Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 15

Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 15
Fimm ráð um framkomu — Eftir Donald A. Eaird — ENGINN væntír þess að aljir efribekkingar í alþýðuskólum hafi fullkomna framkomu, allra sízt þegar þeir sitja óstyrkir í spánnýj- um fötum í ásýnd foreldra sinna og bíða eftir að þeim séu afhent prófskírteinin, en maður væntir þess að fólk, sem er útskrifað úr alþýðuskólum, hafi einhverja framkomu. Hópur fólks, sem ég sá nýlega, kom mér á óvart með algerum skorti á framkomu. Þegar ég hugsa um það kvöld, iðrast ég þess að hafa ekki talað um leyndarmál framkomunnar, því að það hefði komið sér betur en prófræðan, sem ég hélt. Þeir fullorðnu voru jafnvel verri en unglingarnir., Skólastjór- inn var að fitla við mansétturnar sínar. Móðurlega konan í skóla- nefndinni var að laga á sér beltið. Gjaldkeri nefndarinnar var að skoða veggina. Presturinn virtist hafa þann vana að banka í prédik- unarstólinn. Einn af þeim lengra komnu, lag- legur freknóttur piltur, boraði í nef sér. Annar drengur klóraði sér í höfðinu. Einn í eyrunum. Og þar voru nokkrir hinna óhjákvæmilegu skríkjabelgja. Laglegasta stúlkan í fremstu röðinni tuggði vasaklútinn. Stúlka ein Ijóshærð með tælandi bros trampaði fótunum í sífellu í gólfið. Þau tvö, sem höfðu viðkunnan- legasta framkonru, voru holdug- asta stúlkan og formaður skóla- nefndarinnar, beinagrind, sem varla hékk saman. Stúlkan var agndofa að heyra, að ritgerð eftir hana hafði unnið verðlaun nokkur, en hún kom fram með óvæntum yndisþokka, af svo kubbslega vaxinni stúlku. Hún liafði fullkomna framkomu og ljómaði öll af aðlaðandi brosi um leið og hún tók við flunkunýjum tíu dollara seðli. (Pilturinn, sem fékk vísindaverðlaunin, var svo ó- viss í framkomu, að hann hnaut um sína eigin fætur þegar hann sneri við í sætið sitt). HEIMILISRITIÐ 13

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.