Heimilisritið - 01.09.1947, Side 21

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 21
Hið unga skáld STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON, höíundur ljóðabókar- innar „Glugginn snýr í norður“, skrifar hér stutta smásögu, sem hefur á sér rammíslenzkan þjóð- sagnablæ. MYRKUR I>AÐ ER þungfært í blotanum. Ég kem vestan göturnar á þeim brúna. Ég er orðinn vonlaus um að ná heim fyrir myrkur, en Hrefna er ein. Ekki þurfum við að hræðast villur við Brúnn, við erum myrkr- inu og leiðinni vanir. Og þeir, sem stefna undir Álagafell geta ratað í mvrkri, ekkert myrkur fær hulið það svarta fja.ll. Þetta er tíunda árið, sem ég bý undir þessu fjalli. Bara það ár væri liðið. Auðvitað trúi ég ekki á firrur, en rnér er aldr- ei vel rótt. Mér finnst jafnvel senr Hrefna hafi verið eitthvað undar- leg nú upp á síðkastið. Á hálfu ári getur margt kornið fyrir, en líði það án þess, ætti öllu að vera borg- ið. Okkur sækist drjúgum áleiðis, sá brúni er viljugur og heimfús. En leiðin er togandi og það er komið myrkur þegar við nálgumst ána, sem kvíslast í kringum bæinn. Hún er ekki vatnsmikil, en óstöðug og tekur árlega sinn skerf af þessari litlu jörð. Út úr myrkrinu gægist Alagafell, eins og svartur himin- byrgjandi óvættur. Það er eins og það hallist framyfir rnann og hafi í hótunum. Það var vindur í skýj- unum og í kvöld lætur óvenju hátt í því, ekkert er líkt þeirn ömurlegu hljóðum, sem koma frá þessu fjalli. Sá brúni sperrir eyrun, ^kyldi honum einnig leiðast þessi hljóð? En þetta er bara vindurinn, sem hvín. Áin er grunn og okkur greiðist förin fljótt heim í hlaðið. En það er ekkert ljós. Hvers vegna kveik- ir manneskjan ekki? Ég bind þann brúna og hraða mér í bæinn. Bæj- arhurðin er opin og það er ljós í búrinu, en þar er enginn, hún er kannski að mjólka, en þegar ég HEIMILISRITIÐ 19

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.