Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 54

Heimilisritið - 01.09.1947, Síða 54
leidd fram til aftöku skil ég ekki. Ég komst lifandi frá Krakov. Erlendis vissu menn um Kra- kovfangabúðirnar. Rauðikrossinn í Sviss gerði allt sem í hans vaídi stóð til þess að koma okkur til hjálpar. Okkur voru sendir marg- ir bögglar. En við fengum þá aldr- ei. Það komst upp að yfirmaður fangabúðanna hafði náð til sín þrem vagnhlössum af Rauðakross- bögglum, er fara skyldu til fang- anna. Rannsóknarnefnd kom upp um sökudólginn. Maður þessi varð einnig uppvís að öðrum stórþjófn- aði. Hann hafði stolið mörgum skartgripum og verðmætum mun- um er teknir höfðu verið af föng- unum og þeim sem líflátnir voru. En þýzka ríkið átti þetta. Fyrir þessar gripdeildir var yfirböðuil- inn skotinn. Eftir það fengum við böggla Rauðakrossins með skilum. Ég þyngdist þá á fáum vikum um 12 kg. En ég átti e'ftir að tapa þeim kílóum aftur í Þýzkalandi. Við vorum flutt til Belsenfanga- búðanna, vegna þess að Krakov- fangabúðirnar voru lagðar niður eftir líflát yfirmanns þeirra. í Belsen var líðanin þolanleg. Þetta var ekki útrýmingarstöð. Eftir stutta dvöl í nokkrum öðrum fangabúðum kom ég til Braunschweig í desember 1944. Þar átti ég að þræla. Ferðin þang- að var ógurleg. Þetta var um miðj- an vetur. Allt var ísi og snævi hulið. Frostið var biturt. Við vor- um 'flutt í óupphituðum flutninga- vögnum. Ferðin stóð yfir fimm dægur. Er við komum til ákvörðunar- staðarins vorum við hálfdauð af kulda og hungri, og gátum naum- ast staðið. A stöðinni fengum við ofurlítið af brauði, en á ferðalag- inu höfðum við hvorki fengið vott né þurrt. Berfætt, í þungum tréklossum, drógumst við eftir götum Brauns- chweigs til fangabúðanna. Fjöldi fólks var á götunum. Það hlaut að veita því athygli, hve aumt ástand okkar var. En það voru að- eins gamlar konur sem sýndu okkur samúð. Þær hristu höfuðin og sögðu: „Aumingjarnir! Þetta eru þó manneskjur“. En við vorum miklu oftar á- varpaðar á annan hát't. Við heyrð- um marga bölva okkur. Ymsir héldu fvrir vitin og sögðu, að við eitruðum borgina. „Ver fluchte Juden!“ heyrðist hrópað hvaðnæva. Drengir úr unglingafélagi Hitl- ers skutu á okkur með vatnsbyss- um, og sungu Hitlersæskusöngva. En efni þcirra var það, að þeir væru fyrirmenn, en við djöfuls Gyðingar. Við vorum látin í stórt gripahús. Það voru 600 konur í þessum hóp, á öllum aldri og frá ýmsum 52 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.