Heimilisritið - 01.09.1947, Side 19

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 19
Heilann ætti að nota á undan tungunni. Þegar maður kemur klaufalegast fram, virðist munnur- inn koma í stað heilans. Maður þarf ekki að tala hægar, þó maður tali gætilegar. Maður þagnar aðeins hluta úr sekúndu til að hugsa sig um, áður en maður talar. Maður staðnæmist við orða- tiltæki eða setningar til að hugsa það næsta. Þessi hlé þarf maður ekki að fylla upp með „nú-um“ og „og-um“. Þessi þriðja regla þarfnast tíma og nokkurrar hugsunar en það borgar sig vel að kunna hana. 4. róð: Andaðu hægt og djúpt. ÞEGAR alþýðuskólastjórinn stóð upp til að tala, náði hann bók- staflega ekki andanum, og það rumdi í honum þegar hann var að ná andanum aftur. Hefði hann andað hægt og djúpt, þegar hann byrjaði að tala, og haldið þannig áfram, myndi hann hafa verið rólegir. Æst, reitt og hrætt fólk andar hratt og ekki djúpt. Aftur á móti andar sá maður hægt og djúpt, sem er stilltur og öruggur. Málafærslumaðurinn okkar vissi þetta, en hélt að það ætti aðeins við um opinbera ræðu. Það á engu síður við um samkvæmistal eða þegar maður er aleinn í manns eig- in herbergi. Þegar málafærslumaðurinn held- ur nú orðið, að hann kunni að verða æstur, gætir hann sín og and- ar djúpt og liægt. Hann kallar það í gamni loftkælinguna sína. Það er ómögulegt að anda hægt og djúpt og vera æstur um leið. 5. ráð: Talaðu um örðug- leika þína. ÞAÐ ER vanalega einhver ó- vissa bak við lélega framkomu. Faldar áhyggjur, vandræði, smá- sorgir. Þessi óvissa getur verið lít- ilmótleg að því er virðist, en í níu skiptum af hverjum tíu er hún or- sök kjánalegrar framkomu. Fjögur fyrstu ráð góðrar fram- komu eru aðeins hjálparbrögð. Oft- ast eru ekki líkindi til þess, að þau fjarlægi orsökina. Þær eru hækjur til að halda manninum uppi með- an brot sálarinnar eru að gróa saman. Brot sálarinnar munu samt ekki læknast svo lengi sem áhyggjur og sorgir liggja á henni. Beinbrot gróa ekki rétt ncma það séu settar á þau spelkur. Spelkurnar sem lækna brot sálarinnar eru skilningur og hjálpsemi annars manns. Gift fólk er vanalega öruggara í framkomu en ógift fólk eða skil- ið. Hjón geta talað saman um örð- ugleika sína, nema auðvitað þá örðugleika, sem þau valda hvoru öðru. HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.