Heimilisritið - 01.10.1947, Page 4
Skrijstofan er ekki staður fyrir róvmntík —
það vita állir góðir einkaritarar.
En hjartað spyr livorki um stað né stund,
þegar ástin er annars vegar.
Og yfir hjartað og ástina ná engin hónn ...
Hamingjuóskir Smásaga
eftii
Anne Homer Warner
LYDIA sat í djúpa stólnum við
gluggann og skrifaði niður minnis-
greinar. Desembersólin skein á
brúnu ullarpeysuna bennar og
dökk augnahárin, og hún sá ryk-
agnirnar dansa í sólargeislunum.
En hún varð að hafa sig alla við,
þegar William Jeliffe höfuðsmaður
sat við skrifborð sitt og las henni
fyrir á sinn hálfalvarlega, hálf-
gamansama hátt. Næsta morgun
ætlaði hún að hreinrita þessar
minnisgreinar og afhenda þær yfir-
manni sínum í upplýsingadeild
hersins. Ef hún missti af einhverju
myndi hana iðra þess. ... En ryk-
agnirnar dönsuðu í sólargeislunum
fyrir framan augu hennar, og hún
hataði sjálfa sig innilega.
Ilún gat ekki ímyndað sér neitt
svo hverfult og einhliða sem allt
það, er Bill JeJiffe sagði og hún
skrifaði niður eftir honum, og það
olH henni sífelldum sálarkvölum.
Hann hafði fjórum sinnum boðið
henni heim. Þau höfðu þá setið um
stund yfir glasi af víni, andspænis
hvoru öðru, og Bill liafði talað
hægt og dregið seiminn, eins og
hann átti vanda til, og látið í ljós
álit sitt um ástandið í veröldinni
almennt.
Þetta var allur kunningsskapur
þeirra — ef á annað borð var hægt
að nota það orð. Og það var síður
en svo ástæða til þess, að hún léti
sig dreyma kjánalega ungmevja-
draurna ölium stundum.
Bill var liðsforingi, einskonar
tengiiiður milli Washingtons og
hins hluta jarðkringlunnar. Þó
hann bæri ekki einkennisbúning í
skrifstofunni, hafði hún stöðugt á
vitundinni þær hættur. sem hann
hafði boðið byrginn. Ilann hafði
orðið að nauðlenda úti á Kyrra-
hafi og verið með skipi, sem skot-
ið var í kaf með tundurskeyti í
2
HEIMILISRITIÐ