gott og vel — þér verðið að hafa einhverja ástæðu, og geta gert grein fyrir henni. En hér þurf- ið þér ekki að gera grein fyrir neinu. Þér eruð staddur við Leat- hercombe Bay. Hvað um það? Það er ágústmánuður, þá fer maður niður að sjónum, maður tekur sér frí. Það er ósköp eðlilegt, að þér séuð hérna, og Lane og Barry majór, eða Redfernhjónin. Af því að það er siður í Englandi, að dvelja við sjóinn í ágúst“. „Jú, jú“, sagði ungfrú Brewster, „það er mjög skynsamlega athug- að. En hvað er um Gardenerhjón- in? Þau eru amerísk“. Poirot brosti. „Frú Gardener finnur nauðsyn þess að „slappa sig af“, eins og hún orðaði það. Hún er nú að at- huga England og enska lifnaðar- háttu, og þá er eðlilegt að hún dvelji um hálfsmánaðar skeið við sjóinn. IJún vill gjarnan athuga fólkið“. Frú Redfern muldraði: „Þér hafið víst heldur ekkert á móti því að athuga fólk“, og bætti við, í'byggin: ..Og það talsvert ná- kvæmlega“. 8 HEIMILISRITIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.