Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 13

Heimilisritið - 01.09.1947, Blaðsíða 13
ar, eins og heillaðir. Hún brosti tii þeirra. Hún beindi augunuin þa.ngað sem Patrick Redfern kom gang- anni eftir ströndinni. Það er eins og nál á áttavita, hugsaði Poirot roeð sér, hún verð- ur að hlýða lögmáli segulmagnsins. Patrick Redfern sneri í áttina til Arlenu Stuart. Hún brosti við honum. Síðan gekk hún í hægðum sínum eftir fjöruborðinu. Patrick Redfern fylgdi henni eftir. Hún lagðist nið- ur í sandinn. Redfern fleygði sér útaf, við hlið hennar. Skyndiiega reis Christine Red- fern úr sæti sínu og gekk upp að gistihúsinu. V Það varð stutt ónotaleg þögn. Síðan sagði Kmily Brewster: „Það er reglulega leiðinlegt. Þetta er svo hugljúf manneskja. Þau hafa verið gift ein tvö ár“. „Þessi, sem ég var að segja ykk- ur frá“, sagði Barry majór, „stúlk- an í Sitnla, hún lagði hamingju- söm hjónabönd í rústir. Það var hroðalegt, eða hvað finnst ykkur?“ „Það er viss tegund af konum“, sagði ungfrú Brewster, „sem ganga upp í því að eyðileggja heimili“. Eftir andartak bætti hún við:: „Patrick Redfern er fífl“. Hercule Poirot var þögull. Hann horfði á ströndina, en það voru ekki þau Patrick Redfern og Ar- lena Stuart sem hann var að gá að. „Ég held ég ætti að komast í bátinn minn‘, sagði Emily Brewst- er, og gekk leiðar sinnar. Barry majór beindi hinum for- vitnu augum sínum að Poirot. „Jæj'a Poirot, Hvað eruð þér að hugsa uin? Þér mælið ekki orð. Hvernig lízt yður á táldísina? Dá- lítið æsandi — ha?“ „Kann að vera“, sagði Poirot. „Svona nú, gamli skröggur. Ég þekki ykkur Frakkana“. Poirot sagði kuldalega: „Ég er ekki franskur“. „Nú jæja þá; en látið þér ekki eins og þér hafið ekki smekk fyrir laglega stelpu. Hvernig lízt yður á hana, ha?“ „Hún er ekki ung“, sagði Poirot. „Hvað gerir það til; aldur kon- unnar felst í útlitinu. Útlit henn- ar er fullgott“. Hercule Poirot kinnkaði kolli. „Já, hún er falleg; en sú fegurð er ekki aðalatriðið. Það er ekki þessi fegurð hennar, sem veldur því, að hvert andlit á ströndinni — að einu undanteknu — mænir á hana“. Barry spurði hann. með greini- legri forvitni: „Iívað cruð þér eig- inlega alltaf að horfa á?“ Poirot svaraði: „Ég er að horfa á undantekn- inguna; þennan eina mann sem ekki leit upp þegar hún gekk hjá“. HEIMILISRITIÐ 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Heimilisritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.