Heimilisritið - 01.09.1947, Side 52
Böðlarnir skutu, skutu, skutu,
og samtímis voru leikin fjörug lög,
er sterkir hátalarar fluttu hljómana
um allt fangasvæðið. Er ég heyri
jiessa marza og danslög leikin hér
í Svíþjóð og sé fólk danza eftir
þeim og raula undir, fer ég að
gráta. T>ví að ég sé í huganum, er
hinir óhamingjusömu félagar mín-
ir voru mj>rtir.
Það voru um 2000 foreldralaus
börn, um sex ára hin elztu, í Kra-
kov-búðunum. Það var beðið eftir
skipun frá Berlín um að drepa
þau. Skipunin kom. Börnin voru
látin inn í hanga lest. Ég gleymi
aldrei, er þessi yndislegu börn
gengu í röðum áleiðis til lestrarinn-
ar er flutti þau til aftökustaðarins
— til gasofnana.
Margar stormsveitarkonur
höfðu valið sér svonefnt „protek-
tionskinder“ verndarbörn, einskon-
ar fósturbörn í bili. Þessi börn voru
ekki strax líflátin. En innan
.skamrns kom skipun um að deyða
þau einnig. Tuttugu og fimm ára
görnul SS-kona hafði tvö fóstur-
börn. Kona þessi var lagleg. Hún
fór með þau upp í íbúð sína í yfir-
mannahúsinu. Þar gaf hún þeim
karamellur og annað sælgæti og
fleygði þeim að því búnu út uni
glugga. Svo leit hún út um glugg-
ann til þess að ganga úr skugga
um, hvort þau hefðu látið lífið.
Þetta gerðist fagran sólskinsdag.
Ég var að vinna nærri húsi þessu.
Það var þriggja hæða hús, og kön-
an bjó á efstu hæð. Ég hafði séð
sitt a.f hverju undanfarna mánuði.
En þessi viðburður fór í taugar
mínar meira en annað er ég hafði
séð. Iíefði ég gert tilraun til þess
að grípa börnin er þeim var fleygt
hefði það verið sjálfsmorð.
Sumar konurnar tóku börnin og
flevgðu þeim á háspennuleiðslurn-
ar. Þau dóu samtímis og Hkunum
var síðan kastað í samgrafirnar.
Þetta virtist engin áhrif hafa á
morðingjana. Þær fóru glaðar í
bragði og neyttu matar með beztu
lyst eftir að hafa myrt saklaus
börn.
Dag nokkurn átti að senda stóra
sendingu af föngum til Auschwitz
aftur. Ég átti að fara með. Nú var
enginn ættingi minn með mér. Þær
fáu frænkur mínar sem eftir Tifðu
áttu að vera eftir í Krakov.
Það var átakanlegt að heyra
fólkið gi-átandi hrópa hvað til ann-
ars er skilnaðarstundin kom. Mæð-
ur og dætur voru aðskildar. Tvær
systur áttu að flytjast til Auch-
witz, en sú þriðja að vera kyrr.
Skyndilega sýndi ein frænka mín
óskiljanlega hugdirfð. ITún fór til
SS-kvenvarðar. benti á systurina,
er eftir átti að vera og stóð grát-
andi. Erænka mín mælti: „Ef þér
trúið á Guð. þá skiptið á þessum
tveimur“. Hún benti á mig og hina
grátandi stúlku, um leið og hún
sagði þetta.
50
HEIMILISRITIÐ