Heimilisritið - 01.09.1947, Side 32

Heimilisritið - 01.09.1947, Side 32
Af þessu leiðir, að þú ert ekki fær um að vinna fullorðinna verk þótt þú sýnist stór og sterk(ur). Með- an þú ert að vaxa, verða löngu beinin í líkamanum um skeið of löng 'fyrir vöðvana, svo þú verð- ur ankanaleg(ur) Og því álappa- Icgri og aumari sem þú verður.’því meira reynir þú að Jeyna því með hlægilegri fram'komu. Þér finnst þú „undarlsgtur)" Á unglingsárunum þyngist þú ef til vill svo ört, að þú undrast og verður hreykin(n) af. Það kann að stafa af því, að vegna þarfa lík- amans borðir þú meira en nokkru sinni. Það er heldur ekki ósenni- legt að sumir kirtlarnir starfi ekki eðlilega. Hvort heldur er, þá er læknirinn rétti aðilinn til að hjálpa, og foreldrar þínir munu fallast á, að betra sé að leita ráða, en að félagar þínir kalli þig „fituhjassa". Ef til viU færðu húðorma eða ból- ur í andlitið. Það er líklegt að þú vaxir upp úr því, en þú getur flýtt fyrir að losna við það með sams- 'konar hyggilegu mataræði og þú notar til þess að fitna ekki um of (borða lítið feitmeti og forðast sæt- indi), einnig með því að hafa nægi- lega hreyfingu, en hvílast þó vel, og gæta þess að þvo andlitið vel með sótthreinsandi sápu. Sú staðreynd, að berklaveiki byrjar oft á unglingsárunum er önnur ástæða til að lifa heilsusam- legu lífi og venja sig á skynsám- lega siði. Þú vext ekki einasta líkamlega. Tilfinningar þínar og skaphöfn breytast og það er oft erfiðara að skilja þær, en verkinn í fótum þín- um eða önnur líkamleg vaxtarein- kenni. Líðan þín breytist um leið og ýmsar breytingar fara fram i lík amanum. Þú ert stundum dapur, einmana eða ofsakát(ur), án þess að vita hversvegna. Félagar þínir af hinu kyninu, sem voru leik- bræður þínir eða -systur, fara að líta öðruvísi út í þínum augum. Þetta stafar af því, að þú ert far- in(n) að fá hugmynd um kynferði, og forvitni um þau mál er algerlega samfara uppvextinum. Þú ert heppin(n) ef þú átt þann- ig foreldra, sem þú getur talað op- ins'kátt við. og svara jafnan spurn- ingum þínum um kynferðismál hreinskiinislega. Farðu til þeirra, segðu þeim hvernig þér líður. og spurðu þau um það, sem þig lang- ar að vita. Því í lifi þínu, sem full- orðins manns, munu kynferðismál hafa mikla þýðingu. Þú verður að fræðast um þau nú, svo þú finnir ekki til sektar eða minnkunar. Unglingsárin líða brátt. Þegar þú ert unglingur, ert kom- in af barnsaldrinum. ferðu að búa þig undir fullorðinsárin. Þú munt öðlast ýms réttindi, sem þú hefur þráð, en því fylgir líka margskonar 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.