Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 16
Formaður •skólanefndarinnar var
heimagerður maður — jafnvel föt
hans litu lit eins og hann hefði
saumað þau sjálfur. Hann er ein-
hver hæsti og grennsti maður, sem
ég hef séð, og hann hafði ekki not-
ið skólamenntunar.
En þær fáu mínútur, sem hann
talaði, hvarf þetta allt. Hann var
rólegur. Stilltur. ÞökkafulJur á
sinn hátt. Hafði góða framkomu.
Hann hafði minnsta menntun allra
þarna og bezta framkomu.
Fólk upp og ofan hefur lilla
möguleika til að afsaka þessa lé-
legu framkomu. Foreldrar og kenn-
arar ættu. að hjáipa unglingunum
til að hafa betri frámkomu og ættu
sjálfir að bæta framkomu sína.
Slæm framkoma er aðallega orsök
vanrækslu, vanrækslu fárra ein-
faldra siða.
HÉR ER það, sem kom fyrir
mann einn, sem kominn var af stað
á afturfótunum út í lifið. Iíann
var orðinn svo órólegur, að fólk
var farið að forðast hann. Hann
var ágætur, ungur málafærslumað-
ur, en þegar illa gekk. eða þegar
dómur virtist kunna að falla gegn
honum, varð hann óstyrkur og
kom illa fram.
Lögfræðingarnir á móti honum
voru fljótir að taka eftir þessu, og
þeir notuðu kænsku sína gegn hon-
um. Þeir gerðu í því að espa hann
upp, þangað til fum hans varð að
fullkomnu jafnvægisleysi. Auðvit-
að varð málfærslan léleg.
Hann þekkti lögin, en ekki sjálf-
an sig. Það virtist ekki ætla að
verða neitt sérstakt úr honum.
hann var nógu vitur til að sjá, að
eitthvað var að, og leitaði hjálpar.
Honum voru látin i té fimm leynd-
armál góðrar framkomu. Hann
notaði þau. Það hreif.
1. ráð: Hugsaðu um hinn
manninn.
ÞETTA ágæta unga skólafólk
var að hugsa um sjálft sig. Það er
auðvitað eðlilegt, þegar maður er
klæddur í allt nýtt af nálinni.
Málafærslumaðurinn hugsaði of
nrikið um, hvað málið þýddi fvrir
hann, í stað þess að hugsa um,
hvað andstæðingarnir hugsuðu.
Stúlkan mcð viðkunnanlegu
framkomuna, sem fékk verðlaun-
in, var ugglaust að hugsa um for-
eklra sína, hve glaðir þeir yrðu.
Hún var róleg.
Formaður skólanefndarinnar var
líklega að hugsa um vöxt og breyt-
ingu skólans frá hans bernskudög-
um.'Hann var líka rólegur.
Pilturinn, sem vann vísindaverð-
launin og hrasaði, var svo óstyrk-
ur út af sjálfum sér, að hann hugs-
aði líklega alls ekki neitt.
Það er enginn efi, að hinir öf-
unduðu þreknu stúlkuna. Allir vilja
sýnast kærulausir og öllu vanir.
14
HEIMILISRITIÐ