Heimilisritið - 01.09.1947, Side 13

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 13
ar, eins og heillaðir. Hún brosti tii þeirra. Hún beindi augunuin þa.ngað sem Patrick Redfern kom gang- anni eftir ströndinni. Það er eins og nál á áttavita, hugsaði Poirot roeð sér, hún verð- ur að hlýða lögmáli segulmagnsins. Patrick Redfern sneri í áttina til Arlenu Stuart. Hún brosti við honum. Síðan gekk hún í hægðum sínum eftir fjöruborðinu. Patrick Redfern fylgdi henni eftir. Hún lagðist nið- ur í sandinn. Redfern fleygði sér útaf, við hlið hennar. Skyndiiega reis Christine Red- fern úr sæti sínu og gekk upp að gistihúsinu. V Það varð stutt ónotaleg þögn. Síðan sagði Kmily Brewster: „Það er reglulega leiðinlegt. Þetta er svo hugljúf manneskja. Þau hafa verið gift ein tvö ár“. „Þessi, sem ég var að segja ykk- ur frá“, sagði Barry majór, „stúlk- an í Sitnla, hún lagði hamingju- söm hjónabönd í rústir. Það var hroðalegt, eða hvað finnst ykkur?“ „Það er viss tegund af konum“, sagði ungfrú Brewster, „sem ganga upp í því að eyðileggja heimili“. Eftir andartak bætti hún við:: „Patrick Redfern er fífl“. Hercule Poirot var þögull. Hann horfði á ströndina, en það voru ekki þau Patrick Redfern og Ar- lena Stuart sem hann var að gá að. „Ég held ég ætti að komast í bátinn minn‘, sagði Emily Brewst- er, og gekk leiðar sinnar. Barry majór beindi hinum for- vitnu augum sínum að Poirot. „Jæj'a Poirot, Hvað eruð þér að hugsa uin? Þér mælið ekki orð. Hvernig lízt yður á táldísina? Dá- lítið æsandi — ha?“ „Kann að vera“, sagði Poirot. „Svona nú, gamli skröggur. Ég þekki ykkur Frakkana“. Poirot sagði kuldalega: „Ég er ekki franskur“. „Nú jæja þá; en látið þér ekki eins og þér hafið ekki smekk fyrir laglega stelpu. Hvernig lízt yður á hana, ha?“ „Hún er ekki ung“, sagði Poirot. „Hvað gerir það til; aldur kon- unnar felst í útlitinu. Útlit henn- ar er fullgott“. Hercule Poirot kinnkaði kolli. „Já, hún er falleg; en sú fegurð er ekki aðalatriðið. Það er ekki þessi fegurð hennar, sem veldur því, að hvert andlit á ströndinni — að einu undanteknu — mænir á hana“. Barry spurði hann. með greini- legri forvitni: „Iívað cruð þér eig- inlega alltaf að horfa á?“ Poirot svaraði: „Ég er að horfa á undantekn- inguna; þennan eina mann sem ekki leit upp þegar hún gekk hjá“. HEIMILISRITIÐ 11

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.