Heimilisritið - 01.09.1947, Page 10

Heimilisritið - 01.09.1947, Page 10
„Nei, ég held ekki einu sinni að frú Gardener láti sér detta í hug, að glæpir gerist hér. Þetta er ekki staður fyrir örenda líkama“. Hercule Poirot mjakaði sér til í stólnum. Hann hreyfði mótmælum. „Því ekki það? Því skyldi mað- ur ekki geta rekizt á það, sem þér nefnið „örenda líkama“, á Smygl- araeynni?“ „Ég veit ekki“, sagði Emily Brewster. „Ég geng út frá því, að sumir staðir séu ólíklegri — en þetta er ekki staður ...“ hún þagn- aði, þar sem hún átti erfitt með að gera grein fyrir áliti sínu. „Það er rómantískt hérna, ójá“, sagði Poirot. „Það er friðsamt hér. Skínandi fagurt — blátt hafdð. En þér athugið það ekki, ungfrú Brewster, að alls staðar er eitthvað misjafnt undir sólinni“. Presturinn tók viðbragð. Hann beygði sig áfram, og hvössu, bláu augun leiftruðu. Ungfrú Brewster ypti öxlum. „0. jú, auðvitað veii ég það, en þó -“ „En þó finnst yður þetta óvið- eigandi umhverfi fyrir glæpi. Þér gleymið 'einu“. „Mannlegum eiginleikum?“ „Já, einnig því. En þó var það ekki það, sem ég átti við. Ég ætla að biðja yður að athuga það, að hér eru allir í fríi“. Eraily Brewster sneri sér undr- andi að hounm. Hercule Poirot leit vingjarnlega á hana. Hann lyfti fingri til frek- ari áherzlu. „Setjum svo, að þér eigið fjand- mann. Ef þér leitið hans á heimili hans, á skrifsto'funni, eða á göt- unni — gott og vel — þér verðið að hafa einhverja ástæðu, og geta gert grein fyrir henni. En hér þurf- ið þér ekki að gera grein fyrir neinu. Þér eruð staddur við Leat- hercombe Bay. Hvað um það? Það er ágústmánuður, þá fer maður niður að sjónum, maður tekur sér frí. Það er ósköp eðlilegt, að þér séuð hérna, og Lane og Barry majór, eða Redfernhjónin. Af því að það er siður í Englandi, að dvelja við sjóinn í ágúst“. „Jú, jú“, sagði ungfrú Brewster, „það er mjög skynsamlega athug- að. En hvað er um Gardenerhjón- in? Þau eru amerísk“. Poirot brosti. „Frú Gardener finnur nauðsyn þess að „slappa sig af“, eins og hún orðaði það. Hún er nú að at- huga England og enska lifnaðar- háttu, og þá er eðlilegt að hún dvelji um hálfsmánaðar skeið við sjóinn. IJún vill gjarnan athuga fólkið“. Frú Redfern muldraði: „Þér hafið víst heldur ekkert á móti því að athuga fólk“, og bætti við, í'byggin: ..Og það talsvert ná- kvæmlega“. 8 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.